Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ég gerði Pabellón, sem er venesúleskur þjóðarréttur,“ segir Valenttina Griffin, stjórnarmað-ur í Venezuela félaginu á Íslandi. „Hann er skemmtilegur vegna þess að við notum nautakjöt, svart-ar baunir, steikt plantain og hvít hrísgrjón þannig að hann saman-stendur af fjórum ólíkum þátt-um.“
Valenttina hefur búið á Íslandi í tæp fimm ár og segist oft gera Pabellón hér á landi. „Í Venesúela er þessi réttur eins og soðinn fisk-ur með kartöflum á Íslandi Þ tter bara j
Elskar íslenskt flatbrauð
Valenttina Griffin er frá Venesúela og finnst íslenskur matur mjög góður. Hún gerir oft venesúleskan
þjóðarrétt sem er að sögn hennar heimilismatur líkt og fiskur og kartöflur fyrir okkur Íslendinga.
1 kg nautasíða, Carne Mechada
Einn stór laukurEin dós tómatar í bitum, u.þ.b. 400 gEin stór rauð paprika
50 g steinselja4 hvítlauksgeirarSalt og pipar eftir smekk
á pönnu við
lágan hita
og bætið
lauknum,
paprikunni
og stein-
seljunni
út í þeg
PABELLÓN
FYRIR 6
Valenttina segir mat í Venesúela litríkan og fullan af kryddi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
GLEÐIORG verður við Óðinstorg á Menningarnótt frá 14
til 22. Fram koma landsþekktir skemmtikraftar á borð við
Ragnheiði Gröndal og Lay Low. Hátíðin er haldin til styrktar
söfnunarátakinu Á rás fyrir Grensás. Brauðbær og Súkkulaði
og rósir verða með veitingatjald á torginu.
frábært fl ugeldaútsýni til Reykjavíkurhafnarog næg bílastæðiPerlan býður ykkur velkomin á menningarnótt. Hefjið
menningarröltið á belgískum vöfflum á 4. hæð Perlunnar
eða njótið flugeldanna frá höfninni yfir 4ra rétta kvöldverði á
veitingastaðnum á 5. hæð. Hjá Perlunni eru næg bílastæði!
Gjafabréf Perlunnar
Góð tækifærisgjöf!
4ra rétta tilboð· Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa ·· Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum ·· Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·* E Ð A *· Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar ·· Skyr „Tonka crème brûlée“ með karamelluís ·6.890 kr.Með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr.
35%
72%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára.
Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009.
Fréttablaðið er með 106%
meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft...
FÖSTUDAGUR
21. ágúst 2009 — 197. tölublað — 9. árgangur
HERA HILMARSDÓTTIR
Freistar gæfunnar
í London
FÖSTUDAGUR FYLGIR
FRÉTTABLAÐINU Í DAG
föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 21. ágúst 2009
Á mínum eigin forsendum
MEÐ DELLU
Hera Hilmarsdóttir freistar gæfunnar í London
VEÐRIÐ Í DAG
VALENTTINA GRIFFIN
Eldar venesúelskan
þjóðarrétt
• matur • helgin
Í MIÐJU BLAÐI
Nýr
framhaldsskóli
Sjötíu nemendur hófu
nám í nýjum fram-
haldsskóla í Mos-
fellsbæ í vikunni.
TÍMAMÓT 22
Karl eða kona?
Hlaupakonan Caster
Semenya er á milli
tannanna á fólki
enda telja margir
hana vera karl-
mann.
ÍÞRÓTTIR 38
Rónar í Reykjavík
Auddi og
Sveppi létu
breyta sér
í útigangs-
menn.
FÓLK 42
FÓLK Tökulið frá Indlandi er statt
hér á landi til að taka upp efni
fyrir kvikmyndina Namo Venkat-
esa í leikstjórn
Srinu Vytla.
Tökuliðið er
frá hinni svo-
kölluðu Tolly-
wood í Andhra
Pradesh-hér-
aðinu og til
að aðgreina
Tollywood frá
Kollywood og
Bollywood þá
er töluð telegud-mállýska í kvik-
myndunum frá þessu héraði og
dregur Tollywood nafn sitt af
því. Tuttugu Indverjar koma að
tökunum og hafa þeir verið hér á
landi í eina viku. fgg/sjá síðu 42
Elísabet Agnarsdóttir:
Indverska
innrásin hafin
BEST VESTAN TIL Í dag verður
vestan eða norðvestan átt, 3-8
vestan til annars heldur stífari.
Bjart með köflum sunnan- og
vestanlands. Rigning norðan til
en styttir smám saman upp eftir
hádegi.
VEÐUR 4
10
14
9
9
10
EFNAHAGSHRUNIÐ Þegar spurt er um kostnað af
niðurfellingu húsnæðisskulda mætti eins líta
til kostnaðar af óbreyttu ástandi. Hann gæti
verið rúmir sextíu milljarðar á ári hverju.
Íslenska kreppan er verri en sú færeyska
var á tíunda áratugnum, en þá flúðu eyjarnar
35 prósent fólks á aldrinum 20 til 35 ára.
Svipaður flótti héðan kostaði íslenska ríkið
þessa sextíu milljarða, með því að skatttekjur
skertust um sextán prósent. Að auki væru
flóttamennirnir verðmætt, menntað fólk, sem
landið má síst við að missa.
Þetta er mat Benedikts Jóhannessonar,
tryggingastærðfræðings og ritstjóra Vís-
bendingar, á stöðunni sem stjórnmálamenn
standa nú frammi fyrir. Benedikt hefur skrif-
að um þessi mál og segir að allajafna myndi
hann telja almennar afskriftir skulda afar
óheppilegar. Núverandi aðstæðum megi hins
vegar líkja við náttúruhamfarir, og kalli á
pólitískt þor. Erfitt sé að meta beinan kostnað
af þessum hugmyndum, en hann yrði minni
en ef fólkið hverfur á brott.
„Ég hef séð fyrir mér að gengistryggð lán
yrðu til dæmis lækkuð um þrjátíu prósent en
verðtryggð um tíu. Þeir sem tóku tíu milljóna
króna lán í erlendri mynt skulda nú tuttugu
milljónir. Slíkt lán færi með niðurfellingu í
fjórtán og hefði þá hækkað um fjörutíu pró-
sent. Það er samt mikill skellur, en kannski
innan þess viðráðanlega,“ segir hann.
Beita mætti svipuðum aðgerðum og bank-
arnir bjóða nú þegar upp á, það er að stofn-
aður yrði biðreikningur um hluta skuldanna
og hann fluttur fram í tímann. Að endingu
myndi ríkið „sjá um þessa sameiginlegu
byrði“.
Spurður um sanngirni þess, að skattgreið-
endur borgi skuldir þeirra sem voru ef til vill
óvarkárir, segir Benedikt:
„Það var kannski ekkert mikið að skulda
tíu milljónir, en það getur verið fólki ofviða
þegar þær eru tuttugu. Enginn getur búist
við því að lánastofninn hækki um hundrað
prósent á einu bretti. Þetta fólk er að bera
byrðarnar af falli krónunnar; það var ekki
endilega óvarkárt. Eftir hrunið var fé sett í
að tryggja innstæður og tvö hundruð millj-
arðar settir í peningamarkaðssjóði, án þess
að það færi fyrir Alþingi. Nú er kominn tími
til að hlaupa undir bagga með skuldurum.“
Ekki sé aðalatriði hvort fólk geti borgað af
lánunum núna eða ekki. Þeir sem borgi áfram
af gengistryggðu láni geti ef til vill ekki leyft
sér neitt annað. Íbúðin lækki í verði og launin
um leið. Það sé ekki björt framtíð.
- kóþ
Fólksflóttinn gæti kostað
þjóðina sextíu milljarða
Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur telur koma til álita að afskrifa þrjátíu prósent af gengistryggðum
húsnæðislánum og lækka þau verðtryggðu um tíu prósent. Þannig megi hindra að þúsundir flýi land.
Skuldir og
ábyrgðarleysi
„Getan til afskrifta er takmörkuð
og því nauðsynlegt að nýta hana
með skynsamlegum hætti,“ skrif-
ar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
UMRÆÐAN 16
STELPURNAR OKKAR Á LEIÐ TIL FINNLANDS Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu æfði í síðasta skipti á Íslandi í gær en í dag
heldur liðið til Finnlands þar sem það tekur þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins. Það var létt yfir stelpunum á æfingunni í gær og
augljóslega góður andi og tilhlökkun í hópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VIÐSKIPTI Óttar Pálsson, forstjóri
Straums-Burðaráss fjárfestinga-
banka hf., biðst afsökunar á hug-
myndum um árangurstengdar
greiðslur til starfsmanna bank-
ans, sem hafi „ekki verið í nægj-
anlegum tengslum við þann veru-
leika sem við búum nú við sem
þjóð“. Þetta kemur fram í grein
sem Óttar ritar í Fréttablaðið í
dag.
Óttar áréttar að erlendir ráð-
gjafar sem leitað var til hafi
talið að óformlegar hugmynd-
ir um árangurstengdar greiðsl-
ur til starfsmanna Straums væru
innan eðlilegs ramma. „Í ljósi
þeirrar umræðu sem átt hefur sér
stað undanfarna daga er ég ekki í
nokkrum vafa um að ég og aðrir
sem að endurskipulagningunni
koma hefðum átt að gefa aðstæð-
um hér á landi betri gaum.“
- bs/ Sjá síðu 16
Forstjóri Straums biðst afsökunar á hugmyndum um bónusa:
Lögðu rangt mat á veruleikann
TRISHA KRISHNAN
ALÞINGI Icesave-samkomulagið
var rætt á Alþingi langt fram á
kvöld í gær. Þegar Fréttablaðið
fór í prentun á ellefta tímanum
voru enn fimmtán þingmenn á
mælendaskrá.
Stjórnarandstæðingar gagn-
rýndu harðlega samkomulagið og
leyndina sem hvílt hafi yfir gögn-
um málsins. Sjálfstæðismenn
sögðu samningana vonda en að
þeir hefðu sýnt ábyrgð með því
að vinna að lausn málsins ásamt
stjórnarflokkunum í fjárlaga-
nefnd. Framsóknarmenn vilja að
samið verði aftur.
Atkvæði verða líklega greidd
um ríkisábyrgð vegna samning-
anna um helgina. Enn er hins
vegar óvíst hvernig Bretar og
Hollendingar munu taka fyrir-
vörum sem að óbreyttu verða
settir við ábyrgðina. - sh / sjá síðu 8
Icesave rætt fram á kvöld:
Enn tekist á um
Icesave á þingi