Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 44
 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR [up pl‡s inga - sím i sk ólan s er 5 68.3 725] [veldu gó›an jar›veg fyrir barni› flitt] -veldu Su›urhlí›arskóla! „Þetta hefur gengið alveg hreint glimrandi,“ segir Pétur Grétarsson, skipuleggjandi Jazzhátíðar Reykjavíkur. „Fyrsta vikan er að klárast. Við höfum oft verið dálítið seinir í gang en núna startaði hún með miklum látum. Við erum alveg búnir að sprengja utan af okkur Rosenberg.“ Þetta er þriðja árið í röð sem Pétur stjórnar hátíð- inni og segir hann viðbrögðin í ár þau bestu hingað til. „Við erum að selja aðgangspassa og fólk nýtir þá mjög vel. Það er ótrúlega gaman fyrir okkar lista- menn að hafa svona fjölsótta tónleika.“ Hátíðin stendur yfir í þrjár vikur til viðbótar. Í kvöld verða fyrstu stóru tónleikarnir þar sem sann- kölluð gítarveisla verður haldin á Nasa. Á meðal þeirra sem stíga þar á svið eru Hilmar Jensson ásamt franska gítarleikaranum Marc Ducret og bandaríska trommaranum Jim Black, Björn Thor- oddsen, með sænska gítarsnillingnum Ulf Wakeni- us, og Guðmundur Pétursson ásamt hljómsveit. - fb Fullt út úr dyrum á Jazzhátíð ÁNÆGÐIR DJASSARAR Pétur Grétarsson (í miðjunni) ásamt hópi íslenskra djassspilara sem spila á hátíðinni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðstandendur sjónvarps- þáttaraðarinnar Ástríðar fögnuðu frumsýningu á skemmtistaðnum Barböru við Laugaveg 22. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og fór fyrsti þátturinn í loftið á miðviku- dagskvöld en mörgum af þekkt- ustu gamanleikurum þjóðarinn- ar bregður fyrir í þeim. Þættirnir segja frá Ástríði sem hefur störf hjá fjármálafyrirtæki í Reykjavík þegar góðærið stendur sem hæst. Þættirnir eru sagðir vera í róman- tískum dúr en þeir fjalla um áður- nefnda Ástríði sem gengur betur að finna þann ranga í lífi sínu en þann rétta. Ilmur Kristjánsdóttir leik- ur aðalhlutverkið í þáttunum en meðal annarra sem koma við sögu í þeim má nefna Hilmi Snæ Guðna- son, Friðrik Friðriksson, Margréti Vilhjálmsdóttur og Þóri Sæmunds- son, ungan leikara sem nam sín fræði í Noregi. Leikstjóri er Silja Hauksdóttir en handritshöfund- ur Íslands, Sigurjón Kjartansson, hafði yfirumsjón með gerð hand- ritsins og naut þar dyggrar aðstoð- ar þeirra Silju og Ilmar auk Kötlu Maríu Þorgeirsdóttur. - fgg Nýjum sjónvarpsþætti fagnað LEIKSTJÓRINN OG LEIKKONAN Silja Hauksdóttir leikstýrir Ástríði en Ilmur Kristjáns- dóttir leikur aðalhlutverkið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJARNAN OG MENNIRNIR Á BAK VIÐ TJÖLDIN Sjónvarpstjórinn Pálmi Guðmundsson ásamt sinni hægri hönd, Skarphéðni Guðmundssyni dagskrárstjóra og stjörnu þáttanna, Ilmi Kristjánsdóttur. NÝSTIRNI Þóra Karítas leikur eitt aðalhlutverkanna í Ástríði ásamt Þóri Sæmundssyni (t.v.). Með þeim er Sig- urður Guðjónsson. SÁTT Kjartan Guðjónsson, Harpa Elísa og Friðrik Friðriksson voru að sjálfsögðu kampakát í frumsýningapartíi Ástríðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.