Samvinnan - 01.03.1966, Síða 5
. . . Mér eru Færeyingar frá barns-
árunum minnisstæðir sem góðir og
drenglundaðir menn, og ég varð
ekki var við annað en þeir varð-
veittu þessa góðu eiginleika enn,
þótt yfir 40 ár séu liðin síðan ég fékk
að róa skipsbátunum þeirra . . .
Landslag í Færeyjum.
yfir 40 ár séu liðin síðan ég
fékk að róa skipsbátunum
þeirra.
— Hvað virtist þér um lífs-
kjör fólksins?
— Ég gat ekki betur séð en
fólkið lifði góðu lífi. Athafna-
líf er mikið í Færeyjum og
fólkið starfsamt. Mest er at-
hafnalífið í kring um sjávar-
útveginn sem eðlilegt er. Hins
vegar varð ég var við, að fær-
eyskir útgerðarmenn líta það
alvarlegum augum, hve marg-
ir Færeyingar ráða sig til
starfa erlendis, aðallega á ís-
landi, Noregi og Danmörku.
Sjálfir eiga þeir erfitt með að
gera út fiskiskip sín vegna
fólkseklu. En það mun vera
svo með eyjabúa yfirleitt, að
þeir leita mikið utan og ættum
við íslendingar manna bezt
að skilja það.
Færeyingar byggja mikið af
sínum fiski- og flutningaskip-
um sjálfir. í október s.l.
hleyptu þeir af stokkunum
nýju flutningaskipi, sem hlaut
nafnið m.s. Arnatindur og er
það 700 lestir DW og 53,80 m
langt. Skip þetta hefur flutt
síldarmjöl frá íslandi og fer
Skipadeild SÍS með umboð fyr-
ir það hér. Sömu dagana og ég
var í Færeyjum var þar skips-
höfn af íslenzku skipi, m.s.
Halkion frá Vestmannaeyjum,
en skipið var í slipp í Þórshöfn.
— Hvernig er borgarbragur
í Þórshöfn, fljótt á litið?
— Þórshöfn er tæplega 9
þúsund manna bær og mun
sennilega vera minnsta höfuð-
borg nokkurs lands. Þar er
kvikmyndahús, leikhús og
danssamkomur eru þar vitan-
lega, en veitingahúslíf mun
ekki vera mikið. Sterkt öl og
vín fást þar ekki, en menn
geta pantað áfenga drykki ut-
anlands frá, eins og þeir vilja,
en sú kvöð fylgir því, að menn
hafi áður greitt skatta sína
og önnur opinber gjöld. Áður
fyrri fengu menn ekki að gifta
sig fyrr en þeir höfðu eignast
þak yfir höfuðið, en sú regla
gildir ekki lengur.
Vegna fámennis vantar Þórs-
höfn vitanlega margt, sem höf-
uðborgir annarra landa stæra
sig af. Þó var Hótel Föroyjar,
sem ég bjó á, prýðilegt í alla
staði og beini góður.
— Hvað viltu segja okkur
almennt um þjóðina og landið?
— Ég kann vel við Færey-
inga sem þjóð, eins og ég hefi
áður sagt. Fyrrum klæddust
Færeyingar þjöðbúningum
sínum, en þeir eru að hverfa
eins og þeir hafa horfið hér.
Helzt sér maður eldri menn á
götum í þjóðbúningum. Hins
vegar halda þeir enn ýmsum
gömlum siðum eins og t. d.
þjóðdönsunum og þjóðkvæð-
unum, sem þeir syngja hástöf-
um á meðan þeir dansa.
Landið er mjög hálent, víða
þverhnípt björg í sjó niður.
Færeyjar eru að flatarmáli 1440
ferkílómetrar, en til saman-
burðar má geta þess, að ís-
land er 103.000 ferkílómetrar.
Og Færeyingar eru aðeins tæp
40 þúsund.
Þar sem ég var í Færeyjum
um hávetur, sá ég ekki landið
í sumarskrúða. En ég hefi siglt
fram hjá Færeyjum að sumar-
lagi og séð eyjarnar rísa hátt
úr sjó grasi grónar frá efstu
•hlíðum og niður í sjávarmál.
Það er tignarleg og fögur sjón.
Sólarlaginu er við brugðið i
Færeyjum og mun ekki ólíkt
því sem víða er hér á landi,
en þá fegurð þekkja allir svo
vel, að ég þarf ekki að lýsa
henni.
— Hvernig búa Færeyingar
að opinberum stofnunum?
— Þú getur nú nærri að með
svo stuttri viðdvöl sem ég hafði
gat ég ekki kynnt mér nema
fátt eitt af því sem er að sjá
og heyra i Færeyjum, þar sem
erindið var þá líka fyrst og
fremst viðskiptalegs eðlis. En
ég kom í skólann í Hoydalar
nokkuð utan við Þórshöfn.
Færeyingar kalla skólann
„stúdentaskólann“. Þetta er
þeirra menntaskóli og stendur
á mjög fallegum stað. í ná-
grenni skólans hafa Færeying-
ar fyrir allmörgum árum
plantað skógi, sem þrífst vel
og er til mikillar prýði.
Skólahúsið er alveg nýtt og
er verið að leggja síðustu hönd
á það. Allt er þar nýtízkulegt
og virðist vel fyrir komið,
kennslustofur rúmgóðar og
bjartar og í fyrstu stofunni
sem ég kom inn í hékk kort af
íslandi á veggnum. Góður leik-
fimissalur og böð eru í skól-
anum, sem er heimavistarskóli.
Nýtt og myndarlegt sjúkra-
hús hafa Færeyingar byggt í
Þórshöfn og þar starfrækja
þeir að sjálfsögðu einnig sjó-
mannaskóla.
Þá skoðaði ég þjóðminja-
safn Færeyinga og eru marg-
ir munir þar svipaðir og á
Þjóðminjasafninu hér. Vað-
steinar, askar, drykkjarhorn,
kyrnur og keröld. Safnið er í
þröngum húsakynnum, en úr
því er nú verið að bæta með
viðbyggingu.
1 sama húsi er Landsbóka-
safnið. Þar er mikið af bók-
um og ég sá að safnið er
áskrifandi að Samvinnunni.
— Já, mér þótti það mjög
ánægjulegt, þegar ég fékk bréf
frá bókaverðinum í vetur og
•hann bað um áskrift að Sam-
vinnunni.
— Já, spurningin er hvort
íslendingar ættu ekki að sýna
Framh. á bls. 27.
SAMVINNAN 5