Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 4
4 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
ALVÖRU SÁLFRÆÐITRYLLIR
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
www.bjartur.is
Ný stjarna á himni
reyfarahöfunda
Þýðandi: Bjarni Jónsson
BEINT Í
3. SÆTI
METSÖLULISTA
EYMUNDSSON
D
Y
N
A
M
O
D
Y
N
A
M
O
M
R
E
Y
K
J
R
E
Y
K
JA
V
A
V
AA
ÍKÍ
ORKUMÁL Kanadíska orkufyrirtæk-
ið Magma Energy hefur fallist á
að framlengja kauptilboð í 32 pró-
senta hlut Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) í HS Orku til að gefa íslenska
ríkinu tækifæri til að kanna hvort
vilji sé til þess að hafa fyrirtækið
að meirihluta í opinberri eigu.
Tilboð Magma Energy átti að
renna út í gær. Eftir fund stjórnar-
formanns OR, borgarstjóra og for-
manns borgarráðs með fjármála-
ráðherra á miðvikudag var ákveðið
að óska eftir framlengingu.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra og aðrir áhrifa-
menn innan Vinstri grænna hafa
lýst áhuga á því að HS Orka verði
í eigu opinberra aðila, mögulega
með aðkomu lífeyrissjóðanna.
Guðlaugur G. Sverrisson,
stjórnarformaður OR, segir að
forsvarsmenn Magma Energy hafi
fallist á framlengingu, og endur-
nýjað tilboð renni út 31. ágúst
klukkan 17.
„Þeim fannst vissulega óþægi-
legt að geta ekki gengið frá mál-
inu, en skildu þessar aðstæður,“
segir Guðlaugur. Hann segir bolt-
ann nú hjá ríkisstjórninni, og bíður
útspils hennar.
Verði tilboð Magma Energy
í hlut OR í HS Orku samþykkt
mun OR tapa milljörðum á kaup-
um sínum í Hitaveitu Suðurnesja,
segir Sigrún Elsa Smáradóttir,
borgarfulltrúi Samfylkingarinn-
ar, í tilkynningu til fjölmiðla.
OR keypti hlut í Hitaveitu Suður-
nesja um mitt ár 2007, en síðar
hefur fyrirtækinu verið skipt upp í
HS Orku annars vegar og HS Veit-
ur hins vegar.
Sigrún Elsa segir aðeins lítinn
hluta kaupverðsins greiddan út við
undirritun. Geysir Green Energy,
samstarfsaðili Magma Energy,
hafi þegar keypt 34 prósenta hlut
Reykjanesbæjar, og verði 32 pró-
senta hlutur OR seldur til Magma
Energy hafi þessir samstarfsaðil-
ar greitt út 6,2 milljarða fyrir 66
prósenta hlut í HS Orku. Öðrum
peningagreiðslum sé skotið langt
inn í framtíðina.
Til samanburðar má geta þess að
OR keypti 16,6 prósenta hlut í Hita-
veitu Suðurnesja fyrir 8,7 millj-
arða króna, segir Sigrún Elsa.
Orkuveitan telur tilboð Magma
Energy jafngilda 6,31 krónu á hlut.
Sé tilboðið núvirt jafngildir það
um 4,4 krónum á hlut miðað við
10 prósenta ávöxtunarkröfu, segir
Sigrún Elsa. Miðað við það verði
afföll OR um 6 milljarðar króna,
að því gefnu að lokagreiðsla skili
sér eftir sjö ár.
Guðlaugur segist algerlega
ósamþykkur því að tilboð Magma
Energy sé óhagstætt. Útreikning-
ar Sigrúnar Elsu virðist því rangir.
Það sé ekki skoðun fjármálastjóra
OR, sem sé löggiltur endurskoð-
andi, né óháðs ráðgjafafyrirtækis
sem OR hafi kallað til.
brjann@frettabladid.is
Stjórnvöld fá frest til
að skoða HS Orku
Tilboð Magma Energy í hlut OR í HS Orku hefur verið framlengt til 31. ágúst að
beiðni stjórnvalda. Boltinn hjá ríkisstjórninni segir stjórnarformaður OR. Verði
tilboð Magma samþykkt mun OR tapa milljörðum segir fulltrúi Samfylkingar.
ÓTTAST TAP Greiðsla til Orkuveita Reykjavíkur gæti rýrnað um sex milljarða króna
frá því skuldabréf verður gefið út þar til það fæst greitt eftir sjö ár, segir Sigrún Elsa
Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
30°
21°
27°
30°
23°
22°
21°
29°
23°
22°
29°
21°
32°
33°
21°
23°
36°
24°Á MORGUN
5-10 m/s sunnan og vestan
til en hvassara með suður-
ströndinni. Hægari annars
staðar.
SUNNUDAGUR
5-13 m/s hægastur suð-
vestan til
10
10
10
10
9
8
9
10
14
12
4
5
5
5
6
8
12
8
10
8
10
6
12
12 12
12
14
15
11 12
10
12
VEÐRIÐ Á
MENNINGARNÓTT
Þokkalegasta veður-
spá er í kortunum
fyrir menningarnótt í
Reykjavík. Vindur verð-
ur sæmilega hægur en
því er ekki að neita að
búast má við skúrum
en þó eru líkurnar ekki
mjög miklar ennfrem-
ur sem sú gula gæti
gægst fram, einkum þó
þegar líður á daginn.
Hlýtt verður í veðri eða
hátt í 14 stig þegar
hlýjast verður.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
LÖGREGLUMÁL Lögreglan rannsakar enn gögn
sem aflað var á morðvettvanginum í Dals-
hrauni á þriðjudag. Þá er enn verið að ræða
við vitni úr húsinu. Rannsóknin er þó langt
komin. Ekki fæst uppgefið hvort Bjarki
Freyr Sigurgeirsson, grunaður morðingi,
hefur játað glæpinn eða hvort hann man
yfir höfuð eftir því sem gerðist.
Lögregla vill ekki gefa upp hvað Bjarki er
talinn hafa notað til að myrða fórnarlambið
og segir morðvopnið enn í rannsókn. Heim-
ildir blaðsins herma að um eldhústæki hafi
verið að ræða, líklega samlokugrill, sem
hafi verið mölbrotið og illa farið eftir bar-
smíðarnar.
Bjarki var í annarlegu ástandi þegar
hann var handtekinn eftir að hafa bankað
upp á hjá nágranna sínum alblóðugur en
rólegur og tilkynnt honum að félagi hans
hefði slasast við að leika Köngulóarmann-
inn.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var
Bjarki Freyr í mikilli óreglu. Hann átti það
til að taka muldar sjóveikitöflur í nefið, en
það hefur sterk vímuáhrif. Þá keypti hann
reglulega bjór, tappaði honum sykurblönd-
uðum á plastflöskur og lét hann gerjast
frekar til auka áfengismagnið.
Tekin var formleg skýrsla af Bjarka á
þriðjudag en ekki er búið að yfirheyra hann
síðan. Eins og áður segir fæst ekki uppgef-
ið hvort Bjarki hefur játað morðið en sam-
kvæmt heimildum blaðsins þykir málið
liggja tiltölulega ljóst fyrir. Bjarki mun
sæta gæsluvarðhaldi til 1. september hið
minnsta. - sh
Lögreglurannsókn á morðinu í Dalshrauni í Hafnarfirði stendur enn yfir en er langt komin:
Vopnið enn rannsakað og rætt við vitni
Í DALSHRAUNI Það var í þessu húsi sem morðið var
framið á mánudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
VIÐSKIPTI Kröfur í þrotabú Baugs
eru á þriðja hundrað milljarða
króna, að því er fram kom í
fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Gjaldþrotið er þar með stærsta
gjaldþrot fyrirtækis í einkaeigu
í Íslandssögunni, að bönkunum
frátöldum.
Frestur til að lýsa kröfum í
þrotabúið rann út á miðviku-
dagskvöld. Yfir hundrað kröfur
eru gerðar í búið, og kemur sú
stærsta frá Landsbankanum.
Bæði gamli og nýi Landsbankinn
gera kröfu í búið og nema kröf-
urnar samtals líklega yfir hundr-
að milljörðum, að því er sagði í
fréttum Stöðvar 2. - sh
Fjöldi krafna í þrotabú Baugs:
Kröfurnar yfir
200 milljarðar
REYKJAVÍK Þorleifur Gunnlaugs-
son borgarfulltrúi hefur lagt til
við stjórn Orkuveitu Reykjavík-
ur að fyrir-
tækið hætti að
bjóða „völd-
um sveitar-
stjórnarmönum
og embættis-
mönnum til lax-
veiða í Elliða-
ánum“.
Í stað þess
verði leyfin
afhent Stang-
veiðifélagi Reykjavíkur.
Þorleifur reifar að borgar-
fulltrúar, fyrrum borgarstjórar,
embættismenn, sveitarstjórar á
veitusvæði OR, stjórn og æðstu
stjórnendur OR, fyrrum stjórn-
endur OR og sviðsstjórar, fái í
eina viku á ári að veiða í ánum.
Kostnaðurinn sé á þriðju milljón
króna.
Tímabært sé að afnema þessa
arfleifð frá tíð Geirs Hallgríms-
sonar. - kóþ
Borgarfulltrúi Vinstri grænna:
Orkuveitan láti
af laxveiðinni
ÞORLEIFUR
GUNNLAUGSSON
UTANRÍKISMÁL Brasilísk yfirvöld
leggja mikla áherslu á að fá lýta-
lækninn Hosmany Ramos fram-
seldan til heima-
lands síns.
Ramos, sem
er vel þekktur
og stórtækur
glæpamaður
í Brasilíu, var
handtekinn
við komuna til
Íslands í síðustu
viku þegar hann
framvísaði vegabréfi bróður síns.
Dómsmálaráðherra Brasilíu,
Romeu Tuma Junior, hefur sagt
við þarlenda fjölmiðla að hann
sé reiðubúinn að koma sjálfur til
Íslands ef það kynni að liðka fyrir
framsalsbeiðninni. Enginn fram-
salssamningur er í gildi á milli
landanna. Hann hefur sagst tilbú-
inn að skipta á Ramos og íslensk-
um föngum sem sitja í fangelsi í
Brasilíu. -sh
Dómsmálaráðherra Brasilíu:
Íhugar að koma
til Íslands til að
fá Ramos heim
HOSMANY RAMOS
ÞÝSKALAND Þýskur lögreglustjóri
sætir nú gagnrýni eftir að hafa
í tvígang handtekið fimm ára
gamla stúlku. Vefmiðillinn Anan-
ova greinir frá þessu.
Fyrst handtók hann stúlkuna
eftir að hún hafði strítt syni hans
í sandkassaleik. Nokkrum dögum
síðar handtók lögreglustjórinn
stúlkuna aftur þegar hún sá hann
einkennisklæddan og gaf honum
fingurinn, að því er hann fullyrð-
ir. Hann sendi síðan lögreglulið
að heimili hennar til að tilkynna
foreldrunum að stúlkan yrði kærð
fyrir andfélagslega hegðun.
Lögmaður fjölskyldunnar hefur
kvartað til innanríkisráðuneytis-
ins vegna málsins. - sh
Þýskur lögreglustjóri í vanda:
Handtók 5 ára
stúlku í tvígang
GENGIÐ 20.08.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
224,2466
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,7 129,32
212,29 213,33
182,96 183,98
24,575 24,719
21,253 21,379
17,922 18,028
1,3646 1,3726
200,56 201,76
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR