Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 16
STEFÁN JÓNSSON, námsstjóri:
Samvinnan og fegurð lífsins
Vorið 1919 var sr. Ásgeir Ás-
geirsson, prófastur frá Hvammi
í Dölum, kosinn prestur í Helga-
fellssóknum og fluttist hann
þá til Stykkishólms. Jafnframt
prestsembættinu í Hvammi
hafði hann gengt formanns-
og framkvæmdastjórastarfi
fyrir Kaupfélag Hvammsfjarð-
ar um margra ára sksið, og
var hann því þaulreyndur sam-
vinnumaður, dugmikill og á-
hugasamur. I Stykkishólmi var
bá lítið kaupfélag, sem nefnd-
ist Kaupfélag verkamanna, en
samvinnuhreyfingin var þá lítt
þekkt á norðanverðu Snæfells-
nesi. Sr. Ásgeir ákvað nú að
reyna að koma á stofn kaup-
félagi fyrir nágrannasveitir
Stykkishólms. Hafði hann þá
fyrst og fremst í huga þrjár
sveitir á norðanverðu Snæ-
fellsnesi, Skógarströnd, Helga-
fellssveit og Eyrarsveit, og
þrjár sveitir norðan Hvamms-
fíarðar í Dalasýslu, Fellsströnd,
Klofningshrepp og Skarðs-
strönd.
Veturinn 1919—’20 var ein-
hver snjóþyngsti og erfiðasti
vetur. sem komið hefur á þess-
ari öld og sérstaklega var tíð-
arfarið erfitt við Breiðafjörð.
Strax um áramót fóru bænd-
ur að óttast fóðurskort, en
harðindin urðu þó enn meiri,
en nokkurn óraði fyrir. 1 janú-
armánuði hóf sr. Ásgeir und-
irbúning undir félagsstofnun-
ina. Hann hélt fundi i öllum
þessum sex sveitum, sem fyrr
eru nefndar og lét kiósa full-
trúa til að mæta á væntanlei-
um stofnfundi í Stykkishólmi
síðla vetrar.
Fyrsta undirbúningsfundinn
hélt hann að Staðarfelli á
Fellsströnd 2. janúar 1920 og
svo áfram í þessari röð: Að
Dagverðarnesi í Klofnings-
hreppi hinn 4. janúar, að
Skarði á Skarðsströnd hinn 6.
jarúar, að Skildi í Helgafells-
sveit hinn 15. janúar, að Grund
í Grundarfirði hinn 28. janúar
og að Dröngum á Skógarströnd
hinn 2. febrúar.
Allan janúarmánuð var fá-
dæma erfitt tíðarfar og snjóa-
lög mikil, en sr. Ásgeir lét það
ekki hefta för sína og fundirn-
ir voru vel sóttir. Menn fundu
að vor var í lofti þótt hríð-
arkófið bvrgði gluggana. Fá-
tækir, þreytulegir bændur
brutust að heiman á fundina.
Einhver hugsjónaeldur hreif
þá út úr hversdagsleikanum
Þeir trúðu á vor i þjóðlífinu
og trúin á mátt samtakanna
varð sterkari, en óttinn við
harðindi og fjárskort. — Mátt-
ur b.iartsýni og framfara var
mikill á þeim árum þótt fjár-
munir væru af skornum
skammti.
En mest reyndi þó þarna á
íorgöngumanninn.
Ég tek hér upp kafla úr
bréfi frá sr. Ásgeiri til mín, þar
sem hann lýsir ferðinni á einn
fundinn.
Hann segir þannig frá ferð
sinni á fundinn í Grundarfirði:
,.Ég lagði af stað að heiman
frá Stykkishólmi árdegis hinn
27. ’anúar. Ég var einhesta.
Reyndist mér ferðin strax svo
erfið, að mér fór ekki að lítnst
á blikuna. Allar lægðir voru
fullar af fönn og umbrot í
hverjum skafli, svo að ég varð
að fara af baki og troða braut
fyrir hestinn. Sérstaklega var
Berserkjahraunið erfitt og
bjóst ég hvað eftir annað við að
verða að skilja eftir hestinn á
kafi í einhver.ium skaflinum.
Mér tókst hó að brjótast áfram
út að Bjarnarhöfn hjálpar-
laust, og hafði ég þá verið á
ferðinni í 6—7 tíma, en þessi
leið er annars rösklega tveggja
tíma ferð. Það var því farið að
halla degi, er þangað kom. Þar
var þá bústjóri vinur minn og
skólabróðir, Konráð Stefáns-
son. Ég bar nú undir hann með
hverju móti ég gæti komizt
áleiðis. Hann taldi öll tormerki
á því, sem vonlegt var, en
kvaðst þó vilja gera tilraun.
Þegar ég hafði hvílt mig þar
um stund og þegið góðan beina,
lét hann söðla tvo fíleflda, gráa
klára og lagði af stað með mi<?
yfir hálsinn að Seljum. Ekki
var yfirfærðin betri þar. en bó
komumst við áleiðis, og var bað
mest að þakka afburða dugn-
aði og þoli hestanna. Síðan
fékk ég flutning yfir fjörðinn
að Berserksevri og gekk þaðau
að Kolgröfum. Komið var langt
yfir dagsetur, er þanvað kom
og ég orðinn hálfupngefinn. Ég
vildi þó halda ferðinni áfram,
ef unnt væri að fá hest og
fylgd. Það mál var auðsótt við
Magnús bónda, þótt hann teldi
ekki beinlínis ráðlegt að legg’a
af stað undir nóttina í kring-
um Kolgrafarfjörð í slíkri ó-
færð, því að enginn myndi
rata, ef eitthvað hvessti.
En veður var ennþá miög
stillt. heiðskírt og lýsti dálítið
af tungli.
Magnús bóndi lánaði mér
ungan og ötulann hest. rauð-
skjóttan, ó.iárnaðan að vísu, en
hvað sakaði það. því að nó°:
var mýktin undir fæti. Hann
lánaði mér líka röskan, ungan
fyledarmann.
Þeear ég hafði hvílt mig í
einn tíl tvo tíma. og notið góðs
beina. lögðum við upp kl. 10—11
um kvöldið. Færðin reyndist
slæm. eins og við var búizt, en
hú gat ég oftast s°tið á hest-
iuum. bví að fönnin var svo
iafndjúp, — í kvið oe á miðiar
síður oftast í kringum fjörð-
inn, — en dimmt var inni í
fjarðarbotninum, þar sem ekki
naut tunglsins.
Fylgdarmaðurinn gekk á
undan og var hinn áreiðanleg-
asti að rata. Að Setbergi kom-
um við kl. 7 um morguninn,
og var þá öllum þrautum lok-
iðt Þarna var mér tekið af
hinni mestu gestrisni os nær-
gætni eins og bróður. Ég gat
sofið í 3—4 tíma, en laust fyrir
hádegið, lögðum við sr. Jósef
af stað, ríðandi á hans hestum,
inn að Grund á fundinn og
komum við þar í tæka tíð. Dag-
iun eftir reiddi sr. Jósef mig út
að Eyri, en þaðan flutti Guð-
murdur í Nýjubúð mig inn að
Biarnarhöfn á báti sínum, bar
var hesturinn minn vel. gevmd-
ur og gekk ferðin þaðan all-
vel heim.“ — — —
Ég þarf ekki að skýra þsnn-
an bréfkafla. Hann barf ekki
skýringa við. En hann bregð-
ur ljósi yfir það, hve lífsbar-
áttan í striálbýlinu er oft hörð,
á okkar kalda, kæra landi.
En bréfkaflinn sýnir b'ka
annað. — Maður, sem leegur
betta á sig fvrir framkvæmd í
félagsmálum hefur bjargfasta
trú á málefninu, sem hann er
að vinna fyrir. Hann á sér hug-
sjón, sem hann trúir á. Hug-
sjón. sem hann vill vinna fyrir
af alhug, og leggfa fram alla
krafta sína í baráttunni.
En er þá hugsjón samvinn-
unnar svona háleitt mark sem
kepna ber að? Styðst haafræði
hennar og hugsjón við reynslu
og rök?
Þetta eru ef til vi!l fávísleear
spurningar í því landi og hiá
beirri bióð. sem tekið hefur
huesjón samvinnunnar á sína
arma. — Og segia má að hiá
fslendingum. hafi samvinmi-
stefnan Ivft Grettistaki í möra-
um framfara- og atvinnumál-
Framh. á bls. 28.
Um hundraS ára skeiff hefur lífsskoðun og hagkerfi samvinnuhrevfingarinnar lagt undir sig löndin án vopnavalds.
Vopn hennar hafa verið og verða um alla framtíð, máttur hins lifandi orðs í ræðu og riti.
16 SAMVINNAN