Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Page 14

Samvinnan - 01.03.1966, Page 14
Þannig' er ætlað að Akrópólis, háborg Aþenu, sem um langan aldur hefur verið nokkurskonar tákn vestrænnar menningar, hafi litið út á blómatímum borgarinnar. Líkt og gríska leikhúsiS (sjá grein í Samvinnunni 9. tbl. 1965) lagði grundvöllinn að leikmennt Vesturlandaþjóða, þá var skáldrisinn Bskýlos (525—456 f. Kr.) faðir gríska leikhússins. Tímar hans, fjórða öldin fyr- ir Krists burð, voru þeir dá- samlegustu sem Grikkland hefur lifað. Árásum Persa á landið var hrundið og sigrun- um fylgdu ráð yfir siglingum og verzlun á austanverðu Mið- jarðarhafi. Þeim ítökum fylgdu auður og uppgangur hinna grísku borgríkja, einkum Aþenu, sem líka hafði átt hvað mestan þátt í að buga dátamúg Sersesar. En miklu stórfenglegri voru þó menning- arsigrar þessarar borgar, sem fylgdu í kjölfar hinna hern- aðar- og efnahagslegu; þeir eiga sér naumast líka á nokkru tímabili sögunnar. Á sárafáum áratugum tókst Aþenu, sem þá hafði aðeins rúmlega hálfu fleiri íbúa en Akureyri nú (þá eru að vísu aðeins taldir frjálsir menn) ekki aðeins að verða stórveldi á sjónum, heldur einnig að vinna slík afrek í höggmyndalist, að reisn þeirrar kúnstar hefur ef til vill aldrei verið meiri, skapa hin fegurstu stórvirki í arki- tektúr, gera ritun sögunnar að vísindagrein, fóstra heimspek- inga, sem enn eru mönnum andleg leiðarljós og þess utan þrjá snillinga í leikritun, hverra verk eru grundvöllur þeirrar listar æ síðan. Eskýlos var þeirra elztur (hinir voru Sófókles og Evrí- pídes), fæddur í Elevsis í ná- grenni Aþenu, en í þeirri borg voru frægar launhelgar, aðal- lega tileinkaðar móðurgyðjunni Demetru, sem samkvæmt sumum heimildum var móðir Díonýsosar, en grímudansar þeir og söngvar, sem um hönd Leikliúsið í Del'fí var byggt á fjórðu öld fyrir Krists burð, og hefur staðist tímans tönn betur en flest önnur frá þeim tíma. Það tók fimm þúsund áhorfendur í þrjátíu og fimm sætaraðir. Enn þann dag í dag eru tragidíur Eskýlosar og annarra forn- skálda settar þar á svið. voru hafðir við dýrkun hans, eru einmitt taldir undanfar- ar leikiistarinnar. Demetru- dýrkunin var mjög tengd hug- myndum um hreinsun, sál, ör- lög og undirheima. Fyrsta leikrit — af þeim sem varðveitst hafa - Eskýlosar get- ur raunar naumast kallast því nafni — í því var kórinn meg- inatriði. Annað leikrit hans, Persarnir, sem er yngra, er einnig einfalt í sniðum, en hef- ur þó á sér greinilegan drama- tískan svip. Það fjallar um ó- farir Persa fyrir Grikkjum í styrjöld þeirri, er þá var ný- afstaðin og Eskýlos sjálfur hafði tekið þátt í; meðal ann- ars hafði hann barizt við Maraþon og Salamis, en engin staðaheiti nefna Grikkir með meira stolti. Leikritið ein- kennist að vísu mjög af sig- urhrósi því, sem Aþeningar voru þá þrungnir af og vakti þeim kjark til dæmalausra snilidarverka, en hins vegar gætir hvergi þjóðernishaturs eða meinfúsrar kæti yfir óför- um óvinanna; þvert á móti er tekið á Persunum með samúð og meðaumkvun. Þetta atriði ber vott um stóran og göfugan hug manns, sem hafði séð hina austrænu múga kvista olívu- tré ættbyggðar sinnar og brenna sjálf hof guðanna á Akrópólis. Svið leiksins er torgið fram- anvið höll Persakonungs í Súsa. Kórinn, sem í þessu tilfelli fer með hlutverk persneskra ráðs- öldunga, er áhyggjufullur vegna herferðar Sersesar kon- ungs til Grikklands og Atossu móður hans hefur dreymt illa. Hámarki nær spennan í leikn- um þegar sendiboði kemur á vettvang og iýsir á áhrifamik- inn hátt tortímingu persneska flotans við Salamis. Að síðustu kemur konungur sjálfur á vett- vang, illa til reika eftir ósig- 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.