Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 3
SKUGGALEG MISTÖK Um skattamál samvinnufélaganna hafa fyrr og síðar orð- ið miklar umræður og blaðaskrif. í maiga áratugi urðu J^au að berjast fyrir rétti sínum í þeim efnum, í fF.tum eða öllum löndum þar sem þau festu rætur. Hé’' i ian.M fóru þau ekki varhluta af þeirri baráttu, sv i sem öiium er kunnugt, sem eitthvað hafa kynnt sér þessi mál. Með setningu laga frá Alþingi um starfsemi samvinnu- félaga má segja að skattamálin lcæmust á fastan grund- völl, eftir því sem unnt er í þjóðíélagi, sem sífellt tekur miklum og örum breytingum. Við setningu Jaganna var byggt á víðtækri erlendri og innlendri reynzlu og þau snið- in við íslenzka staðhætti. Eitt af höfuðatriðum laganna var að vernda kaupfélögin fyrir hinum svonefnda „tvöfalda skatti,“ þ. e. a. s., að ekki væru lögð útsvör á endurgreiðshi til félagsmanna. Gegnir að vísu furðu, að það skyldi kosta margra ára baráttu, að kenna mönnum að skiija, að pen- ingar, sem greiddir hafa verið úr eigin vasa. og skilað þangað aftur, eru ekki nýjar eða auknar tekjur, aeldur sparaður eyrir. Þótt þetta ætti að vera öllum augljóst, er ekki úr vegi að taka enn einu sinni eitt dæmi til skýr- ingar. Það er harla algengur verzlunarmáti hér á landi, að menn biðja áætlunarbílstjóra fyrir peninga í kaupstað til þess að kaupa fyrir eitt og annað. Þegar hann kemur til baka og skilar varningnum, skilar hann einnig því sem afgangs var af peningunum, ef um afgang er að ræða. Samkvæmt kenningu þeirra manna, sem börðust fyrir skattlagningu á kaupfélögin hér á landi fyrstu áratugina, sem þau störf- uðu, ætti sá sem peningana sendi og fékk þá aftur til baka, að telja þá fram á skattaframtali sem tekjur, eða heita ódrengur ella. Allir heilvita menn siá í hendi sinni, hve þetta væri fráleitt, en dæmið er fullkomin hliðstæða þess, ef skattleggja skyldi endurgreiðslu kaupfélaganna til fé- lags-manna. Síðan samvinnulögin voru sett, hefur skattabarátta sam- vinnufélaganna fyrst og fremst snúizt um það að þessi lög væru ekki á þeim brotin, né heldur önnur þau lög og regl- ur, sem um þessi mál fjalla. Jafnframt því sem samvinnulögin vernduðu félögin fyrir „tvöfalda skattinum", eru í þeim skýr ákvæði um skyldur þeirra í þessum efnum. Þær skyldur hafa þau uppfyllt. Þrátt fyrir það, er furðulegt að heyra og siá á prenti fullyrðingar um, að samvinnufélögin njóti sérs’takra skattfríðinda og séu nánast skattfriáls. Eru þær fullyrðingar reistar á mik- illi vanþekkingu, ef ekki því sem verra er. Undantekn- ingar lítið eru samvinnufélögin og fyrirtæki þeirra hæstn gjaldendur þeirra bæiarfélaga, sem þau heyra til. Það er vegna þess, að þau eru stór, hafa mikið umleikis og taka ekki þátt í þeim blindingsleik, sem nú er viðurkenndur eitt alvarlegasta mein þjóðfélagsins, þar sem eru margvís- leg undanbrögð frá lögmætri skattgreiðslu. Það breytir engu í þessu sambandi, þótt þær skattgreiðslur, sem áður hétu útsvör, heiti nú að verulegum hluta aðstöðugjöld. Þetta sannar í eitt skipti fyrir öll, að bau eru ekki skatt,- frjáls. Enda dettur engum í hug, að þau eigi að vera það. Samvinnufélögin víkjast ekki undan þeim skyldum, sem á þau eru lagðar, en þau krefjast réttlætis, og það er ekki fram á mikið farið, þótt þau nytu viðurkenningar fyrir hlut- deild sína í framlagi til bæjar- og sveitarfélaga, sem og ríkisins. Undanfarin missiri hafa orðið háværar umræður í þjóð- félaginu, vegna rangra framtala og skattsvika. Um skattsvik er nú ekki lengur talað undir rós, eða sem grunsemdir og meint afbrot, heldur staðreyndir, sem þjóðin öll veit um. í þessu sambandi hefur hvort tveggja brugðizt, þegnleg skylda nokkurs hluta borgaranna og eftirlit þeirra, sem gæta skulu laga og réttar í landinu. Eins og fyrr er sagt er hér um að ræða eina alvarlegustu meinsemd þjóðfélagsins, sem engum heilvita manni blandast hugur um að verður að uppræta. Ríkisvaldið hefur nú sýnt lofsverða tilraun í þá átt, með hinni svo nefndu skattalögreglu, sem tekin er til starfa, enda hefur sjaldan eða aldrei önnur eins hrelling gripið brotlega menn og nú, og ganga af henni margar átakanlegar sögur. Enginn vafi getur leikið á því, að þjóðinni hljóta að hafa orðið á meir en lítil mistök í þessum efnum. Enda sjá það allir menn, að vissar aðgerðir ríkisvaldsins hafa beinlínis orðið til þess að hella olíu á þann eld, sem að vísu logaði nægilega glatt fyrir. Á þá aðferð til skattheimtu, sem nefnd er söluskattur, skal enginn dómur lagður hér. Hitt er víst, að eins og innheimtu hans hefur verið háttað, er um alvarleg mistök að ræða. Það er opinbert mál, að ekki nema nokkur hluti söluskatts kemur til skila. Er hér um skuggalegt siðferðilegt afbrot að ræða. Einn ljósgeisla í niðamyrkri þessarrar misheppnuðnu skattheimtu getur þó ríkisvaldið og þjóðfélagið huggað sig við. Það er viðurkennd staðreynd, að samvinnufélögin í landinu hafa staðið í skilum með þann hluta söluskattsins, sem þeim var falið að innheimta. Það má að vísu með sanni segja, að slíkt sé ekki þakkavert. heldur aðeins skylt og rétt. En eins og öllum bessum málum er nú komið í þjóð- félaginu, á kaupfélagsfólkið í landinu heimtingu á því, að þetta sé viðurkennt og metið að verðleikum. Fordæmi sam- vinnufélaganna er þar að auki sönnun þess, að það er hægt að hafa slíka innheimtu í lagi og ætti að geta verið forvígismönnum þjóðfélagsins, sem ekki skal dregið í efa að hafa fyllsta hug á að beita sér fyrir lækningu mein- semdarinnar, uppörfun og sálubót. Hvernig sem um skattamálin er rætt og ritað. er bað aug- Ijóst, ef ekki á enn verr að fara, að meðal þjóðarinnar verður að eiga sér stað hugarfarsbreyting og siðabót, varð- andi þau mál. Samvinnufélögin, sem iafnan hafa reynt að gera skyldu sína í skattamálum, bótt þau hafi varið rétt sinn, eiga skýlausa kröfu þess, að lækning þessara mein- semdar eigi sér stað. Mistökin um innheimtu söluskattsins eru hróplegt ranglæti, hvað varðar samkeppnisaðstöðu á jafnréttisgrundvelli í þióðfélaginu, auk alls annars. Sam- vinnufélögin hafa aldrei beðið um sérréttindi. En þau verja rétt sinn og ætlast til réttlætis af öðrum. Páll H. Jónsson SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.