Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 19
Minningarkirkja
að Ljósavatni
Kristján Jónsson
í íslendingabók Ara fróða,
fyrstu bókinni sem rituð var
á íslenzku, er að finna fyrstu
þingræðuna á Alþingi, sem
rituð hefur verið og sett á
bók. Það er ræðan, sem Þor-
geir lögsögumaður og goði
á Ljósavatni hélt að Lög-
bergi sumarið 1000, er
kristni var í lög tekin á landi
hér.
Síðan hafa margar snjall-
ar ræður verið fluttar á Al-
þingi, en fáar styttri en ræða
Ljósvetningagoðans né á-
hrifameiri, því samkvæmt
frásögn Ara réði hún úrslit-
um um það að ríkustu höfð-
ingjar þjóðarinnar brutu od l
af oflæti sínu og féllust á
að láta heilbrigða skynsemi
í stað aflsmunar ráða úrslit-
um á örlagastundu.
Eftir að hafa rakið efni
fyrri hluta ræðunnar, segir
Ari að svo hafi Þorgeiri
mælzt að lokum:
„En nú þykkir mér þat ráð,
at vér látim ok eigi þá ráða
er mest vilja í gegn gangast,
ok miðlum svá mál á milli
þeira, at hvárirtveggju hafi
nakkvat síns máls, ok höfum
allir ein lög ok einn sið. Þat
mun verða satt, er vér slít-
um í sundr lögin, at vér
munum slíta ok friðinn.“
Hér er spaklega mælt og
drengilega. Og væri þá margt
betur með þjóðinni, ef þann
veg hefði oftar mælt verið
á Alþingi bæði fyrr og síð-
ar.
Því rifja ég þetta upp, að
einn minna góðu en gengnu
vina, Kristján Jónsson f.
bóndi í Fremstafelli, sem all-
an sinn aldur ól í nágrenni
hins forna höfuðbóls Ljósa-
vatns, gaf skömmu fyrir
dauða sinn fjárhæð — 10
þús. krónur — í nafni þeirra
hjónanna og skyldi gjöfin
vera fyrsti vísir að sjóði til
þess að reisa á Ljósavatni
minningarkirkju um kristni-
tökuna á Alþingi og þann
þátt, sem Ljósvetningagoð-
inn átti í því að það mikla
örlagaspor í lífi og sögu
þjóðarinnar var stigið. Sú
kirkja á að verða fullgjör
árið 2000.
Kristján bóndi í Fremsta-
íelli var í senn hugsjóna-
maður og sjáandi, sann-
skyggn á framtíðina og var
sem hann vissi af sjálfum
sér með einhverjum hætti
hvað koma ætti og k.oma
hlyti, þegar fylling tímans
væri fyrir hendi. Að því leyti
átti hann eitthvað skylt við
Ljósvetningagoðann, sem sá
fyrir hvert straumurinn
hlaut að falla í þjóðlífinu og
færði að því þau sterku og
skýru rök, sem menn verða
að beygja sig fyrir.
Bóndinn í Fremstafelli
kom fyrstur manna auga á
þá sjálfsögðu kröfu tímans
og sögunnar, að kristnitök-
unnar eigi sérstaklega að
minnast heima á setri Ljós-
vetningagoðans. Annað væri
ekki sæmandi söguþjóðinni.
Og hann kaus að minna á
þetta með drengilegu verki
án yfirlætis eða orðagjálfurs.
Og þessa stuttu ræðu bónd-
ans þar sem hann lætur verk-
ið tala, hygg ég að allir hugs-
andi menn, hvort heldur eru
Þingeyingar eða aðrir, skilji
og finni, að það er jafn
sjálfsagður hlutur að þess-
ari minningarkirkju verði
komið upp, eins og það aö
sólin rísi á morgun. Um svo
augljóst mál er öldungis ó-
þarft að ræða, það ber rökin
í sjálfu sér. Okkar hlutur er
aðeins sá að sjá um fram-
kvæmdina og afla þess fjár,
sem til hennar þarf.
Og engum kemur til hug-
ar að slikt lítilræði sé þjóð-
inni ofvaxið nú. Henni mun-
ar bókstaflega ekkert um
það.
Skipulagsskrá Minningar-
kirkjusjóðsins er þegar sam-
in og staðfest. Biskupsskrif-
stofan veitir framlögum til
hans fúslega viðtöku, enda
mun biskup vera formaður
sjóðsstjórnarinnar. Er þá
eftir nokkru að bíða? Er ekki
bezt að hefjast þegar handa
um að efla sjóðinn, svo að
nann verði hlutverki sínu
vaxinn, þegar tíminn er
fullnaður og kallar á fram-
kvæmdina?
Sveinn Víkingur
jörð, sem heitir Norður-Strönd.
Hjónin þar heita Aune og Rolf
Fritvoll. Húsfreyjan var í seli,
en Hrólfur vann með okkur.
H'.tinn var mjög mikill. Bóndi
stakk í nestisskrínu hvers og
eins flösku af heimaöli. Þetta
norska heimaöl er í senn ljúf-
fengt, nærandi og svalandi. Um
hádegi kveikti bóndi bál og
hitaði ketilkaffi, sem hver
drakk af vild. Skógurirfi á
Norður-Strönd er nær einvörðu
laufskógur með hávaxið og
grannt elri. Allt þetta átti að
fella og setja í þilplötugerð, en
nú var verið að planta greni í
staðinn.
Sp. allið við hjónin á Strönd
beindist til fyrri daga. Hrólfur
á Norður-Strönd var fús að
ræða urn búskap sinn. Rækt-
arland hans neðan brekkna er
aðeins 6,3 ha. Meiri er ekki
landareignin nema snarbratt-
ar skcgarhlíðar upp að sel-
landinu ofar skógum. Landið
neðra fannst honum alltof dýr-
mætt til grasræktar. Þar voru
akrar, kál, rófur og jarðepli,
allt miðað við að fá sem mesta
uppskeru af fermetra. Þarna
var stór aldingarður, ber og
epli. Mesta haustönnin er
„syltetiden“, þegar gerð eru
verðmæti úr berjum fyrir
heimilið og til sölu. Hrólfur
hefur í seli. Þangað er fjögurra
kílómetra leið, beint upp bratt-
ann, en hann hefur rutt þang-
að 14 km akveg. Ræktað land
í selinu er 5 ha tún. Þar er
mestallur heyskapurinn. Þar
var nú um kvöldið allt fólkið
nema bóndi. Bústofninn er tólf
mjólkurkýr og 14 ær. Auk þess
eru geldneyti, sem gengu sjálf-
ala í skóginum allt sumarið.
Húsin á Norður-Strönd voru
byggð um 1880, og eru með
sama svip og bærinn á Strönd.
Ég heyrði, að báðir Strand-
arbændur væru í beztu bænda
röð, byggju báðir á fornum óð-
alssetrum. Meðan við dvöld-
um á Klónesi, fórum við nokkr-
ar ferðir niður í þorpið á
skemmtanir og til verzlunar.
Allur fatnaður virðist vera fast
að helmingi ódýrari en heima,
og dýrtíð öll minni, þótt norska
krónan sé sexfölduð til móts
við þá íslenzku. Þetta hjálpar
bændum til að lifa við lítið
land og lítið bú.
Við höfðum dvalið fimm daga
í Klónesi. — Við kvöddum
Klónes snemma morguns. Sól-
in roðaði hnjúkana, en þoku-
hnoðrar lágu á vatninu. Við
ókum niður héraðið, um ó-
kunnar slóðir. Þoka lukti oft-
ast um okkur. í þessu héraði
gerð'st saga Kristínar Lafrans-
dóttur. Okkur hafði verið sýnd
afstaða sögustaða áður. Það
kemur í huga, að góður skáld-
skapur gefur oftast sannari og
raunhæfari myndir en þurr
sagnfræði. — Ef fornsagna-
höfur.darnir hefðu ekki verið í
senn skáld og sagnfræðingar,
værum við ekki enn í dag að
reyna að staðsetja myndir úr
sögunum.
Dalamót og vegamót eru hjá
bænum Otta. Þaðan liggja
járnbrautir og bílvegir suður
til Oslóar og norður til Þránd-
heims. Bussinn sveigði á norð-
urleið. Skammt höfðum við
farið, þegar gildur maður og
garpslegur stóð á miðjum vegi
og benti okkur að stanza. All-
ir þekktu hann, Ásbjörn okk-
ar Eggan. Hann hafði verið
SAMVINNAN 19