Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 24
21.
ágúst
2
Mæður er alþjóðleg sýning því sex-
tíu konur frá Reykjavík, Hull í Bret-
landi, Freetown í Sierra Leone og
Szczecin í Póllandi taka þátt í henni.
Túlkun þeirra á viðfangsefninu er
afar mismunandi en myndunum
fylgir texti um viðkomandi ljós-
mynd. Hugmyndin að sýningunni
er sprottin af móðurmissi breska
ljósmyndarans Fionu Caley og sam-
ræðum hennar við konur eftir það.
Þar sannfærðist hún um lækningar-
mátt ljósmyndarinnar en á sýning-
unni deila konurnar upplifun og
minningum, hvort sem er í sorg
eða gleði.
Fiona Caley er verkefnisstjóri
Wilberforce Women, grasrótar-
verkefnis sem hófst í Hull árið
2005 með samstarfi kvenna þar í
borg við konur í Freetown í Sierra
Leone. Í ár var svo systurborgum
Hull boðið að vera með. Markmið-
ið er að færa konur af ólíkum upp-
runa nær hver annarri með hjálp
ljósmyndarinnar.
Mæður er farandsýning sem
ferðast milli borganna fjögurra.
Borgarbókasafn og Höfuðborgar-
stofa standa sameiginlega að henni
hér og hún verður opin til 6. sept-
ember. Bókasafnið mun einnig
vekja athygli á bókum og öðru efni
sem tengist móðurhugtakinu.
Hanna Birna borgarstjóri opnar
sýninguna við hátíðlega athöfn
sem hefst klukkan 15 á morgun í
aðalsafni Borgarbókasafnsins við
Tryggvagötu. Fiona Caley verður
viðstödd og ávarpar gesti og gítar-
sveit TR & TSDK ætlar að leika
létta flamenco-tónlist. Allir eru
velkomnir.
gun@frettabladid.is
Minningar um mæður
Túlkun kvenna á hugtakinu móðir er inntak ljósmyndasýningar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar-
stjóri opnar á morgun í aðalsafni Borgarbókasafsins við Tryggvagötu. Sýningin heitir einfaldlega Mæður.
Claire Griffiths setur hengirúm í sam-
band við móður.
Tvinnakeflisstandurinn og gleraugun
tilheyra minningu Gígju Baldursdóttur.
Mæðgur gæti þessi mynd heitið eftir Bilkisu Bangura.
SKAPANDI SUMARHÓPAR Hins Hússins verða með dag-
skrá fyrir utan Hitt Húsið í Pósthússtræti milli 14 og 17 á laugardaginn.
Dans, upplestur, gjafaleiðangur, tónlist og ljóðaslamm verður meðal
annars á boðstólum fyrir gesti miðbæjarins. www.hitthusid.is
K
R
A
F
T
A
V
E
R
K
• • •
Mörkinni 6 • Sími 588 5518
Opnunartímar:
mán.-föstud. 10-18
laugardaga 10-16
Gaman er að eiga myndir af
börnum sínum í þjóðbúningi.
Þeir sem hafa áhuga á að eiga
myndir af barninu sínu í íslensk-
um þjóðbúningi eiga kost á að
mæta í Árbæjarsafn sunnudaginn
23. ágúst og athuga hvort þar leyn-
ist ekki klæðnaður sem passar. Þá
verður nefnilega búið að safna
saman þjóðbúningum á börn sem
hægt verður að máta og að sjálf-
sögðu taka myndir.
Þarna verður einnig gott tæki-
færi til að spjalla við sérfræðing
um búninga barna og fá upplýsing-
ar um námskeið í gerð íslenskra
búninga.
Allir sem eiga þjóðbúninga eru
hvattir til að mæta í þeim.
Búninga-
dagur barna
Falleg drengjaföt finnast líka.