Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 17
UNDUR VERALDAR Hofið í Efesos Krösos Lýdíukóngur, sem átti drjúgan hlut aff byggingu Efesos- hofsins, á bálkesti þeim, er sagan segir að Kýros Persakóngur hafi látiff gera honum aff unnum sigri í styrjöld þeirra á millum. Sama sögn segir, aff Kýros hafi séff sig um hönd á síffustu stundu og gert hinn sigraffa peningajöfur aff ráffgjafa sínum. — Myndin er grískt vasamálverk fornt. Partí af því tagi, sem þessi forngríska mynd sýnir hefur áreið- anlega veriff algengur viffburður hjá hinum holdlega sinnuffu bisnissmönnum Efesosborgar. — Þrír veizlugestir liggja viff borff- in og virffast komnir vel í kippinn. Kvenmaffur leikandi á flautu kemur í staðinn fyrir radíógrammófón, og nakinn unglingur ánauðugur bíður þess reiðubúinn aff ausa í skálar gestanna úr kerinu, sem blandaff hefur veriff í, Eitt þeirra sjö undra, er mest þótti koma til í fornöld, var Artemishofið í Efesos, grískri nýlenduborg á vest- urströnd Litlu-Asíu eða Ana- tólíu, sem nú er og hefur lengi verið kjarni hins tyrk- neska ríkis. Um þrjú þúsund ára skeið — lauslega áætlað — voru strandhéruð þessa skaga, að minnsta kosti vest- an til, að mestu byggð grísku fólki, en þegar Grikkjum og Tyrkjum lenti saman í ófriði uppúr fyrri heimsstyrjöld, var það næstum allt neytt til að flýja land. Hafa slíkar landhreinsanir mjög verið í tízku á þessari öld. Hof það, sem hér um ræð- ir, var hið r tærsta og skraut- legasta sinnar tegundar í hinum forn-gríska heimi. Hofin í Grikklandi sjálfu voru svipuð á stærð og marg- ar dómkirkjur Vestur-Evr- ópu. Hið fræga Parþenon er til dæmis áb'ka stórt og Frú- arkirkja í Kaupmannahöfn. En Artemishofið var helm- ingi stærra. Það var 220 feta breitt, 425 feta langt og var borið uppi af 127 súlum, er voru 60 feta háar. Þetta segja að minnsta kosti rit- höfundar fornaldarinnar og bæta því við, að heil fjöll hafi verið brotin niður í undir!'töðurnar. Þeir segja einnig furðulegar sögur um allt það óhemju bjástur, sem byggingameistararnir urðu á sig að leggja til að koma hin- um voldugu steinblökkum frá steinnámunum og í hús- grunninn. Raunar hefur þetta forn- gríska hof ekki verið neitt ofboðslegt mannvirki á mælikvarða nútímamanna, og jafnvel ekki Rómverja heldur, ef maður hefur i huga Colosseum þeirra og musterisbyggingar í Balbek i Sýrlandi. En Artemishofið var eldra miklu og hafði hlotið .°ína frægð löngu áður en hin voru reist. Var byrj- að að reisa hofið einhvern tíma miHi 600 og 550 fyrir Knst burð. Svo er að sjá, að auðmenn allra tíma séu jafn fíknir í að stuðla að byggingum guðshúsa til styrktar velferð sinni, tímanlegri eða eilífri, því að allar súlurnar, 127, voru gjöf frá Krösosi Lýdíu- konungi, einum frægasta peningamanni sögunnar. Þetta segir Heródót í mann- kynssögu sinni, og fornleifa- fræðingar hafa sannað mál hans. Á einn bútanna, sem fundist hafa af súlunum, er skráð með grísku letri: Þessa súlu hefur Krösos konungur gefið. Stúfur sá er nú í British Museum í Lundúnum. Ljóst er af framansögðu, að umrætt hof var einhver fyrsta steinbyggingin, sem Grikkir reistu og má teljast mikið afrek að takast skyldi að koma upp slíku húsbákni, meðan menn höfðu enga reynslu í að byggja úr steini. Má því ætla, að bygginga- meistararnir hafi sótt fyrir- myndir sínar út fyrir gríska heiminn. Enda þótt aðeins mjög lítilfjörlegar leifar hafi varðveizt af hofinu, benda einnig þær til slíkra fram- andi áhrifa. Venjuleg grísk hof voru aðeins með eina röð súlna umhverfis hofhúsið. í Efesos ítilltu þeir hins vegar upp tveimur röðum á hvora hlið og þrem eða fjórum til beggja enda. Slíkur skógur af risasúlum hlaut að vera áhrifamikill fyrir hvern gest. En þess háttar sálfræði var grískum arkitektum óeigin- leg, en öðru máli gegndi um Persa. Konungahallir þeirra voru einmitt slíkir súlna- skógar. Þetta má ef til vill kallast ólíklegt, því Efeso3 er harla langt frá Persíu, einkum á mælikvarða fornaldarinnar. En hafa verður það í huga, að þessi borg var ein af myndarlegustu verzlunar- stöðum sinnar tíðar og öðl- aðist einmitt auð sinn eink- um á viðskiptum við innlönd Asíu. Þar að auki var hún staðsett mitt á milli Míletos og Smýrnu, annarra tveggja stær tu borga Jóníu, eins og hinar grísku byggðir í Lítlu- Asíu voru þá nefndar. Þess- ar borgir höfðu prýðilega af- stöðu sem viðskiptamið- stöðvar milli Evrópu og Asíu, en kaupskapur milli þessara tveggja heimsálfa er áreið- Framh. á bls. 30. SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.