Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.03.1966, Blaðsíða 7
mörkinni þykir fangelsisvist verri en dauði! Quot homines, tot sententiae, þér kannizt við það, séra. Hvað mér sjálfum viðvíkur, er ég andvígur hvers- kyns afskiptasemi um siði inn- fæddra." Rödd yfirvaldanna, hugsaði kristniboðinn. Majórinn kærði s’g ekki um að lenda í stælum við Aúdhalana sökum þess að þeir sáu Suður-arabíska út- boðsliðinu fyrir ágætum nýlið- um. Einsog venjulega var sneitt framhjá öllum óþægindum, þótt svo að það væri gert á kostnað réttlætisins. Um kvöldið tók hann sér á hendur gönguför um Dikkan. Hann gerði sér vonir um að sjá Súleiku og Alí Baksj dansa við vini sína, en varð fyrir von- brigðum. En það var meiri er- ill á staðnum en vant var í arabískum þorpum. Hinir fáu íbúar virtust of önnum kafnir tilað gefa sér tíma tilað glápa á hvíta aðkomumanninn. Á kamelsvæðinu voru menn við gröft, en margt fólk horfði þögult á. Þeir voru að grafa tvær holur með fárra feta millibili í brúna, harða jörð- ina. Holurnar minntu Mr. Tomlinson á grafir. Hann vissi, að Aúdhalar grófu sína dauðu ætíð í uppréttri stellingu og létu þá snúa andlitinu í átt- ina til Mekku. Hann þorði ekki að spyrja neins: að dómi Araba er for- vitni versti ósiðurinn. En hann horfði á úr fjarlægð. Þetta var undarlega valinn staður tilað iarða lík. Hversvegna voru þau ekki jörðuð í þorpskirkjugarð- inrnn á bakvið moskuna? Síðustu geislar sólarinnar lituðu eyðimörkina bleikrauða. Þegar eftir sólarlagið kom Arabi einn aðvífandi með tvo kamela í taumi, dökka og skuo-galega einsog nóttin var siálf. Á miðju auða svæðinu stöðvaði hann dýrin og lét bau kr.iúpa á kné. Þungir sekk- ir voru teknir af beim og hellt úr beim á jörðina. Eitt and- artak heyrðust dumbir skruðningar, einsog þegar hvolft er úr kolapokum. Kol? Innihald sekkjanna mvndaði lít'nn pvramída, sem var fölhvítur og einhvernveg- inn uggvænlegur. Einn við- staddra laut niður, tók eitt- hvað úr pvramídanum og kastaði í áttina til grafanna. Eólkið hló, en hláturinn virt- ,et fremur bvingaður. Þá varð Mr. Tomlinson Ijóst, hvað hann hafði verið að horfa á. Það var verið að undirbúa réttarhöld með grjótkasti. Hann fann til velgju og gekk áleiðis til tjaldsins, sem hann bjó í ásamt Grant. Grant var þar fyrir. Hann sat framaná herbúðarekkju sinni með viskíflösku í ann- arri hendi, reykti pípu og skrafaði við Abdúl Kan Aúdhalí, Sjeik-el-Aval í Dikk- an. Abdúl Kan var þybbinn, skeggjaður Arabi með leiftur í auga. Hann var klæddur kakiskyrtu og einskonar kilti úr heimaunnum dúk í skær- um litum. Bjúghnífurinn í silf- urskreytta leðurhulstrinu rauða, sem hann bar framan á sér, var eina merkið um tign hans. Mr. Tomlinson hafði fengið áheyrn hjá honum í fyrri heimsókn sinni til Dikkan. Honum hafði ekki geðjast sér- staklega vel að höfðingjanum, þessum brosmilda manni, sem kunni takmarkaða ensku og var sólginn í enska vindla. Þessa stundina var hann að reykja einn þessara vindla, og kristniboðann grunaði að krúsin, sem hann drakk úr, innihéldi eitthvað sterkara en te. Nú reis hann á fætur, hneigði sig og bauð gestinum stól af allri kurteisi eyðimerk- urarabans. Mr. Tomlinson lét sem hann sæi ekki stólinn, en sneri sér að Grant. í ljósi eldingarlamo- ans virtist andlit hans hvítt og hver dráttur strengdur. „Þeir eru að undirbúa grjót- réttarhald! Þér verðið að stöðva þá.“ Það varð þögn um stund. Glaðværðin var horfin úr and- liti Abdúls Kan; nú var það einsog sviplaus gríma úr striga. Og andlit Grants var eins tján- ingarlaust og Arabans er hann svaraði. „Ég get ekkert gert. Vinur minn, Sjeik-el-Aval í Dikkan, hefur sagt mér allt af létta um málið. Það liggur ljóst fyr- ir, og nú verður Alla að gera út um það.“ „Þetta er guðlast!" hrópaði kristniboðinn. „Ætlið þér að láta sem þér trúið að grimmd- arfull morð af þessu tagi séu drýgð með vilja Guðs?“ Grant horfðist í augu við hann, andlit hans ósnortið eins og eyðimörkin. Það var Aúdh- alinn, sem næstur tók til máls, og það var sáttavilji í rödd hans. „Sjáið nú til, Sahíb. Þessir tveir unglingar brutu eina hina mikilvægustu af laga- reglum Aúdhala. Faðir stúlk- unnar hafði lofað henni kaup- manni frá Múskat, af Hassani- ættbálknum. Hann verzlar með perlur og er ríkur maður, á margar skútur. En hún var sDillt, flenna sem vildi ekki lúta vilja föður síns. Hann lok- aði hana inni, en hún grét í marga daga og vildi ekki neyta matar, og þá kom elskhugi hennar — ungur maður af bessum ættbálki — og stal henni einsog hver annar þjóf- ur. Þau flýðu, en voru elt á fótfráum kamelum og náðust, bar sem þau höfðu falið sig í helli. Þau börðust einsog hlé- barðar — stúlkan ekki síður en pilturinn — og tveir menn voru stungnir áður en tókst að yfirbuga þau. Þetta var illur glænur og er dauða verður“ Kristniboðinn greip andan^ á lofti. Hann varð grininn af nýrri hugdettu og skelfilegr. „Hvað heita þau?“ „Súleika, dóttir Ómars Haíb- an skútusmiðs, og Alí Baksi. sem er fiárhirðir. Hví spyrjið bér. Sahíb?“ ..Ég þekki bau — eða sá þau að minnsta kosti síðast begar é" var hér. Þau eru ekki nema börn! Og hvað hafa þau gert af sér? í Englandi . . .“ .Við erum ekki í Englandi," tók Grant kuldalega framí fyr- ir honum. „Séra, það skynsam- leeasta. sem þér getið gert í bes«u tilfelb, er að sletta yður elrki framí betta. Ef þér reynd- uð að grípa frami aang mál- anna. gæti það leitt af sér bióðsúthellingar milli Aúdhala og Hassana og umstang og Framh. á bls. 28. SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.