Samvinnan - 01.03.1966, Qupperneq 17
og burgeisum. Ein frægasta
mynd hans var af dauða Maríu
meyjar, og er sagt að sem
módel fyrir Maríu hafi hann
notað rotið og útblásið lík
vændiskonu einnar, sem fiskað
hafði verið uppúr Tíber.
Nákvæmur realismi ásamt
dramatískum ljósáhrifum
þykir einkenna mjög myndir
Caravaggios, og hins sama
gætir í æskumálverkum
Velazquezar, sem voru trúar-
legs eðlis. En eftir að hann
kom til hirðarinnar og aðal-
starf hans varð að mála port-
rett af kónginum og fjölskyldu
hans, varð realismi hans varla
eins smámunalegur og fékk að
vissu marki impressjónískan
svip. Hann tók að reyna að
mála fólk og hluti eins og þeir
birtust honum. Hann málaði
með löngum penslum, þannig
að hann gat virt málverkið
fyrir sér úr hæfilegri fjar-
lægð um leið og það varð til.
Því er það, að virði maður
myndir .hans fyrir sér úr sem
mestri nálægð, þá virðast öll
smærri atriði þeirra dregin
óskýrum dráttum, en færi
maður sig frá, verða þau skýr
og raunveruleg.
En þótt tækni Velazquezar
breyttist með aldrinum, þá
breytti hann aldrei um megin-
stefnu í list sinni. Hann var
alltaf næstum ónotalega raun-
sær og hlutlægur. Hann var
hvorki ádeilukenndur, róman-
tískur eða gefinn fyrir að færa
i stílinn. Þegar hann málaði
fólk, sá hann enga ástæðu
t'l að láta það endilega líta út.
eins og tignarmenn eða hetj-
ur. Hann reyndi einfaldlega að
festa á léreftið það sem hann
sá, af hlutlausri nákvæmni.
Viðhorf hans voru svo sem
ekkert frumleg, en þau voru
túlkuð af þvílíkri snilld, að
enginn dregur í efa að hann
sé með mestu listmálurum, sem
heimurinn hefur eignazt.
Af hinum snemmbornu, trú-
arlegu málverkum Velazquezar
má nefna Heilagan Jóhannes
á Patmosey, Krist á krossinum
og Madonnukrýninguna; þau
eru dregin skýrum dráttum og
hörðum og þó að mótífin séu
guðleg, eru myndirnar bein-
línis átakanlega mannlegar.
Þekktastar eru myndir hans af
spænsku konungsfjölskyldunni,
sem var nauðaómerkilegt fólk,
en engu að síður ódauðlegt
gert með pensli listamannsins.
Þar á meðal má nefna portrett
af Filippusi fjórða á ungum
aldri, og má það verk kallast
spænskt í fyllstu merkingu
orðsins. Svartklæddur einvald-
urinn með hvítan kraga stíf-
an stendur við borð með rauð-
um dúk; bónarbréf í hægri
hendi. Svipurinn er vinsam-
legur en fullur alvöru; við
spænsku hirðina þótti ósæmi-
leg sú glaðværð og lausung,
sem kóngar Frakka og Eng-
lendinga kusu að hafa í kring-
um sig.
Þá málaði Velazquez myndir
af báðum drottningum Filipp-
usar og syni hans, Balthasar
Carlos, sem dó í bernsku. Hann
er jafnan sýndur á hesti á
harðastökki, sem var reynd-
ar eitt af eftirlætismótífum
barokmálara. Á einu hinu
fallegasta þessara málverka
situr prinsinn vænan smá-
hest; hann er þrátt fyrir æsku
sína búinn sem hershöfðingi,
barnsandlitið er undirlagt al-
vöru og þrátt fyrir líkamlega
smæð hefur hann fullt vald á
reiðskjótanum. Auk þessa
málaði Velazquez margt
spænskra höfðingja og starfs-
fólk við hirðina, þar á meðal
hirðfífl. Af þessum málverkum
frá hirðinni má nefna Spuna-
konurnar og Hirðdömurnar.
Hið fyrrnefnda hefur verið kall-
að eitt fyrsta þjóðfélagslega
málverk sögunnar, hið síðar-
nefnda er af mörgum talið hið
fremsta af verkum meistarans;
ítalskur samtímamálari kallaði
það „guðfræði málaralistar-
innar“, og meira hrós er naum-
ast hægt að segja í spænsk
eyru.
Þótt drýgsti hlutinn af verk-
um meistarans sé tengdur
konungi Spánar og h!rð, eru
Framh. á bls. 28.
Efri myndin: Hefðarfrú með blævæng, málverk sem Velazquez
gerði skömmu fyrir 1650. Það er eitt af sárfáum portrettum,
sem hann málaði af konum utan hirðarinnar. Hefur þess verið
getið til, að það væri af dóttur málarans, Fransisku, sem fæddist
1620. Málverkið er nú geymt í Wallace Collection, Lundúnum. —
Neðri myndin er af þekktasta málverki Velazquezar af Don
Balthasar Carlos, konungssyni. Það er málað kringum 1635
og er í eigu Prado-safnsins.
SAMVINNAN 17