Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.03.1966, Blaðsíða 21
SAMVINNUMENN THORSTEN 0 D H E Fæddur 24. apríl 1892 Gestkoma þykir ekki lengur miklum tíðind- um sæta í sveitum landsins. Oðru máli var að gegna á fyrstu áratugum aldarinnar, á meðan fáferðugra var. Þá þóttu tíðindi, er gesti bar að garði. Hitt var óráðnara, hversu gestir urðu mönnum minnisstæðir, þegar frá leið. Sumarið 1936 ferðaðist um mikinn hluta landsins sænskur samvinnuleiðtogi, Thorsten Tdhe og kom víða við. Fylgdarmaður hans og túlkur, ef á þurfti að halda, var Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri. Thorsten Odhe var einn þeirra gesta, er ógjama gleymdust, þótt kvatt hefði. Kom þar til óvenjulegur persónuleiki, ljúfmannleg framkoma, gáfulegt, vökidt og leitandi gestsauga og erindi það, er hinn framandi ferðamaður átti við landsmenn. Hann var þá ritstjóri við sænska samvinnu- blaðið Kooperatören og var til Islands kominn til þess að safna efni í bók, sem koma skyldi út í Svíþjóð um sam- vinnuhreyfinguna á íslandi. Efnis safnaði hann með því móti, að skoða mikinn hluta landsins, heimsækja samvinnufyrir- tæki og tala við fjölda fólks, jafnt leiðtoga sem óbreytta liðs- menn, auk þess sem hann aflaði sér skriflegra, sögulegra heim- ilda. Árangurinn varð bók sem hann skrifaði og út kom í Stokkhólmi 1937 og bar nafnið Det modema Island, og í ís- lenzkri þýðingu Jóns í Yztafelli 1939, Samvinnan á íslandi. Bók Thorsten Odhes vakti mikla athygli, bæði hér á landi og erlendis og er það bezta sem skrifað hefur verið um sam- vinnuhreyfinguna á Islandi fyrir erlenda lesendur. Síðar kom bókin út á ensku í Bandaríkjunum, aukin og yfirfarin af höf- undinum. Eftir ferð sína til Islands 1936 var Thorsten Odhe bundinn landi og þjóð sterkum vináttuböndum. Hann eignaðist hér fjölda vina og vináttu sína við þjóðina hélt hann áfram að rækja, með því að sitja sig ekki úr færi ef gafst, til þess að taka tali jjá Islendinga, er til Stokkhólms komu og áttu erindi við sam- vinnuhreyfinguna þar, og miðla þeim af örlæti hjarta síns. Thorsten Odhe andaðist 12. desember 1965. Hann fæddist 24. apríl 1892. Eftir stúdentspróf stundaði hann nám við há- skólann í Gautaborg og lagði einkum stund á hagfræði. Mjög snemma varð hann þekktur fyrir greinar sínar í dagblöðum og hagfræðitímaritum, en árið 1924 gerðist hann fastur starfs- Dáinn 12. desember 1965 rnaður hjá sænska Samvinnusambandinu, KF. Ritstjóri Kooperatören var hann frá 1932 til 1948, forstjóri Alþjóðasambands samvinnu- manna 1948 til 1951, fulltrúi jæss hjá Samein- uðu þjóðunum 1947 til 1951 og sérfræðingur í hagfræði við evrópískt sendiráð Bandaríkj- anna í París 1952 til 1953. Ævistarf Thorsten Odhes má með sanni segja að væri tengt samvinnuhreyfingunni. Hann var með afb igðum afkastamikill rit- höfundur, skrifaði n. 1. 30 bækur um sam- vinnuhreyfingu ýmsra landa og um hagfræði. Þekking hans í þeim fræðum var næstum ótæmandi og starfsþrek hans og iðjusemi með afbrigðum. Hann var allra manna vinsælastur og hvers manns hugljúfi. Hann bjó yfir djúp- stæðri þekkingu á bókmenntum og skáldskap og fékkst sjálfur við að þýða erlend ljóð á sænsku, en birti þau hins vegar ekki. Þegar ég hitti Thorsten Odhe og átti við hann löng sam- töl 1962, var hann mjög farinn að heilsu, átti erfitt með gang og sjónin orðin mjög döpur. Þrátt fyrir jiað mætti hann á skrif- stofu sinni hvem dag og vann eins og víkingur. Lét einn af vinum hans svo um mælt, að ef hann þá hætti störfum fyrir KF, mundi þurfa ])rjá venjulep;a menn til þess að afkasta því sem hann gerði. Var þar einkum um að ræða skýrslugerðir og up|)- lýsingar til hins opinbera og svo til erlendra aðila, á vegum KF. Honum var mjög hugleikið að tala um ísland, vissi glögg deili á mönnum og málefnum og átti sér heita þrá að heimsækja á ný land og þjóð. Thorsten Odhe er ógleymanlegur öllum sem kynntust hon- um. íslenzkir samvinnumenn hafa ástæðu til að minnast hans með jjakklæti og virðingu. Thorsten Odhe var raunsær hugsjónamaður. Hann gerði se'r og öðrum glögga grein fyrir skuggaliliðum mannlegra við- skipta og án jiess að vera svartsýnn, og sá í samvinnuhreyf- ingunni möguleika til úrlausnar margra vandamála í sambúð jjjóðaima og sambúð stétta og borgara innan hvers þjóðfélags. Hann lýsti up]) myrkur vandamálanna með kastljósi samvinnu- hugsjónarinnar. Á bókmerki Odhes, standa þessi orð: „Ég tel aðeins sólskins- stundir þínar.“ P. H. J. Atómfjöll Framh. af tals. 3. á grundvelli jafnréttis og' bræðralags, stendur í miðjum dal á milli atomfjalla hinna blokkanna og hefur sannað svo ekki verður um deilt að það er hægt að framkvæma réttlæti í samskiptum frjálsra manna, ef þeir hafa þroska til jafnréttis og bræðralags. Engin mannanna verk eru fullkomin. Þeim sem stjórna samvinnufélögum getur mistekizt. En grundvallarreglur þær, sem samvinnufélögin byggja starfsemi sína á eiga að baki sér meira en hundrað ára reynslu. Á þeim tíma hafa þær ekki breytzt svo teljandi sé, svo þrauthugsaðar, réttlátar og viturlegar eru þær. Ef breiðfylking menntaðara og hugsandi ungra manna og kvenna, sem sjá og skilja hvernig heims- málunum er komið, byggja á þeim nýja siðabótahreyfingu, endurbæta þær, ef þeir geta og færa þær út til æ fleiri sviða, er það ein af sárafáum vonum mannkynsins um réttlæti, frið og frelsi. Páll H. Jónsson. SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.