Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Page 24

Samvinnan - 01.03.1966, Page 24
Þessi mynd af bræðrunum, sem teiknarinn hefur útfært í sam- ræmi við uppruna þeirra, fylgdi greininni í hinu kanadiska tíma- riti. Þarfastir Kanadamanna— Kristjánsson-snillingarnir 6 Alltaf finnst mönnum tölu- vert til um það ef landar þeirra geta sér góðan orðstír með öðrum þjóðum, og á það ekki hvað síst við um okkur íslendinga, sárþjáða af alls- konar dvergþjóðarkomplexum. Okkur finnst því ekki úr vegi að birta hér greinarkorn, sem Stefán Einarsson á Svaná, sem rabbað var við í jólablaði síðasta árs, sendi okkur nýlega. Greinin, hverrar fyrir- sögn við þýddum orðrétt, birt- ist í McLeans Magazine, sem gefið er út í Toronto og er eitt virðulegasta tímarit í Kanada. Greinin hljóðar svo: Ef dr. Larry Kristjánsson, erindreki kanadíska hveitiráðs- ins, þarf á að halda ráðlegg- ingum varðandi eitthvert viða- mikið efnahagslegt vandamál, hringir hann trúlega í dr. Baldur Kristjánsson, formann ráðgjafanefndar Manítóba um hagfræðileg efni. Og þótt svo Baldur geti ekki bjargað hon- um um réttu lausnina, þá er Larry samt sem áður á engu flæðiskeri staddur, því hann á hvorki meira né minna en fjóra aðra bráðgáfaða bræður í fremstu röð meðal borgara hins kanadíska þjóðfélags. Það eru því litlar horfur á öðru en einhver þeirra geti leyst úr vanda hans. Því Kristjánsson- fjölskyldan getur státað af fleiri gáfnaljósum en flestar aðrar í landinu; bræðurnir sex, sem hér um ræðir, eru meiriháttar atkvæðamenn um landbúnað, fjármál og mennta- mál jafnt heima fyrir sem í fjarlægum löndum eins og Persíu. Þótt ólíklegt sé (svo?), þá er uppruna þessa viskukerfis (network of knowledge) þeirra bræðra að finna í Gimli, litl- um fiskimannabæ í Manítóba, á vesturströnd Winnipegvatns. Þarna ólust Kristjánssonbræð- urnir upp. Faðir þeirra, Hannes hét hann, var einn þeirra sár- fátæku íslenzku innflytjenda, sem átti þátt í að ljúka upp fyrir okkur vestrinu, fyrir sjö- tíu árum. Þrátt fyrir örbirgð- ina skildi hann sonum sínum eftir tvennskonar arf, sem reyndist þyngri á metaskálum en nokkrir erfiðleikar. Annar þáttur þessa arfs var hin næma skynjun íslendinga fyrir þeirri hugsjón, sem þeir tákna með orðinu samvinna en hinn ó- slökkvandi fróðleiksþorsti. Slík frægð fer nú af þeim bræðrum, að vandalaust væri fyrir þá að komast í eftirsótt- ustu stöður hjá hvaða banda- rískum auðhring sem væri og ákveða sjálfir kaupið. En til allrar hamingju fyrir kanadísk stjórnarvöld og alþjóðastofn- anir ýmsar, hafa þeir talið eðlilegt að beita hæfileikum sínum við annað viðfangsefni. Tveir bræðranna hafa þegar verið nefndir, en hinir fjórir eru Kris, sem er framkvæmda- stjóri fjármáladeildar þeirrar stofnunar á vegum Manítóba- ríkis, sem hefur með vatns- virkjanir að gera, Leo, prófess- or í hagfræði og stjórnvísind- um við Saskatchewanháskóla, Albert, nýskipaður fram- kvæmdastjóri við landbúnaðar- ráðuneyti Manítóba og Bur- bank, fyrrum mikill ráðamað- ur hjá Matvæla- og landbúnað- arstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm og nú ráðunaut- ur Persakeisara um ræktunar- mál. Leo er 33 ára og yngstur bræðranna en Baldur fjörutíu og sjö ára og elztur. Allir eru doktorar nema Albert og Bur- bank. Allir hafa þeir helgað starfskrafta sína efnahagsmál- um, sérstaklega þó í sambandi við landbúnaöarmál. Engu að síður hefur hver þeirra tekið fyrir eigin sérgrein, þannig að samanlögð viska þeirra um áðurnefnd efni verður nánast óskeikul. Eins og að líkum lætur, hafa þeir bræður úr ógrynni girni- legra atvinnutilboða að moða og tolla ógjarnan lengi í nokkru starfi. „Sameinuðu þjóðirnar ganga stöðugt á eft- ir þeim með grasið í skónum,“ segir George Hutton, landbún- aðarráðherra Manítóba, sem missti Burbank til FAO. Á svipaðan hátt var Baldur tæld- ur úr starfi hjá kanadíska landbúnaðarráðuneytinu árið 1963. Einnig dvaldi hann átján mánuði í Persíu sem meðlimur Síðasta drottning Havaíeyja, áður en Bandaríkjamenn lögðu þær undir sig, hét Lilíúkalaní. Hún heimsótti eitt sinn Eng- land og sat þá heimboð Viktor- íu drottningar í Windsorkast- ala. Sem þær hátignirnar ræddust við, gat Havaídrottn- þeirrar nefndar úrvalsráð- gjafa, sem Harvardháskóli gerði út til hjálpar stjórn landsins. Kris skrapp til Gana fyrir tveimur árum til að leið- beina þarlendum við ræktun og vatnsveitur. Áhugi þeirra bræðra á efna- hagsmálum var vakinn af föð- ur þeirra, sem á fjórða ára- tug aldarinnar velti fyrir sér spurningunni: Hvernig getur fátækt átt sér stað í landi allsnægta? „Pabbi hafði áhuga á þessu vandamáli, og sá áhugi smitaði okkur,“ segir Burbank. „Hvernig gat þetta staðist? Hversvegna var fólk atvinnu- laust? Hvaða máli skipti fjár- festing? Um slíkt og þvílíkt brutum við heilann þegar í bernsku." Burbank, sem er höfundur fyrsta uppskerutryggingakerf- is í Kanada, komst einu sinni nærri því að verða svarti sauð- ur fjölskyldunnar. Þá var hann fjórtán ára og þóttist sjá, að hann gæti hagnast meira á því að spila upp á peninga en að sækja skóla. Föður hans líkaði þetta ekki og skoraði hann á hólm: Þeir skyldu spila nokkrar umferðir og ef drengurinn ynni, mætti hann spila framvegis eins og hann vildi, en ef hann tapaði, mætti hann ekki snerta á spilum fyrr en hann yrði seytján ára. „Ég taldi mér sigur vísan, því pabbi var óvanur spilamennsku," segir Burbank. „En hann hreinsaði borðið.“ Ráðast þeir nokkurntíma til starfa í Bandaríkjunum? „Varla," segir Leo. „Við telj- um ástæðulausara að sækjast eftir peningum en flestu öðru. Við litum aldrei á háskólanám okkar sem áfanga að einhverju marki. Samkvæmt okkar skoð- un er gildi háskólamenntun- ar falið í henni sjálfri." Svo mörg eru orð greinar- innar, og hafa íslendingar trú- lega einhvern tíma haft minni ástæðu til að vera hreyknir af afrekum þjóðbræðra sinna er- lendis. ing þess, að hún hefði enskt blóð í æðum. — Hvernig má það vera? spurði Viktoría. — Einn forfeðra minna, svar- aði Lilíúkalaní, — át Cook skipstjóra. Ættfærsla Havaídrottningar 24 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.