Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 4
Reynsluskóli og framtíðarmál Þróunarsaga samvinnufé- laganna á Norðurlöndum er um margt svipuð, þó svo að ísland hafi alltaf nokkra sérstöðu, vegna fámennis, strjálbýlis og örðugra sam- gangna. í löndunum öllum varð samvinnuhreyfingin þjóðarhreyfing, sem stóð í sambandi við almenna and- lega vakningu. Einn þátfcur þeirrar vakningar var lýö- háskólahreyfingin, annar ungmennafélögin, svo dæmi séu nefnd. Hér á landi varð baráttan fyrir innlendri, frjálsri verzlun einn þáttur sj álfstæðisbaráttunnar. Andlegri vakningu 19. ald- arinnar fylgdi vaxandi fé- lagshyggja og tilfinning fyr- ir samábyrgu bróðurþeli. Slíkri félagshyggju urðu kaupfélögin tilvalið verkefni. í baráttunni fyrir bættum og mannsæmandi lífskjörum reyndust þau vera viturleg, réttlát og hagkvæm úrræöi. í öllum löndunum varð þróunin sú, að stofnuð voru mörg en fremur fámenn kaupfélög. Það var harla eðlilegt þar sem strjálbvli og samgönguleysi mótaði mannlífið. En einnig í hin- um þéttbýlli löndum og jafn- vel borgum, varð hið sama upp á teningnum. Dæmi skal tekið frá Dan- mörku. Danmörk er allra Norðurlandanna ljúfast hvað snertir ýmis grundvall- aratriði mannlegra sam- skípta. Borgir voru snemma allstórar og samgöngur auð- veldari en víðast annars staðar. Þar var fvrsta kauo- féiacrið stofnað 1866. t>ei-n fiöicraði ört, einkum í kring um 1880 og 1890. Árið 1920 voru kaupfélögin í Dan- mörku orðin 1700 og síðar fjölgaði þeim allt upp í 1900. Þrátt fyrir það, að ýmsir leiðtogar samvinnumanna í Danmörku, þar á meðal postuli þeirra og spámaður, Severin Jörgensen, væru ekki ánægðir með þessa þró- un, varð ekki við hana ráð- ið. Jörgensen hélt því fram, að ekki væri ástæða til að kaupfélög í Danmörku væru fleiri en 100, annars yrðu þau of lítil og veik- byggð. Hitt er annað mál. að vitanlega vitnuðu þessi mörgu félög um almenna félagslega vakningu og þjóð- arhreyfingu, og litlu og mörgu búðirnar hentuðu á ýmsan hátt hinni þjóðfé- lagslegu aðstöðu. í Dan- mörku kom það einnig til, að samkvæmt lögum var ekki leyfilegt að stofna verzlun innan einnar og hálfrar mílu fjarlægðar frá kaupstað, þar sem einkaverzlanir voru fyr- ir. Aftur á móti kom í ljós, að það var ekkert til fyrir- stöðu að stofna kaupfélags- verzlun, sem eingöngu verzl- aði við félagsmenn. Árið 1916 voru í Kaup- m.annahöfn og úthverfum hennar 23 kaupfélög, en það ár gengu 16 þeirra saman í eitt. Varð það upphaf þró- unar, sem síðan hefur hald- ið áfram og nú hin síðari ér í miög stórum stíl. í allmörg ár hefur Kaupfélag Kaup- mannahafnar — HB — haft, forustuna í þessum efnum og ýmis smærri félög sameinazt bví. eklci aðeins í höfuðborg- inni, heldur nú hin síðari ár út um allt land, allt til Esbjerg og Álaborgar. Margt hefur stuðlað að þessari þróun, en fyrst og fremst hörð og vaxandi sam- keppni fjársterkra verzlun- arhringa og keðjuverzlana, sem stuðzt hafa í mörgum tilfellum við erlent fjár- magn. Ný tækni og kunnátta á mörgum sviðum hefur gert þetta kleift og meira en það: í landi eins og Dan- mörku mjög auðvelt. Árið 1962 var sameining kaupfélaganna í Danmörku rædd á aðalfundi danska samvinnusambandsins, FDB. Árið eftir var kosin nefnd samvinnuleiðtoga og fræði- manna til þess að rannsaka þetta mál og koma með raunhæfar tillögur. í janú- ar 1964 voru tillögur og álit nefndarinnar viðurkenndar af danska Sambandinu og það tók í fullri alvöru forustuna. Tillögurnar voru ekki smátækar. Þar er gert, ráð fyrir því að innan tíðar verði öll kaupfélög landsíns sameinuð í eitt: Kaupfélag Danmerkur, og að þessu <?r nú unnið af fullum krafti. Ekki dettur Dönum í hug að þetta verði gert með einu átaki og allt í einu. Þau kaupfélög, sem heldur vilja starfa sjálfstætt á meðan þau hafa bolmagn til, fá vit- anlega að gera það. Ráðstaf- anir eru gerðar til þess, að kaupfélagsfólkið geti varð- veitt samstöðu sína og fé- lagshyggju umhverfis nýjar stórbúðir og vöruhús. Mark- miðið er að nota til hlítar tækni og vinnuhagræðingu til gagns og nytsemdar fyrir kaupfélagsfólkið, en varð- veita og hlúa að félags- hyggju og samstarfi eftir sem áður. Vinnubrögð dönsku sam- vinnuleiðtoganna, hvað snertir þetta mál allt, eru harla athyglisverð. Þeir rannsaka málið frá grunni. Þeir gera sér glögga grein fyrir félagslegri og efna- hagslegri aðstöðu kaup*é- laganna eins og hún er í dag. Þeir gera sér grein fyrir framtíðarhorfum um þróun efnahagsmála, fólksfjölgun, hvar og hvernig byggingu nýrra íbúðarhverfa verður bezt fyrir komið, hvernig aðstaða bændanna verður bezt tryggð. Þeir leita til hinna færustu manna um allar rannsóknir og áætlan- ir, manna, sem hafa reynzlu þekkingu og framsýni. Nefndin sparar hvorki tíma né erfiði og skilar störfum á ótrúlega stuttum tíma. Landinu öllu hafa þeir skipt niður í 7 umdæmi eða hverfi. Hvert hverfi hefur eina vörumiðstöð, sem sér kaupfélögunum fyrir vörum, hver í sínu umdæmi. Þeir gera sér grein fyrir, hvar skuli byggja vöruhús og stórbúðir og hvar henti bet- u r smærri verzlanir. Þeir vita með mikilli nákvæmni hvað verzlun má vera minnst til þess að geta veitt full- komna þjónustu og staðið á traustum fjárhagslegum grunni. Og mitt í öllu þessu sem varðar fjárhagslegar fram- kvæmdir, gleyma þeir eng- sn veginn félagsmálunum. í Framh. á bls. 27. 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.