Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 24
 21. ágúst 2 Mæður er alþjóðleg sýning því sex- tíu konur frá Reykjavík, Hull í Bret- landi, Freetown í Sierra Leone og Szczecin í Póllandi taka þátt í henni. Túlkun þeirra á viðfangsefninu er afar mismunandi en myndunum fylgir texti um viðkomandi ljós- mynd. Hugmyndin að sýningunni er sprottin af móðurmissi breska ljósmyndarans Fionu Caley og sam- ræðum hennar við konur eftir það. Þar sannfærðist hún um lækningar- mátt ljósmyndarinnar en á sýning- unni deila konurnar upplifun og minningum, hvort sem er í sorg eða gleði. Fiona Caley er verkefnisstjóri Wilberforce Women, grasrótar- verkefnis sem hófst í Hull árið 2005 með samstarfi kvenna þar í borg við konur í Freetown í Sierra Leone. Í ár var svo systurborgum Hull boðið að vera með. Markmið- ið er að færa konur af ólíkum upp- runa nær hver annarri með hjálp ljósmyndarinnar. Mæður er farandsýning sem ferðast milli borganna fjögurra. Borgarbókasafn og Höfuðborgar- stofa standa sameiginlega að henni hér og hún verður opin til 6. sept- ember. Bókasafnið mun einnig vekja athygli á bókum og öðru efni sem tengist móðurhugtakinu. Hanna Birna borgarstjóri opnar sýninguna við hátíðlega athöfn sem hefst klukkan 15 á morgun í aðalsafni Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu. Fiona Caley verður viðstödd og ávarpar gesti og gítar- sveit TR & TSDK ætlar að leika létta flamenco-tónlist. Allir eru velkomnir. gun@frettabladid.is Minningar um mæður Túlkun kvenna á hugtakinu móðir er inntak ljósmyndasýningar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar- stjóri opnar á morgun í aðalsafni Borgarbókasafsins við Tryggvagötu. Sýningin heitir einfaldlega Mæður. Claire Griffiths setur hengirúm í sam- band við móður. Tvinnakeflisstandurinn og gleraugun tilheyra minningu Gígju Baldursdóttur. Mæðgur gæti þessi mynd heitið eftir Bilkisu Bangura. SKAPANDI SUMARHÓPAR Hins Hússins verða með dag- skrá fyrir utan Hitt Húsið í Pósthússtræti milli 14 og 17 á laugardaginn. Dans, upplestur, gjafaleiðangur, tónlist og ljóðaslamm verður meðal annars á boðstólum fyrir gesti miðbæjarins. www.hitthusid.is K R A F T A V E R K • • • Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opnunartímar: mán.-föstud. 10-18 laugardaga 10-16 Gaman er að eiga myndir af börnum sínum í þjóðbúningi. Þeir sem hafa áhuga á að eiga myndir af barninu sínu í íslensk- um þjóðbúningi eiga kost á að mæta í Árbæjarsafn sunnudaginn 23. ágúst og athuga hvort þar leyn- ist ekki klæðnaður sem passar. Þá verður nefnilega búið að safna saman þjóðbúningum á börn sem hægt verður að máta og að sjálf- sögðu taka myndir. Þarna verður einnig gott tæki- færi til að spjalla við sérfræðing um búninga barna og fá upplýsing- ar um námskeið í gerð íslenskra búninga. Allir sem eiga þjóðbúninga eru hvattir til að mæta í þeim. Búninga- dagur barna Falleg drengjaföt finnast líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.