Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Side 15

Samvinnan - 01.03.1966, Side 15
Myndin sýnir einn sögulegasta viffburð Órestíunnar, er Órestes hefnir föður síns með þvi að drepa Egistos. Áhrif þessa stórbrotna verks niður í gegnum aldirnar má marka af því, að sumir frægustu leikritahöfundar nútímans, eins og O’Neill og Anouilh, hafa notað efni þess í sum þekktustu verka sinna. Að ofan lengst til vinstri: Eskýlos. Til hægri við hann: Dórísk lágmynd af Aþenu, verndargyðju Aþenuborgar, se'm lætur mjög að sér kveða í Órestíunni. Lengst t.h.: Sæti æðstaprests í Díonýs- osarl'eikhúsinu í Aþenu, ríkulega skreytt, gagnstætt því sem var um almenningssæti í hinum forngrísku leikhúsum. urinn, sem er refsing guðanna fyrir þann hofmóð Sersesar, er hann sýndi með því að brenna hof Aþeninga. í Persunum verður tilraunar til persónusköpunar lítt vart, en hún kemur greinilega fram í Prómeþeifi, sem af sumum er talinn stórbrotnasti harmleik- ur fornaldarinnar. Verk þetta var upphaflega þrjú leikrit samantengd, en aðeins hið fyrsta þeirra hefur varðveitst til þessa dags. Prómeþeifur er jötunn (títan), sem skáldið gerir að tákni hins eirðarlausa leitandi huga mannsins, sem stöðugt vill svipta hulunni af nýjum og nýjum leyndardóm- um alheimsins. Prómeþeifur færir mönnunum eldinn, eitt helsta grundvallaratriði sið- menningarinnar, og margt fleira. En þá vaknar hin eilífa spurning um blessun eða bölv- un menningarinnar; hvort aukið vald mannsins yfir nátt- úrunni raski ekki ævafornu^ samræmi hennar. Seifur yfir- guð er fulltrúi þess samræmis; hann lætur sér ekki nægja að gera Prómeþeif útlægan, eins og Jehóva starfsbróðir hans þau Adam og Evu við hliðstætt tækifæri, heldur bindur hann við klett í Kákasus, þar sem hann býr við hinar hryllileg- ustu pínslir. Frægasta verk Eskýlosar er þó Órestían svokallaða, þrír harmleikir samantengdir. í því verki nær dramatísk túlkun skáldsins hámarki, spennan er mikil og persónur dregnar skýrum dráttum. í fyrsta leikn- um, sem ber heitið Agamemn- on, segir frá heimkomu þessa .herkonungs frá Tróju. En drottning hans Klýtemestra og friðill hennar Egistos myrða hann í hefndarskyni fyrir dráp Ifigeníu, dóttur konungshjón- anna, sem Agamemnon hafði fórnað sér til brautargengis í herferðinni. Hámarki sínu nær leikurinn er Klýtemestra stendur blóði drifin og með brugðið sverð yfir líki manns síns og hælist um. Öldungar ríkisins (kórinn) hóta henni útlegð, en hún spyr á móti, hvort þeir hafi gert Aga- memnon útlægan er hann fórnaði ífigeníu. Öldungarnir hóta Egistosi þá að hann skuli grýttur til bana, en drottning svarar þeim með hæðnishlátri: „Kærðu þig kollóttan um gjamm þessara greyja," segir hún við ástmann sinn. Annar hluti Órestíunnar fjallar um hefndir þær, er komu fyrir víg Agamemnons. Börn hans, Órestes og Elektra, mætast við gröf hans. Appolló hefur boðið Órestesi að hefna föður síns, enda er það skylda hans, en til þess verður hann að drepa móður sína, sem er synd. Blóð hrópar á blóð, hefndar verður hefnt. Persón- urnar eru rammflæktar í neti örlaganna; vegir guðanna ó- rannsakanlegir. Órestes gerir skyldu sína og drepur bæði móður sína og Egistos. í upphafi þriðja hluta verks- ins, sem ber heitið Evmeníð- urnar, hefur vofa Klýtemestru spanað refsinornirnar — erinj- urnar — til ofsókna á hendur Órestesi, sem leitar hælis í helgidómi Appollós í Delfí. Honum er þó ekki vært þar að heldur, og ráðleggur Appolló honum þá að leggja mál sitt undir dóm Pallas Aþenu. I síðari hluta leiksins er Órestes kominn til Aþenuborg- ar og ber upp vandræði sín fyrir dómstóli borgargyðjunn- ar, en Appolló tekur að sér að verja mál hans. Aþena lítur ekki aðeins á glæpinn, heldur og ástæðuna til hans; hún dæmir Órestes sýknan saka. Refsinornirnar mildar hún Framh. á bls. 25. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.