Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Side 26

Samvinnan - 01.04.1964, Side 26
Samyrkju- og ... . /ortsets sterkar fallegar ódýrar Margar greðir fyrir úti- og innihurðir Innflutningsdeild engar svo heitið gæti og það litla ullarmagn sem til var, var selt óunnið úr landi. Verzlunareinokunin dró hug og dug úr landsmönnum og illt árferði og fiskileysi þjakaði landslýðinn. Dóu þá margir úr hungri. Árið 1760 barst og hingað upp skæður fjárkláði, að sögn með spænskum hrútum. Gekk hann víða um land og olli bændum stórkostlegu tjóni. Gripu menn þá í ofboði til niðurskurðar fjár. Þegar neyðin og vonleys- ið þjarmaði hvað mest að þjóðinni bar hún gæfu til að ala son, sem taldi í hana kjark og dug. Fyrir atbeina Skúla fógeta var komið á fót verksmiðju til að vinna ull- ina, danskir bændur voru fengnir hingað upp til að taka nokkrar jarðir og kenna mönnum akuryrkju og trjá- rækt, betri verkun ýmissa útflutningsafurða þ. á. m. á saltkjöti og þótt margar þessar endurbætur féllu um koll að Skúla liðnum, höfðu þær þó töluverða þýðingu, því að ýmsar nýjungar m. a. í tóvinnu og vefnaði festu hér rætur. Árið 1786 var öllum dönsk- um þegnum heimilað að verzla við ísland og frá því 1854 hefur verzlunin verið alfrjáls. Á 19. öld voru land- búnaðarafurðirnar yfirleitt aðalútflutningsvörurnar. Til fróðleiks má geta þess, að árið 1896 voru flutt út frá ís- landi 870.000 kg. af ull og um 42.000 söltuð sauðaskinn. Árið 1913 fluttust úr landi rúm 1 milljón kg. af ull fyr- ir 1,7 millj. krónur og um 307.000 saltaðar sauðagærur fyrir 880.000 krónur. Árið 1896 voru 60.400 sauðkind- ur fluttar til Englands, að heildarverðmæti 811.000 kr. en það jafngilti kr. 13,40 fyr- ir hverja kind á fæti. Árið 1913 voru flutt 3.300.000 kg. af saltkjöti til Norðurlanda fyrir 1,9 milljón krónur. Um aldamótin verða fisk- afurðirnar aðalútflutnings- vörurnar, sem þær hafa og verið síðan. Verðmæti land- búnaðarafurða nam um aldamótin 1900 um 1,5 millj. kr., 1913 um 5,2 millj. kr. Nú, hálfri öld síðar, nemur heildarverðmæti landbúnað- arframleiðslunnar hér á landi um 1,600 millj. kr. Agnar Tryggvason Framhald af bls. 5. sónulegra ástæðna, frístundum vandlega skipað niður. Engan aðkeyptan vinnukraft má nota. Þess má geta, að vegna stór- kostlegrar útþenslu í rekstri hafa allmörg sameignarbú gripið til þess ráðs hin síðari ár, að nota að nokkru leyti daglaunafólk, en þeim er þá jafnharðan vikið úr landssam- bandi sameignarbúanna. Þau skoðast þá komin í atvinnu- rekendastétt og hafa myndað sérstakt samband sín á milli. Félagi í Kibbuts-sameignar- búi fær engin laun, en allar nauðsynjar sínar sér að kostn- aðarlausu, svo og uppeldi barna sinna, einnig framhaldssér- menntun þeirra, ef þau hafa hæfileika til, hvort heldur er í landbúnaðarskólum, sérskól- um ýmsum, listaskólum eða háskóla. Geysilegt kapp er lagt á menntun ungmenna og sam- eignarbúunum það mikið metn- aðarmál að hafa lagt þjóðinni til sem flesta kunna afreks- menn á sviði vísinda, lista og forustustarfa athafnalífsins. Stjórnarfar sameignarbúsins er fullkomlega lýðræðislegt, kjör- ið í almennum kosningum í allar framkvæmda- og forustu- stöður og konur eru fullgildir meðlimir engu síður en karl- ar til allra starfa. Allur afrakstur sameignar- og samvinnubúanna rennur í sjóð búsins, sem stendur straum af öllum útgjöldum. Þau eru öll, eins og áður segir, meðlimir í verkamannasam- bandinu Histadrut, sem jafn- Sramt er risafyrirtæki í at- vinnulífi landsins. Á vegum þess starfar afurðasölufyrir- tækið Truva, og að sjálfsögðu á samvinnugrundvelli. Truva selur, flytur út og kemur í verð rúmlega 70% af öllum landbún- aðarafurðum í ísrael, að sitrus- ávöxtum undanskildum. Ann- að hliðstætt samvinnufyrirtæki á vegum Histadrut annast öll kaup fyrir samvinnubúin. Það heitir Hamasjbir Hamerkatsi. Þetta fyrirtæki sér samvinnu- búunum fyrir öllu, sem þau þurfa að kaupa, dráttarvélum, sáðkorni, fóðurbæti, áburði, 26 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.