Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 8
8 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR MADAGASKAR Fimmtán hafa verið handteknir á eyjunni Madagaskar grunaðir um að hafa slátrað fjölda lemúra. Talið er að veiðiþjófarnir hafi selt dýrin á veitingastaði sem gera út á að hafa sjaldgæfar dýrateg- undir á matseðlinum. Litið er á lemúradráp sem alvar- legan glæp á Madagaskar enda dýrin talin í útrýmingarhættu og friðuð. Veiðiþjófar á eyjunni hafa nýtt sér þær brotalamir sem orðið hafa í löggæslu landsins í kjölfar valdaránsins fyrr á árinu. Myndir, sem umhverfisverndar- samtökin Conservation Inter- national birtu af dýrum sem búið var að slátra, hafa vakið heims- athygli. Lemúrarnir höfðu annað- hvort verið veiddir í gildrur eða drepnir með teygjubyssum. - th 1 Hverjar voru metnar hæfast- ar til að gegna stöðu Þjóðleik- hússtjóra? 2 Hver stendur fyrir tónleik- um til heiðurs John Lennon á Nasa? 3 Hvaða Íslendingur leikur með Burnley sem lagði Manchester United á miðvikudag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á síðustu flugsætunum til Costa del Sol 25. ágúst í 11 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu, m.a. góð íbúðahótel á meðan á dvölinni stend- ur. Þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Ath. aðeins örfá sæti og íbúðir á þessum kjörum! ALÞINGI Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, lagði til að frum- varpi um ríkisábyrgð vegna Ice- save yrði vísað frá þingi og tekn- ir yrðu upp samningar að nýju við Breta og Hollendinga. Höskuldur sagði marga galla vera á málinu og samningarnir væru ekki í sam- ræmi við það umboð sem Alþingi gaf framkvæmdavaldinu til samn- inga 5. desember 2008. Þess vegna væri nær að semja upp á nýtt. Frumvarpið var tekið til annarr- ar umræðu á þingi í gær og mælti Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, fyrir áliti meiri- hluta nefndarinnar. Í umræðum um málið sakaði Pétur H. Blön- dal stjórnarflokkana um að hafa komið Alþingi í klípu með því að samþykkja samningana óséða. Alþingi væri í þeirri stöðu að geta hvorki samþykkt né fellt samn- inginn þar sem fjármálaráðherra hefði skrifað undir hann. Guðbjartur hafnaði því að samningurinn hefði hlotið óeðli- lega málsmeðferð. Þingflokkar stjórnarflokkanna hefðu fengið kynningu á samningnum og í sam- ræmi við umboð Alþingis frá 5. desember hefðu þeir veitt ráðherra heimild til að undirrita hann. Stjórnarliðar sögðu að mikill árangur hefði náðst í samningun- um og fögnuðu þeirri samstöðu sem þó hefði náðst í fjárlaganefnd. Árni Þór Sigurðsson, Vinstri græn- um, sagði hagsmunum þjóðarinnar best borgið með því að samþykkja ríkisábyrgðina með þeim fyrirvör- um sem settir voru. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi niðurstöðu samninganna og sagð- ist efast um að Bretar og Hollend- ingar hefðu ekki náð öllum ýtrustu kröfum sínum fram. Bjarni sagði Sjálfstæðisflokkinn sýna ábyrgð með því að taka þátt í afgreiðslu málsins. Bjarni sagði skynsam- legast að aðilar málsins kæmu sér saman um að endurgera lánssamn- ingana og ríkisábyrgðin stæði ein- faldlega að baki þeim. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagðist hafa rætt við- brögð Breta gagnvart Íslendingum við Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins. Hún sagðist hafa lagt áherslu á að slæmt fordæmi hefði verið sett í samskiptum bandalags- ríkja með beitingu Breta á hryðju- verkalögum. Málið var til umræðu á þingi langt fram á kvöld í gær. Að lok- inni annarri umræðu verður því vísað á ný til nefndar og að lokum til þriðju umræðu. Reiknað er með því að málið verði samþykkt á Alþingi um helgina. kolbeinn@frettabladid.is Framsókn vill semja á ný um Icesave Framsóknarflokkurinn vill vísa frumvarpi um ríkis- ábyrgð vegna Icesave frá og semja upp á nýtt við Hollendinga og Breta. Ríkisstjórnin var enn gagn- rýnd af stjórnarandstöðunni fyrir leynd í málinu. ALÞINGI Miklar umræður urðu um ríkisábyrgð vegna Icesave á Alþingi í gær. Vonast er til að hægt verði að afgreiða málið um helgina. Að því loknu verður þingi slitið og ekki sett aftur fyrr en í október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Már Guðmundsson tók í gær við starfi Seðlabanka- stjóra af hinum norska Svein Har- ald Øygard, sem gegnt hefur emb- ættinu síðan í lok febrúar. Már hefur verið aðstoðarfram- kvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslu- bankans í Basel í Sviss frá árinu 2004. Hann starfaði áður í Seðla- banka Íslands í tæpa tvo áratugi, þar af í um áratug sem aðalhag- fræðingur bankans. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra skipaði Má bankastjóra til fimm ára frá og með gærdeg- inum. Sérstök matsnefnd um hæfi umsækjenda mat Má mjög vel hæfan í stöðuna, líkt og Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðal- hagfræðing bankans, sem skipað- ur var aðstoðarseðlabankastjóri til fjögurra ára. Í tilkynningu frá Seðlabankan- um segir Már að á upphafsdög- um sínum í starfi muni hann fara vandlega yfir þau verkefni sem unnið hafi verið að í Seðlabankan- um að undanförnu. Starfsmenn og forysta bankans hafi á undanförn- um misserum unnið mikið starf við erfiðar aðstæður, sem haldið verði áfram. Jafnframt muni hann beina sjónum sínum að framtíð fjármála- kerfisins og hlutverki Seðlabank- ans. - sh Svein Harald Øygard hættur sem Seðlabankastjóri: Már tekinn við Seðlabanka Íslands SVEIN HARALD ØYGARD MÁR GUÐMUNDSSON LEMÚR Veiðiþjófar hafa veitt dýrin í gildrur og drepið með teygjubyssum. Veiðiþjófar á Madagaskar: Lemúrar hafðir á matseðlinum FRAKKLAND, AP Um fimmtíu reið- ir verkamenn franska flutninga- fyrirtækisins SERTA hóta því að valda alvarlegri mengun í ánni Signu, sem liggur í gegnum Par- ísarborg. Mönnunum var sagt upp störfum og krefjast þess að fá fimmtán þúsund evrur hver í bætur frá fyrirtækinu, að öðrum kosti muni þeir hella eldsneyti út í ána. Fyrirtækið er á barmi gjaldþrots og bíður dómsúr- skurðar. Verkamenn víðs vegar um Frakkland hafa undanfarna mánuði gripið til margvíslegra aðgerða, meðal annars rænt yfirmönnum sínum og hótað að sprengja upp verksmiðjur. - gb Reiðir verkamenn í París: Hóta að hella olíu út í Signu EFNAHAGSMÁL Auka á samstarf efnahagsbrotadeilda á Norður- löndunum í tengslum við rann- sókn á hruninu. Þetta var niður- staða á árlegum fundi deildanna sem var haldinn hér á landi. Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, var gestur á fund- inum og kynnti rannsóknina sem fer fram á vegum embættisins. Helgi Magnús Gunnarsson sak- sóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra segir að skipulag rannsóknarinnar á hruninu hafi vakið athygli á fundinum, ekki síst embætti sér- staks saksóknara. „Það er fyrir- komulag sem kom þeim nokkuð á óvart,“ segir Helgi. Deildirnar funda á ný í nóvember. Efnahagsbrotadeild fær hjálp: Norrænt sam- starf við rann- sókn á hruninu VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.