Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 13
beið húsfreyjan með morgun-
verð, miklu fjölbreyttari en
unnt væri að bragða á öllu.
Hún sagði okkur að bóndi sinn
væri bakari eyjarinnar og
kaupmaður. Hún leiddi okkur
ofan í búðina, til þess að hann
gæti heilsað okkur og kvatt.
Verzlun var hafin, og hús-
bóndinn kom á hvítum bak-
araslopp, alúðlegur og mann-
vænlegur. Húsfreyjan fór inn-
fyrir borðið, sótti nokkrar
súkkulaðiplötur og sagði: „Þið
eigið sjálfsagt barnabörn á Is-
landi. Þið skuluð færa þeim
þetta með kveðju frá Noregi.“
Þetta voru fyrstu persónulegu
kynni okkar af norsku fólki.
Aftur var ekið krókaleið um
eyna. Húsin voru flest smá,
hvít timburhús með trjálund-
um, berjagörðum og grasblett-
um umhverfis. Ein eða tvær
kýr voru á beit, kálfur eða
geitur í tjóðri, hey á hesjum.
Þetta niinnti á þorpin íslenzku
eftir aldamótin, þegar flestir
þorpsbúar höfðu nokkurn bú-
skap. Hér voru þó snyrtileg
timburhús í stað sóðalegra
torfbæja heima. Hér var einn-
ig „Húsið“ í þorpinu. Þar höfð-
vm við hjónin gist. Það bar af
að stærð og risnu, eins og
kaupmannahúsin íslerzku, sem
voru byggð í stíl norskra og
danskra verzlunarhúsa.
Bussarnir óku með okkur út
á bílaferju yfir mjótt sund til
meginlands. Hér skildu leiðir.
Sigurður Blöndal á Hallorms-
stað fór með hálfan hópinn
aðra leið, og verður ekki frá
þerm sagt, en okkar hópur var
undir leiðsögn ísleifs Sum-
arliðasonar á Vöglum.
Við fórum um Álasund, vina-
bæ Akureyrar. Þar sáum við
lítið nema strandgötu undir
bjartleitum granítklettum og
húsaröð með trjálundum. Á
einum stað við aðalgötuna var
iðandi fuglabjarg. Ekki sást
glöggt, hvar bæinn þraut og
komið upp í sveit. Hvít íbúðar-
hús voru með öllum vegum i
skógarjaðrinum. Tún og akr-
ar virtust hvergi svo stór, að
lifað yrði á þeim einvörðu. Nú
var keyrt um byggðir Sunn-
mæris. Oftast var sjór eða dala-
vatn með mjóum undirlendis-
ræmum á aðra hönd, en á hina
höndina skógivaxið brattlendi.
Alltaf var þéttbýli með vegin-
um. Mér varð á að spyrja leið-
sögumann okkar, á hverju
fólkið lifði. „Á guðsblessun,"
var svarið. Nánar fengum við
þó að frétta í hverju þessi
kraftmikla, norska guðsbless-
un væri fólgin. Hér var marg-
breytt atvinna. Fiskveiðar voru
bæði í úthafi, á eyjasundum
og inni á fjörðum. Margs kon-
ar fiskur kom á land. Inni á
fjörðum sá víða rauðar netja-
kúlur úr sjó út frá klettahlein-
um. Þetta voru laxalagnir. Hér
og þar eru verksmiðjur, sem
vinna aflann, sjóða niður lax
og annað og leggja í dósir.
Skógurinn er hið hálfa líf
fólksins. Mikil atvinna er af
því að höggva skóg og flytja
að sögunarmyllum. Ekki er lát-
ið þar við sitja. Húsgagnaverk-
stæði eru hér og þar. Úr völd-
um viði eru unnin listræn hús-
gögn, sem má selja háu verði
úr landi.
Þeim sem veiða fiskinn,
höggva skóginn og vinna í
verksmiðjum, finnst ekki nauð-
syn að búa í þorpum. Þeir
byggja sér hús með grasbletti,
trjágarði og jarðeplaholu
við veginn í skógarjaðri og
eiga ef til vill kú eða geit-
ur. Vinna hefst snemma að
morgni. Komið er snemma
heim, og er þá etin aðalmál-
tíðin. Farið er á bjóli eða í
áætlunarbíl til og frá vinnu.
Mikið vinnst við þetta. Sam-
band við náttúruna, friðhelgi
og sjálfstæði heimilisins helzt.
Meirihluta sólarhringsins er
húsbóndinn með konu og börn-
um. Þó að hann þurfi að slá
túnblettinn með orfi og liá,
hesja heyið og bera í hlöðu,
annast garðinn sinn, kú eða
geltur, er þetta ekki þrældóm-
ur, heldur hvíld frá fabreyttri
verksmiðjuvinnu. CJppeldisskil-
yrði verða öll önnur og betri
en í fjölbýlishúsum borganna,
þar sem enginn hefur eigin
jörð.
Okkur fannst margt frurn-
stætt í búnaðarvinnubrögðum,
er við sáum. En einnig frá hag-
rænu sjónarmiði hefur þessi
skipan kosti. Leiðsögumaður-
inn svaraði ekki út í hött, þeg-
ar hann sagði, að þetta fólk
lifði á guðsblessun.
Þetta sem hér er sagt um
Sunnmæri á við um allar
byggðir, sem við sáum.
Stórfjörður heitir mikil
fjarðarslanga, sem teygir anga
minni fjarða langar leiðir inn
á milli brattra fjalla. Vegur
okkar lá oftast með sjó, oft
undir brattri skógarhlíð, og
beygði þó annað slagið upp í
skógivaxið fjalllendi. Við kom-
um samt í eina „sveit“. Það
var dalur, ekki ósvipaður að
stærð og landslagi Reykjadal
í Þingeyjarsýslu, en gróður er
allur annar. Hann heitir Stóri-
dalur. Þarna er dálítið undir-
lendi þrautræktað túnum og
ökrum milli skógarbelta. Hér
var íslenzkur skógræktarflokk-
ur að planta sumarið 1961.
Verkstjóri frá Norðmanna
hendi var þá Ottó Stórheim.
Ein íslenzk stúlka trúlofaðist
honum, Anna Þráinsdóttir frá
Siglufirði, og var hún nú flutt
hingað, orðin húsfreyja á Stór-
heimi í Stóradal við Stóra-
fjörð. Þau hjónin komu nú í
veg fyrir okkur og fylgdust
með okkur langa leið. Þau létu
stóra körfu fulla af heima-
ræktuðum jarðarberjum ganga
í bæjarrekstri margar ferðir
um bussann, unz tæmd var.
Ekki er búskapurinn stór á
Stórheimi, þó jörðin sé stærst
í sveitinni, og ræktarlandið um
tíu ha. Miklar tekjur hafa þau
hjón af skóginum og aldinrækt
sinni.
Farið var á fjall upp úr
Stóradal og komið tröllaveg
niður í tröllabotna. Þarna eru
miklu tröllalegri fjarðarskor-
ur en nokkurs staðar á íslandi.
Þó er hér bygð í hamraskálum
milli standbjarga, líkt og var
á Hornströndum. Einn bæ sá-
um við blasa við handan fjarð-
ar í dalverpi upp yfir stand-
bergi mörg hundruð metra háu,
og enginn vegur þangað, nema
stígur yfir fjallið, og verður að
bera allt á baki.
Sögð var okkur saga af býli,
sem átti þá eina leið til manna
að ganga bratt einstigi til sjáv-
ar að bátavör. Bóndi sótti brúði
sína í þéttbýlið, og var hún
óvön klettum. Þegar hún kom
Frá Guðbrandsdal.
SAMVINNAN 13