Samvinnan - 01.03.1966, Síða 25
T öfrapensillinn
Þýðing úr frönsku.
Flögrandi blöö hjá gyðjum lyga og lista
litskreytir ekki töfrapensill minn
svo tryggt og stöðugt sem tryggur pappírinn vildi.
En fagra vinkona, blýantur þinn á bréfi
biður mig stundum fyrir sín leyndarmái:
þögula sorg og gleði sem dagarnir duldu.
Og þungir fingur á fölnuðum blöðum leita
að ferli þess mikla og ríka örlagavalds
sem fortíðin hefur falið í ókomnum dögum.
Ástguðinn bið ég um skýrar myndir að skoða
einsog skýlausan himin að kvöldi þess glaða dags
— í minningu þe;rrar fögru ógleymdu ferðar.
Töfrapensill frá gyðjum lyga og lista
leikur sér ekki við þessi flögrandi blöð.
Sveinbjörn Beinteinsson.
\imiiiiiiiimmiiiiiiiiiimmmmiiiiiiiMiiiiniiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiniiiniiiniiiiimiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiii!,
I I Eskýlos
Fögnuður
Dulrœðan morgun úr djúpunum stígur
draumfögur leiftrandi hamingjusýn,
vindléttur hugur með vorblœnum flýgur
vængjaður þránni í Ijóði til þín.
Hamingjan leikur að hörpunni sinni,
hljómar í brjósti við töfrandi lag,
hlutdeild mér gafstu í gleðinni þinni,
gafst mér að kvöldi þinn starfssama dag
Valborg Bentsdóttir.
vmmmmmmmmmmmmmmmmmmiii
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi^
Framh. af bls. 15.
með því að gera þær að vörð-
um réttlætisins í borginni, og
er þá breytt nafni þeirra og þær
nefndar Evmeníður, sem þýðir
hinar góðviljuðu. Þannig, með
keðju glæps, refsingar og
sættar réttlætir Eskýlos vegi
guðanna fyrir mönnunum.
Þessi fagra og tilkomumikla
hylling Aþenu sem gyðju rétt-
lætis og mannúðar var skiln-
aðargjöf skáldjöfursins til
þjóðar hans; hann dó tveim-
ur árum eftir að hann lauk
verkinu. — Af öðrum verkum
hans mun einna kunnast Þeir
sjö gegn Þebu, sem fjallar um
bölvun, sem hvílir á þebanskri
konungsætt og deilu tveggja
bræðra um völdin í borginni.
Eskýlos var trúmaður mik-
ill og jafnframt eldheitur föð-
urlandsvinur, og þetta tvennt
eru mikilvæg frumatriði í
verkum hans, hið fyrrnefnda
einkum í Órestíunni. Þar er
ljóst, að enginn kemst undan
þeim örlögum, sem guðirnir
hafa áskapað þeim; þau kunna
að vera dapurleg, en réttlát
engu að síður.
Heiðurstitilinn „faðir gríska
leikhússins," sem sagan hefur
sæmt Eskýlos, ber hann vafa-
lítið með réttu, því varla er
hægt að segja að um leikrit
hafi verið að ræða í Grikklandi
fyrir hans daga. Áhrifamesta
einkenni verka hans er hinn
tígulegi einfaldleiki þeirra;
persónur hans eru markaðar
fáum dráttum, en skýrum.
Hann var snillingur í meðferð
móðurmáls síns, meistari í
lar d slagslýsingum og hafði
glöggan skilning á gildi þagna.
Hann var ekki einungis mikið
skáld, heldur og mikill leik-
húsmaður; óspar á notkun lita
og skrautlegra og áhrifamikilla
búninga; þegar Evmeníðurnar
voru frumsýndar, var gervi
refsinornanna svo frábært, að
áhorfendur urðu lostnir skelf-
ingu. Hann notaði sér einnig
sviðstækni eftir því sem um
hana gat verið að ræða á þeim
tíma. — Sú hugmynd margra
nútímamanna, að leikhúsið eigi
að sýna sem nákvæmlegasta
eftirlíkingu raunveruleikans,
hefur verið honum framandi; 1
Agamemnon sér hallarvörður-
inn í Mýkenu á Pelopsskaga
bjarmann af eldinum, sem eyð-
ir Tróju norður við Hellusund.
Þetta viðhorf Eskýlosar og
fleiri hafa orðið ýmsum avant-
gardistum í leikmennt nútím-
ans hvöt til dáða, til dæmis
Brecht og Beckett, svo ein-
hverjir séu nefndir, sem deilt
hafa á þá stælingu raunveru-
leikans, sem geri það að verk-
um að áhorfandinn gleymi því
að hann sé í leikhúsi.
dþ.
Bókaskápurinn
Framh. af bls. 11.
flestar úr hinu daglega lífi,
sögur sem hann gjörþekkir
sjálfur, þótt svo kjarni bókar-
innar sé sóttur í Ritninguna.
í inngangsorðum segir höf-
undurinn:
„Þessi bók er skrifuð í þeim
SAMVINNAN 25