Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Qupperneq 23

Samvinnan - 01.04.1964, Qupperneq 23
ER LYKILL ÆÐRI MENNTUNAR A ÍSLANDI. Athugið, að BREFASKÖLI SlS kennir eftirfarandi lands prófsgreinar: Islenzk málfræði, kennslugj. kr. 350.... íslenzk bragfræði, kennslugj. kr. 150.00. íslenzk réttritun, kennslugj. k.r. 350.00 Danska I, byrjendaflokkur, kennslugj. kr. 250.00. Danska II, kennslugj. kr. 300.00. Danska III, kennslugj. kr. 450.00. Enska I, byrjendaflokkur, kennslugj. kr. 350.00. Énska II, kennslugj. kr. 300.00. Reikningur, kennslugj. kr. 400.00. Algebra, kennslugj. kr. 300.00. Eðlisfræði, kennslugj. kr. 250.00. Unglingar! Notið þetta einstaka tækifæri. Otfyllið seö- ilinn hér til hægri og sendið hann til BRÉFASKÖLA SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík Ég undirritaður óska að gerast nemandi í: □ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr._______________ Heimilisfang Innritum allt áriö — BRÉFASKÓLI SÍS Svipmyndir úr . . . . Framhald af bls. 3. landnámsins er talið, að kvikfé hafi verið heldur fátt hér á landi og menn þá lif- að mest af veiðiskap. Fyrst varð að ryðja skóga og taka lönd til ræktunar, en ekki reyndist landið sérlega vel fallið til akuryrkju, þegar til lengdar lét. Til þess var sum- arið of stutt. Hinsvegar mun nautpeningur víða hafa ver- ið mikill þegar á leið og eru þess mörg dæmi í fornsög- um, að sextíu og jafnvel hundrað kýr teldust á búi auk geldneyta. Þar sem ak- uryrkju varð við komið, létu bændur naut draga arðinn, en aðrir pældu upp akurteiga sína. Þá voru og nautin látin draga sleða á vetrum. Korn- yrkju stunduðu menn helzt á Suðurlandi og það allt fram á 15. öld, en einnig i öðrum landshlutum, þar sem hún þó lagðist fljótt niður. Arn- grímur ábóti getur þess um 1350, að korn vaxi á fáum stöðum sunnanlands og ekki nema bygg. Þar sem jarðhiti var, svo sem í Þverárlandi í Eyjafirði og á Reykhólum þreifst kornið vel. Kunnur er Vitasgjafablettur í Þver- árlandi, en hann var aldrei „úfrærr“ hvernig sem ár- ferði annars var. Þá höfðu frumbyggjendurnir oft mik- ið sauðfé. Þannig „lét Þor- steinn rauðnefur, sonur Hrólfs rauðskeggs, sem nam Hólmslönd milli Fiskár og Rangár, telja sauði sína úr rétt tuttugu hundruð (stór), en þá hljóp alla réttina það- an af; því var sauðurinn svo margur, að hann sá á haust- um, hverjir feigir voru og lét skera þá“, eins og segir í Landnámu. Fénaður gat gengið sjálfala á vetrum, að- allega í skógum landsins og hefur því tvímælalaust vald- ið miklu um eyðingu þeirra. Þess eru mörg dæmi í forn- öld, að fé hafi fallið unn- vörpum í hörðum vetrum eins og oft síðar á öldum. Aðaluppistaðan í mat- aræði íslendinga frá fyrstu tíð var sauðaslátur, hangi- kjöt, skreið og mjólkurafurð- ir, svo sem skyr og ostur. Þá var nautakjöt nokkuð al- mennur matur til forna. Flautir voru all algengar á þjóðveldisöld og allt fram á 19. öld, en lögðust þá að mestu niður. Bygggrjóna- grautur þótti hnossgæti og helzt etinn á hátíðum, en munaðarvörur þekktust varla. Oft var öl (mungát) hitað á tyllidögum og þá líka drukkinn mjöður. Langt fram eftir öldum sást brauð varla á borði alþýðufólks, nema á stórhátíðum. Þar sem akuryrkjan var bæði stopul og erfið, reis upp hér dreifbýli, þ. e. byggðin varð strjál, til þess að beit- arlandið nýttist sem bezt. Á fyrstu áratugum landnáms- aldar byggðust stór svæði hátt upp til fjalla og í ör- æfum, en lögðust oft fljótt í auðn af völdum óhagstæðra veðurskilyrða. Byggðin færð- ist saman á ný og á 11. öld eru til orðnar flestar þærbú- jarðir, sem hafa staðið ó- haggaðar að mestu til seinni alda. Landið byggðist mjög ört á áratugunum um 900 og segir Ari fróði, að ísland yrði albyggt á 60 vetrum. Álitið er, að um 965 hafi lands- menn verið milli 60—70,000 talsins og mannfjöldinn því hlutfallslega mun meiri en nú er, miðað við íbúatölur nágrannalandanna. Á fyrstu öldum þjóðveldistímans er talið, að árferði hafi yfir- leitt verið gott hér á landi og landsmenn unað glaðir við sinn hag. 10. öldin var reyndar líka mesta og bezta blómaskeið íslenzks land- búnaðar fyrr og síðar. Þá voru siglingar og stundaðar af kappi og var algengt, að menn af bændaættum ættu SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.