Fréttablaðið - 21.08.2009, Side 44

Fréttablaðið - 21.08.2009, Side 44
 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR [up pl‡s inga - sím i sk ólan s er 5 68.3 725] [veldu gó›an jar›veg fyrir barni› flitt] -veldu Su›urhlí›arskóla! „Þetta hefur gengið alveg hreint glimrandi,“ segir Pétur Grétarsson, skipuleggjandi Jazzhátíðar Reykjavíkur. „Fyrsta vikan er að klárast. Við höfum oft verið dálítið seinir í gang en núna startaði hún með miklum látum. Við erum alveg búnir að sprengja utan af okkur Rosenberg.“ Þetta er þriðja árið í röð sem Pétur stjórnar hátíð- inni og segir hann viðbrögðin í ár þau bestu hingað til. „Við erum að selja aðgangspassa og fólk nýtir þá mjög vel. Það er ótrúlega gaman fyrir okkar lista- menn að hafa svona fjölsótta tónleika.“ Hátíðin stendur yfir í þrjár vikur til viðbótar. Í kvöld verða fyrstu stóru tónleikarnir þar sem sann- kölluð gítarveisla verður haldin á Nasa. Á meðal þeirra sem stíga þar á svið eru Hilmar Jensson ásamt franska gítarleikaranum Marc Ducret og bandaríska trommaranum Jim Black, Björn Thor- oddsen, með sænska gítarsnillingnum Ulf Wakeni- us, og Guðmundur Pétursson ásamt hljómsveit. - fb Fullt út úr dyrum á Jazzhátíð ÁNÆGÐIR DJASSARAR Pétur Grétarsson (í miðjunni) ásamt hópi íslenskra djassspilara sem spila á hátíðinni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðstandendur sjónvarps- þáttaraðarinnar Ástríðar fögnuðu frumsýningu á skemmtistaðnum Barböru við Laugaveg 22. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og fór fyrsti þátturinn í loftið á miðviku- dagskvöld en mörgum af þekkt- ustu gamanleikurum þjóðarinn- ar bregður fyrir í þeim. Þættirnir segja frá Ástríði sem hefur störf hjá fjármálafyrirtæki í Reykjavík þegar góðærið stendur sem hæst. Þættirnir eru sagðir vera í róman- tískum dúr en þeir fjalla um áður- nefnda Ástríði sem gengur betur að finna þann ranga í lífi sínu en þann rétta. Ilmur Kristjánsdóttir leik- ur aðalhlutverkið í þáttunum en meðal annarra sem koma við sögu í þeim má nefna Hilmi Snæ Guðna- son, Friðrik Friðriksson, Margréti Vilhjálmsdóttur og Þóri Sæmunds- son, ungan leikara sem nam sín fræði í Noregi. Leikstjóri er Silja Hauksdóttir en handritshöfund- ur Íslands, Sigurjón Kjartansson, hafði yfirumsjón með gerð hand- ritsins og naut þar dyggrar aðstoð- ar þeirra Silju og Ilmar auk Kötlu Maríu Þorgeirsdóttur. - fgg Nýjum sjónvarpsþætti fagnað LEIKSTJÓRINN OG LEIKKONAN Silja Hauksdóttir leikstýrir Ástríði en Ilmur Kristjáns- dóttir leikur aðalhlutverkið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJARNAN OG MENNIRNIR Á BAK VIÐ TJÖLDIN Sjónvarpstjórinn Pálmi Guðmundsson ásamt sinni hægri hönd, Skarphéðni Guðmundssyni dagskrárstjóra og stjörnu þáttanna, Ilmi Kristjánsdóttur. NÝSTIRNI Þóra Karítas leikur eitt aðalhlutverkanna í Ástríði ásamt Þóri Sæmundssyni (t.v.). Með þeim er Sig- urður Guðjónsson. SÁTT Kjartan Guðjónsson, Harpa Elísa og Friðrik Friðriksson voru að sjálfsögðu kampakát í frumsýningapartíi Ástríðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.