Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 38
26 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
> VILL GÁFAÐAN KÆRASTA
Renée Zellweger er með ákveðnar kröf-
ur um hvernig kærasta hún vill. Leikkonan,
sem er 40 ára, segist leita eftir því sama
í karlmanni og hún leitar eftir í
góðum vinum og vill að kærasti
hennar sé góðhjartaður, með
góðan húmor, hreinskilinn
og sé annt um mannorð
sitt. Zellweger hefur upp á
síðkastið verið orðuð við
leikarann Bradley Cooper,
en bæði hafa þau þvertekið
fyrir meint ástarsamband.
„Við vorum með tónleika hérna í
fyrra með Sign og Nögl og fleirum
og það var alveg stappað af fólki
og rosalega gaman. Þannig að við
ákváðum að gera þetta bara stærra
og betra núna,“ segir Linda Mjöll
Þorsteinsdóttir hjá Reykjavík Ink
við Frakkastíg um dagskrá menn-
ingarnætur hjá þeim.
„Við ætlum að loka neðri hlutan-
um á Frakkastígnum og vera með
tónleika. Við erum sem sagt að
smíða svið uppi á þakinu hjá okkur
og þar verðum við með sex hljóm-
sveitir. Það eru Þrusk, Langi Seli
og Skuggarnir, Bróðir Svartúlfs;
svo er hljómsveit sem heitir 59‘ers,
hún er að koma fram í fyrsta
sinn. Þetta er rockabilly hljóm-
sveit með hinum goðsagnakennda
Smutty Smith. Einnig koma fram
Cliff Clavin og Noise,“ Þá verður
Harley Davidson-klúbburinn með
mótorhjólasýningu. „Það verða
sérstök custom made mótorhjól,
þessi sérsmíðuðu flottu, og þeim
verður raðað hérna upp Frakka-
stíginn.“
Stofan verður að sjálfsögðu opin.
„Við ætlum líka að vera með fjölda-
flúr hérna; við munum fá einhverja
úr Harley Davidson-klúbbnum
hérna yfir daginn. Þau ætla að fá
sér H og D í tilefni dagsins. Ég veit
ekki alveg hversu margir, kannski
20 til 50.“ Er fjöldaflúr algengt?
„Nei, þetta er í fyrsta sinn.“
Dagskráin stendur yfir á milli
tvö og sjö, en tónleikarnir hefjast á
þakinu klukkan þrjú. Þyrsti menn
í frekari skemmtun um kvöldið
eiga þau Linda og maður hennar,
Össur Hafþórsson, einnig Sódómu
Reykjavík og Bar 11, en á Sódómu
spila Entombed, Sororicide, In
Memoriam og Gone Postal. Shog-
un og gestir skemmta á Ellefunni.
„Það er nóg að gera.“
Hópflúrun og þaktónleikar
Berjadagar á Ólafsfirði hefjast í kvöld.
Örn Magnússon skipuleggjandi hlær
þegar blaðamaður spyr hann hvort
hátíðin sé í keppni við Menningarnótt.
„Ég sagði nú einhvern tíman að það yrði
nú að vera eitthvað fyrir norðan líka
svo landið sporðreistist ekki, en nei, það
er nú eitthvað sem við keppum ekki við.
En við eigum okkar sess hérna og fólk
hefur komið hérna alls staðar af á land-
inu til að vera á Berjadögum.“
Hátíðin byrjar á tónleikum við
kertaljós. „Það verður fluttur flautu-
kvartett eftir Haydn sem Melkorka
Ólafsdóttir blæs og Bragi Berg-
þórsson syngur ljóð eftir Mend-
elssohn. Á laugardaginn er opinn
markaður milli eitt og fimm, líklega
í Guðmundarhúsi við Strandgötu. Þar
verður boðið upp á berjaafurðir, sult-
ur, saftir og smökkun. Á sama tíma er
opið hús hjá myndlistarmönnum bæjar-
ins, þeim Guðrúnu Þórisdóttur, Kristj-
önu Sveinsdóttur og Hólmfríði Arn-
grímsdóttur. Á þessum stöðum verða
Spilmenn Ríkínís að leika á fornhljóð-
færi sín, þeir fara á milli og uppákom-
ur verða. Um kvöldið verða tónleikar
í kirkjunni þar sem Jón Þorsteinsson
syngur sálma sem hann lærði ungur af
afa sínum á lofti kirkjunnar. Svo eru
tónleikar á sunnudaginn í kirkjunni
undir yfirskriftinni Allabaddarí, með
franskri tónlist. Hátíðin endar á léttu
nótunum á sunnudagskvöldið.“
Berjadagar eru haldnir í ellefta
sinn. „Það hefur alltaf verið að aukast
aðsóknin. Það var nú ekki mikil aðsókn
til að byrja með en síðan hefur þetta
verið að vinna sér sess og var allt fullt
í fyrra á öllum viðburðum þannig að ég
er bjartsýnn núna. Berjaspretta er víst
með því betri sem gerist í ár.“ - kbs
Berjasprettan gerist vart betri
Á FULLRI SIGLINGU Örn, lengst til vinstri, ásamt
fríðum hópi listamanna á Berjadögum.
MYND/INGIBJÖRG
NÓG AÐ GERA Linda og Össur hjá
Reykjavík Ink skipuleggja öðruvísi
menningarveislu á menningarnótt.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Það virðist vera ýmislegt
sem hægt er að selja erlend-
um ferðamönnum hér á
landi, þess á meðal er dós
full af íslensku fjallalofti.
„Þetta selst alveg, og
hefur til dæmis verið að
seljast mjög vel uppi við
Geysi. Fólkið sem kaupir
þetta er á öllum aldri og
ég held að það kaupi þetta
fyrst og fremst af því að því
finnst húmor í þessu. Flest-
ir koma flissandi að búðar-
borðinu þegar þeir ætla að
borga,“ segir Telma Geirs-
dóttir, starfsmaður í minjagripaversluninni Lundanum á Skóla-
vörðustíg. Aðspurð segir hún loftið vera fjallaloft og kostar dósin
1.060 krónur. „Samkvæmt upplýsingunum á dósinni er loftið frá
Heklu, en ég veit ekki hvort það sé satt og rétt,“ segir Telma. - sm
Selja ferðamönnum
fjallaloft í dósum
SKEMMTILEG MINNING Að sögn Telmu og
Ásdísar þykir ferðamönnum fjallaloftið vera
skemmtilegur minjagripur.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
Kæru viðskiptavinir hef fl utt mig um set
á Hár Expo að Laugavegi 42b.
Býð ykkur hjartanlega velkomin,
tímapantanir í s: 5527170
Katrín Ósk Guðlaugsdóttir
www.harexpo.is
10. HVER
VINNUR
! SENDU SMS ESL WMV
Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR ERU WATCHMAN Á DVD,
TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR,
PEPSI OG MARGT FLEIRA.
20. ÁG
ÚST Í
ELKO
Á DVD
OG BL
U-RAY
!
Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið.
Carrie Roy, fyrrverandi
Ungfrú Norður-Dakóta og
sjónvarpsstjarna í Boston,
var nýverið í heimsókn hér
á landi hjá vinum sínum
sem hún kynntist er hún
stundaði nám í íslenskum
þjóðsögum við Háskóla
Íslands.
Carrie leggur núna stund á dokt-
orsnám í þjóðsagnfræði við Háskól-
ann í Wisconsin í Bandaríkjunum
og ákvað að líta við á Íslandi áður
en hún færi á ráðstefnu í Svíþjóð.
Hún hefur rannsakað Íslendinga-
sögurnar og íslensku þjóðsögurn-
ar og heillast mjög af þeim. „Það
eru ekki mörg tímabil í miðaldar-
sögunni sem eru jafn vel skrá-
sett og Íslendingasögurnar,“ segir
Carrie, sem hefur lifað viðburða-
ríku lífi. „Ég ólst upp á búgarði í
Norður-Dakóta og hafði alltaf mjög
gaman af íþróttum. Ég var góð í
kringlukasti og kúluvarpi og mér
voru boðnir skólastyrkir í mörg-
um skólum. Ég valdi Harvard og
þar lagði ég stund á höggmynda-
list og ljósmyndun. Síðan gerði ég
verkefni um norræna menningu í
miðvesturhluta Bandaríkjanna því
mér fannst hún mjög áhugaverð,“
segir Carrie. „Í Norður-Dakóta
ólst ég upp við norræn menningar-
áhrif, bæði norsk og sænsk en líka
þýsk. Í bænum sem ég ólst upp í bjó
líka fólk af íslenskum uppruna.“
Þegar Carrie var í Harvard og
bjó í Boston sótti hún um starf í
sjónvarpsþættinum Knock First,
sem fjallaði um breytta hönnun
á herbergjum unglinga. Kenndi
hún unglingum að nota rafmagns-
verkfæri, sem var nokkuð undar-
leg reynsla að hennar mati. „Við
tókum upp um 65 þætti og unnum
í tólf til átján klukkustundir á dag.
Þetta var mikil pressa en líka mjög
gaman. Eftir það ákvað ég að fara
aftur í skóla og læra.“
Fleira hefur drifið á daga hennar
því hún tók þátt í keppninni Ung-
frú Norður-Dakóta um aldamótin
í von um að eiga betri möguleika á
skólastyrk. „Ég var kringlukastari
og kúluvarpari og hafði ekki mik-
inn áhuga á fegurðarsamkeppnum.
Ég var frekar undrandi þegar ég
vann keppnina,“ segir hún. Næst
var komið að keppninni Ungfrú
Ameríka. „Ég komst ekki á topp tíu
en ég var kjörin svalasta stúlkan
af einu dagblaði. Þeim fannst svo
áhugavert að ég stundaði ólymp-
ískar lyftingar og að uppáhalds-
bíómyndin mín væri Gladiator en
ekki Gone with the Wind,“ segir
hún og hlær.
Að námi loknu hefur Carrie sett
stefnuna á að verða prófessor í
þjóðsagnfræði og norrænni mið-
aldasögu. Ljóst er að þarna er held-
ur betur fjölhæf stúlka á ferðinni
sem mun eiga nóg af sögum í poka-
horninu til að segja barnabörnum
sínum í framtíðinni.
freyr@frettabladid.is
Bandarísk fegurðardís
heilluð af Íslendingasögum
CARRIE ROY
Fegurðardrottningin og háskólaneminn
Carrie Roy stundaði nám í íslenskum
þjóðsögum við Háskóla Íslands.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
R
N
ÞÓ
R