Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.03.1966, Blaðsíða 18
Haustlaufin falla Fallandi lauf og fölgrár himinn, flogin er heiðló um sœ. Hrímperlur kaldar daggir dala, drifhvítum skarta tindar snæ. Septemberdagur dvelur í landi dimmur og kaldur í sveit og bœ. Nú eru sumarsins söngvar allir sungnir að fullu bróðir kœr. Nú sigla ekki lengur sólfleyin okkar á svifléttum skýjum nœr og fjœr. Því vetrarkvíðinn um veröld situr, hann vakir og bíður unz marki nœr. Nú vefja skuggarnir vœngina svörtu um víðáttur hvolfsins og byrgja sýn, og margir peir, sem lögðu frá landi, peir liggja í vari unz myrkrið dvín, en aðrir villast á vegleysum hafsins og vita ekki leiðina heim til sín. Cg svo kemur vetur, er valkesti hleður úr vonum, er sumarið ól, en vœngfarar smáir, sem villast í stormi. peir vita pó oftast um skjól. Og bíðum rólegir, bróðir, að lokum mun birta að nýju frá sól. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka. Alþýðusambandið Framh. af bls. 8. framleiðslu og útvegun lífs- nauðsynja, þar sem aftur á móti í flestum löndum öðr- um, þessum tveim greinum lífsbaráttunnar er skipt á milli tvenns konar félaga, annars vegar bændurnir sem fram- leiðendur og hins vegar sem neytendur. Þessi alíslenzka tegund kaupfélaga hefur reynzt vel og ekki staðið í vegi þess, að verkamannastétt bæja og þorpa yndi hag sín- um í kaupfélögum með bænd- unum. Vitanlega verður ekki hjá því komizt, að vandamál beri að höndum í sambandi við kaupgjaldsmál o. fl., þar sem félag verkamanna og kaup- félag eigast við. En verkamenn vita að kaupfélög eru ekki stofnuð og rekin til þess að græða á öðrum og þeir sem kaupfélögum stjórna vita, að verkamenn hljóta að standa vörð um hagsmuni sína og eru verðugir réttiætis í launamál- um. f fjölmcrg skipti og á mörgum stöðum hafa kaup- félögin verið hjálparhella fólksins, þegar að hefur þrengt um atvinnu og lífsbjörg, og þá jafnvel tekið á sig þyngri byrði en hollt hefur verið og heppi- legt fyrir rekstur þeirra, því þau hafa svo sannarlega ekki úr neinum sjóðum að ausa. En þetta hefur ekki valdið á- greiningi milli bænda og verkamanna. Þessar þýðingar- miklu stéttir þjóðfélagsins hafa mætzt í kaupfélögunum og í sameiningu notað yfir- burði samvinnuhreyfingarinn- ar sér til gagns og nytsemd- ar. í mesta þéttbýli landsins, þar sem kaupfélög eru einung- is neytendafélög, hafa þau einnig haft þýðingarmikil áhrif til gagns fyrir fólkið. Þó er í tilefni þessa merka afmæl- is Alþýðusambandsins rétt að benda á, að .þar eiga hinar fjölmennu stéttir innan vé- banda þess mikil tækifæri ó- notuð í eflingu kaupfélaganna, svo þau megi verða þeim til enn meiri nytsemdar við hlið- ina á hinni annarri baráttu fyrir bættum lífskjörum og réttlæti í mannlegum viðskipt- um. Rit samvinnufélaganna, Samvinnan, sem komið hefur út samfellt í 60 ár og verið til varnar og sóknar fyrir sam- vinnuhreyfinguna í landinu og þar að auki látið sig fjölmörg mál varða á breiðari grund- velli sem stjórnendur ritsins hafa á hverjum tíma talið þjóðinni til heilla og borgur- unum viðkomandi, samfagnar Alþýðusambandi fslands með hálfrar aldar afmælið og óskar því gæfuríks gengis á komandi árum. Páll H. Jónsson, 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.