Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 14
að heimavör bónda síns, var komið óveður, og treystist hann ekki með hana klettastíginn, og varð hún að bíða brúð- kaupsnóttina og næstu tvær í bátnum, og brúðgumi að færa henni vistir og fatnað. Ekki eru þó þessar byggðir yfir- gefnar, enda er þarna veður- sæld. Hvar sem rót á festir er skógur, greni og lauftré hið neðra, en fura að klífa fjall- ið. Við sáum vírstrengi niður þverbratta skógarhlíð, ofan af brún og niður til strandar. Okkur var sagt, að sel væri þarna á fjallinu, og mjólkinni væri rennt niður eftir strengj- unum. Nú var vegur skorinn í kletta niður að firði, haldið litla stund innundir hömrum, unz fyrir varð standberg frá fjöru til brúnar. Þar var bergið sprengt og hlaðin bryggja í sjó fram. Fljótlega kom ferja, sem tók okkar bíl og aðra og bar um fjörðinn. Sól skein í heiði, ekki bærðist bára. Þverbratt- ar skógarhlíðarnar á móti spegluðust í sjónum. Ekki voru þar vegir, en einstigi með sjó. Geitur og kýr sáust í skógin- um en laxanet með rauðum netakúlum við klettahleina. Við lentum nokkru innar handan fjarðar. Þar var lítið þorp á svolítilli eyri. Vegur var í essa- streng upp á fjallið og síðan að hinum heimsfræga Geirang- ursfirði. Á brún hans var út- sýnissvið, þar sem bezt sá yf- ir. Sex hundruð metra stand- berg var þar til sjávar, en brjóstvörn á brúninni. Þarna heitir „Örnesvimmer. Á Arnarsvima taka tug- þúsundir ferðamanna upp myndavélar og mynda, meðal annars „Systurnar sjö“, hvíta fossa frá brún til fjöru í fjall- inu á móti. Haldið er niður klettana, höggvinn krókaveg. Víða er standberg yfir og undir, en tré, blóm og berjarunnar á hverri syllu. Á nokkrum stöð- um sáust grasblettir og þey á hesjum, þótt ekki væri nema hálfur baggi í stað. Fjörðurinn er raunar innsti botn Stóra- fjarðar og meira en 100 km inni í landi. Allur gróður ber vott um veðurblíðu. Þorpið Geir- angur er fyrir fjarðarbotnl. Þar eru þrjú mikil gestaheimili, sitt á hverju þrepi. Veizia beið okkar í einu þeirra. Hin mikla höll er byggð í þjóðlegum stíl. Nýleg húsgögnin eru smíðuð sem forn. Þar sést bæði 18, ald- ar stíll og drekaskurður forn- manna. Stúlkur í þjóðbúning- um báru fram þjóðarrétti. Svona er það og þessu líkt alls staðar, þar sem þjónað er ferðamönnum, sem koma hundruð þúsundum saman til Noregs. Norðmenn vita, að þetta er mest lífsþreyttur lýð- ur, sem er að leita úr borgar- ös til náttúrunnar sjálfrar og hins náttúrulega mannlífs. Héðan var lagt upp á Dofra- fjöll, áleiðis til Guðbrandsdals, snarbratt upp úr fjarðarbotni. Útsýnin er ógleymanleg. Hrika- leiki fjallanna er vafinn ljúf- leika gróðursins og hins sílygna fjarðar. Undraverðast var að líta á hlíðina, sem við komum niður. Hún sýndist hið versta Ógöngufjall, en þó höfðum við farið þarna niður hlæjandi og syngjandi í bussanum okkar fyr'r skammri stundu. Komið var að dimmgrænu vatni í 1000 m hæð. Þarna skiptast vegir, og var slá með lás fyrir þeim, er stefndi upp á Dalnibbu, 1500 m háan tind. Vegurinn var lagður fyrir láns- fé, og hver einstakur, sem um hann fer, verður að borga norska krónu. Þannig borgast vextir og afborganir vega- lánsins. Við urðum vör við þetta víða um þá vegi, sem eingöngu eru ætlaðir ferða- fólki, sem er að skemmta sér. Auðvitað fórum við upp á „Nibbuna“, skáskárum kletta sem fyrr, og fórum yfir mörg gil með fossandi jökullækjum. Dalnibban sjálf er snjólaus granítkollur, snarbrött og stór- grýtt. Ekið er bílum upp á tind- inn. Hann er sléttaður og um hann handrið. Tindarnir í kring eru litlu hærri, og allir með sn;'ó frá vetrinum. Á ein- um þeirra sáust blágrænir jökulhamrar niður í hlíð. Eng- an gróður sá þarna efra. Einna áhrifamest var að horfa nið- ur farna leið, snarbrattan krókastíg vegarins. Niður var aftur haldið að vegamótum. Þarna er gesta- heimili, sem heitir Djúpvatns- hytta, og er þar seidur þeini ferðamönnum. Vegurinn það- an Já með Djúpavatni, undir brattri hlíð með öræfagróðri. Vatnið frá Djúpavatni fer suð- ur og austur til Guðbrandsdals eftir samfelldum dal, og má heita brekkujaus. I dalnum öllum eru urðarþrep miUi stöðuvatna. Áuðskilið er, hvernig skriðjökull ísaldarinn- ar hefur vikið hór í áföngum og skilið eftir ýtuhlöss sín, sem stifla. Gróður var fyrst líkur og á Holtavörðuheiði, en svo fór að koma birkikjarr. Með- fram vötnunum minnti það á Krosshlíð í Ljósavatnsskarði, en þrepin á Aðaldalshraun, þó granítstórgrýti komi í stað hrauns. — Byggð er þarna á hverju þijepi, þorp af smá kofum úr timbri, „hyttum“, eins og Norðmenn nefna þá. Þarna sáum við líka kýr og geitur, heldur magurleitan fén- að, enda haginn lélegur. Þessir kofar eru flestir sumarbústað- ir efnafólks úr bæjunum suð- ur í landi. Okkur var sagt, að þar væri margt af Oslóbúum á sumrin. Stöku bændur oyggja hér smásel til að selja sumar- gestum mjólk. Góð veiði er tal- in þarna í vötnunum, og lokk- ar hún sumargesti. Einstöku veðurbarðar furur fara að sjást innanum bjark- irnar uppúr urðarholtunum. Brátt verður furan einvöld frá vatni að fjallsbrún og i;m þrepin. Marga tugi km er ek- ið um furuskóga, sem sífellt verða hærri og beinvaxnari. Furan er einvaldsdrottning þarna. Víða sést ekki hájurt á skógarbotni, aðeins berar ldappir og grámosi. Byggðin er lítil í furuskóginum, einstaka smábýli og stöðvar skógar- manna við veginn. Þegar lengra kemur niður í dalinn, þrýtur furuna, og við taka greni og lauftré. Nú er komið í samfellda byggð. í miðjum dal er vatn, álíka breitt og Lögurinn á Héraði. Undirlend- isræma er með vatninu og bæ- ir í brekkulöggum. Flestar brekkur eru skógivaxnar frá bæjaröð til brúna. Sums stað- ar er þó hjalli í hlíðinni og önnur bæjaröð þar. Þessi dal- ur nefnist Ottadalur og er af- dalur Guðbrandsdals, en dal- búar nefna sig Guðbrandsdæli, eins og t. d. Hörgdælir nefna sig Eyfirðinga, Um sólsetrið beygði þussinn inn í trjágöng, Sverari og há- vaxnari bjarkir, en við höfð- um séð áður, sveigðu saman greinar sínar hátt yfir höfði manns, Komið var áður en varði að búnaðarskólanum á Klónesi. Þar var heimili þessara 35 ís- lendinga í sex nætur og fimm daga. Þarng er heimavistar- skóli fyrir §4 bpendaefnj og jafnmörg húsfreyjuefni. Allir nemendur ypru nú i sumar- leyfi. Húsráðendur og skóla- stjórar, Kristine Hoove og Otto Runeger, tóku á móti okkur. Kristine er gift kona og á upp- komin börn, en Otto er ein- hleypur maður á fertugsaldri. Sól skein í heiði að morgni 7. ágúst. Ekki bærðist hár á höfði, og hitinn var 25—30 stig. Þannig var veðrið alla dagana i Guðbrandsdal. „Þið komuð með sólsldnið,“ sögðu heima- menn. Áður hafði verið kald- ara. Annars þykir þar þurr- viörasamt. Við sáum víða um byggðina tæki með löngum gúmmíslöngum til að vökva tún og akra, og varð gosbrunnur á enda. Þetta sást úr mikilli fjar- lægð. Húsin í Klónesi eru mikil og mörg, öll með sama svip, þó sum séu 100 ára en önnur ný- leg, öll hlaðin úr jafnsverum trjám, tjörguð rauðbrún og gluggar hvítir. Þetta kalla þeir „stokkverk“ og er elzta bygg- ingarlag Norðurlanda. Öll eru húsin í sama skógarrjóðri, og sér ekki út úr bæjarþorpinu nema fram á vatnið frá aðal- byggingunni, en þaðan sér vel yfir byggðina. Milli húsanna eru blómabeð og birkigöng. Þessar bjarkir kvað skólastjór- inn mestu prýði staðarins. Þær eru allar teinréttar, tíu til tólf metra háar og sverar sem símastaurar, flestar með lút- andi greinum. Niðandi og foss- andi vatnsmikill lækur fellur milli húsanna. Öllum kemur saman um að hér sé hinn ynd- islegasti dvalarstaður. Sam- ræmi við umhverfið, fegurðar- skyn og smekkur lýsir af öll- um verkum mannanna. Hvergi er tildur eða eftiröpun. Ljúf- mennska og umhyggja fyrir gestunum var óþrotleg og fæð- ið veizlukostur. Við nutum þar kunnáttu húsfreyjunnar, sem er hússtjórnarkennari. Klónes er ekki stórbýli á ís- lenzka vísu, aðeins 15 ha rækt- að land heimavið og 5 ha tún uppi í seli, sem er ofanvið skóga. Að auki er 300 ha skóg- ur, greni og laufskógur að jöfnu. Skógurinn er hér, sem annars staðar, kúahaginn, Skólinn er mjög vinsæli af körlum og konum. Margur bóndasonur tekur héðan heim með sér húsfreyjuefni, Þennan morgun fórum við um þveran dai og yfir vatnið á þrú í mjódd nokkurri. Hand- an við þrúna er ajlbreitt lág- Jendi og stórt sveitaþorp. Þarna er kaupfélag, mjóíkurstöð, samkomuhúe, veitingahús og kirkja, þriðja elzta kirkja 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.