Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 6
6 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
Mánudagstilboð
GLÆNÝ STÓRLÚÐA
SMJÖRKRYDDMARINERUÐ LÚÐUSTEIK
LÚÐUSTEIK Í LEMMON & KÓRÍANDER
GLÆNÝ LAXAFLÖK
1.790
UTANRÍKISMÁL Mikilvægt er fyrir
bæði Atlantshafsbandalagið
(NATO) og íslensk stjórnvöld að
halda uppi ratsjáreftirliti með rat-
sjám bandalagsins, sagði Anders
Fogh Rasmussen, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
eftir fund með Össuri Skarphéð-
inssyni utanríkisráðherra í utan-
ríkisráðuneytinu í gær.
„Eftirlit og eftirlitskerfi eru
algerlega nauðsynleg hverju full-
valda ríki,“ sagði Rasmussen.
Spurður um mikilvægi kerfisins
fyrir bandalagið sagði hann að
bandalag sem snerist um varn-
ar- og öryggismál þyrfti að eiga
kerfi sem fylgdist með því sem
gerðist á yfirráðasvæði banda-
lagsríkja.
Rasmussen sagðist vonast til
þess að loftrýmisgæsla banda-
lagsríkja hér við land héldi áfram
næstu árin. „Kjarni bandalags-
ins er samstaða. Sú samstaða er
ástæða þess að bandalagsþjóð-
ir hafa tekið þátt í eftirlitsflugi
við Ísland. Það er órjúfanlegur
hluti þess að vera í bandalagi að
aðstoða aðrar bandalagsþjóðir í
málum sem þessum. Ég vona að
þetta fyrirkomulag geti haldið
áfram á komandi árum, í sam-
starfi við íslensk stjórnvöld.“
Rasmussen vildi ekki tjá sig um
mögulegar afleiðingar þess verði
Varnarmálastofnun lögð niður.
Hann sagði Össur hafa fullviss-
að sig um að Ísland hygðist upp-
fylla skyldur sínar við NATO.
Það væri íslenskra stjórnvalda að
ákveða hvernig verkefnum tengd-
um bandalaginu væri fyrir komið
í stjórnsýslunni.
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra gerði Rasmussen
grein fyrir pólitískum og fjár-
hagslegum afleiðingum beiting-
ar breskra stjórnvalda á hryðju-
verkalögum gegn íslenskum
hagsmunum. Hún lagði áherslu á
hversu slæmt fordæmi þetta væri
í samskiptum bandalagsríkja.
Rasmussen var fyrr um dag-
inn spurður um beitingu hryðju-
verkalaganna. Hann sagði það
ekki hlutverk NATO að hafa
afskipti af tvíhliða samningum
milli bandalagsríkja.
„Ég hef að sjálfsögðu miklar
áhyggjur af mögulegri pólitískri
spennu milli bandalagsríkja,
en mun sem framkvæmdastjóri
NATO ekki grípa til neinna
aðgerða,“ sagði Rasmussen.
Á fundi Rasmussens og utan-
ríkisráðherra lagði Össur áherslu
á mikilvægi norðurslóða. „Við
vorum sammála um að mikilvægi
þeirra muni aukast á næstu árum
og áratugum þegar nýjar skila-
leiðir opnast og norðursvæðin
verða mikilvægari vegna vinnslu
olíu og gass,“ segir Össur. Mikil-
vægt sé að NATO fylgist vel með
á norðurslóðum, án þess þó að
nokkuð kalli á hernaðaruppbygg-
ingu á svæðinu. brjann@frettabladid.is
NATO vill loftrýmis-
gæslu hér á landi
Framkvæmdastjóri NATO segir eftirlit með ratsjárkerfi bandalagsins hér á
landi nauðsynlegt. Það sé ekki hlutverk NATO að hafa afskipti af beitingu
breskra stjórnvalda á ákvæði í hryðjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum.
FUNDIR Anders Fogh Rasmussen fundaði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra
í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í hádeginu í gær. Hann flaug af landi brott
seinnipart dags í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Skólastjórastaða ómönnuð
Enginn skólastjóri er að störfum við
Grunnskólann á Þingeyri. Staðan
hefur verið auglýst laus til umsóknar
og rennur fresturinn til að sækja um
út 27. ágúst. Búið var að ráða í stöð-
una í vor, en skólastjórinn fyrrverandi
lét fljótlega af störfum af persónuleg-
um ástæðum.
VESTFIRÐIR
Borað á Rifi
Hundrað metra djúp hola verður
boruð á Rifi um helgina, til að kanna
hvort líkur séu á að finna þar jarðhita.
Snæfellsbær stendur fyrir verkefninu.
Að boruninni lokinni verður ákveðið
hvort frekar verður borað á svæðinu.
SNÆFELLSNES
DÓMSMÁL Guðríður Haraldsdótt-
ir, ritstjóri Vikunnar, hefur hafn-
að samtals tíu milljóna króna
miskabótakröfum fjölskyldu úr
Sandgerði vegna umfjöllunar um
málefni hennar í nýlegu tölublaði
Vikunnar. Telur fjölskyldan að
umfjöllunin, sem ekki var merkt
höfundi, hafi verið full af grófum
ærumeiðingum og að hún hafi brot-
ið gegn friðhelgi einkalífs hennar.
Fjölskyldan hyggst fara með málið
fyrir dómstóla.
Í greininni er rætt við Valborgu
Svanholt Níelsdóttur, sem ber
þungar sakir á fyrrverandi eigin-
mann látinnar dóttur sinnar. Hún
segir segir hann hafa beitt dóttur-
dóttur sína ofbeldi og hafi rænt
henni, hann skoði barnaklám og
segir frá kærum á hendur honum
fyrir misnotkun sem síðar voru
felldar niður.
Tvö mál verða höfðuð á hendur
Guðríði. Annað höfðar faðirinn,
sem er bandarískur, og hitt höfð-
ar hann ásamt núverandi konu
sinni fyrir hönd þrettán ára dótt-
ur þeirra, en konan hefur nú ætt-
leitt hana. Í greininni er dóttirin
nafngreind, fjallað um sjálfsvígs-
hugleiðingar hennar og sálfræði-
aðstoð, hún kölluð Öskubuska og
birtar af henni myndir án hennar
samþykkis.
Málin verða þingfest í Héraðs-
dómi Vesturlands í byrjun sept-
ember. Vilhjálmur H. Vilhjálms-
son, lögmaður fjölskyldunnar,
segist meðal annars munu byggja
á því að Birtíngur og blaðamenn
útgáfunnar, þótt það eigi að sjálf-
sögðu ekki við um alla, séu síbrota-
menn á þessu sviði, enda hafi hann
unnið fimm meiðyrðamál gegn
félaginu og starfsmönnum þess
undanfarið ár og tvö vegna ólög-
mætra myndbirtinga.
Nýlegum dómi yfir blaðamanni
Vikunnar, sem dæmdur var fyrir
meiðyrði vegna ummæla við-
mælanda, hefur nú verið vísað til
Mannréttindadómstóls Evrópu með
fulltingi Blaðamannafélagins. - sh
Fjölskylda krefur ritstjóra Vikunnar um milljónabætur fyrir ærumeiðingar:
Stefnt vegna ummæla viðmælanda
FORSÍÐUVIÐTALIÐ Valborg Svanholt
sagði í viðtalinu að fyrrverandi tengda-
sonur hennar færi illa með barnabarn
hennar.
EFNAHAGSMÁL Þeir sem voru með
undir tvöhundruð þúsund krón-
um í laun í maí í fyrra,
eru nú að meðal-
tali með „veru-
lega minni tekj-
ur en þá,“ segir
í Vefriti fjár-
málaráðuneytis-
ins. Um leið hafa
þeir tekjuhæstu misst um helming
tekna sinna.
Þeir sem voru með tekjur á bil-
inu tvöhundruð þúsund til 250.000
krónur er eini hópurinn sem stend-
ur í stað milli ára, en þeir, sem til-
heyra hærri tekjuhópum, hafa allir
lækkað og hlutfallslega meira eftir
því sem tekjurnar eru hærri.
Í heildina hafa ráðstöfunartekj-
ur lækkað um tæp fimmtán pró-
sent síðan í fyrra.
Fimmhundruð manns voru
með yfir tvær milljónir á mán-
uði 2008. Þetta fólk er nú að jafn-
aði með eina milljón í tekjur. Þeir
4.500 sem voru með yfir milljón á
mánuði eru komnir niður í 750.000
krónur að meðaltali.
Í vefritinu er einnig bent á að
37.000 manns hafi horfið af stað-
greiðsluskrá skatta á tímabilinu.
Um leið hafa fimmtán þúsund nýir
bæst inn á hana. Samtals eru skatt-
greiðslur 5,6 prósentum lægri.
- kóþ
Fjármálaráðuneytið segir ráðstöfunartekjur lækka um fimmtán prósent milli ára:
Lægstu og hæstu tekjur lækka
FJÁRMÁLARÁÐHERRA Ráðuneyti Steingríms J. Sigfússonar
sendi frá sér vefrit í gær, þar sem farið er yfir lækkun tekna
einstaklinga milli ára. Ráðherrann sjálfur segist fullviss að
íslenskt samfélag hafi alla burði til að sigrast á erfiðleik-
unum, þótt miklir séu.
MENNTUN Menntaráð Reykjavíkur
tekur umsókn Menntaskólans, um
starfsemi nýs einkarekins grunn-
skóla í Heilsuverndarstöðinni í
Reykjavík, fyrir á fundi sínum á
miðvikudag. Grunnskólar í Reykja-
vík verða settir á mánudaginn.
Kjartan Magnússon, formað-
ur menntaráðs, segist engu geta
svarað um hvort líklegt sé að skól-
inn taki til starfa í haust. Ekki sé
útséð með það enn. Edda Huld Sig-
urðardóttir, einn aðstandenda skól-
ans, segir að skólinn geti tekið til
starfa um leið og leyfi fæst. Stað-
an sé erfið fyrir foreldra sem vita
ekki hvar bör þeirra hefji nám á
næstunni. - kóp
Grunnskólar settir eftir helgi:
Enn óvissa um
nýja skólann í
Reykjavík
HEILSUVERNDARSTÖÐIN Aðstandendur
vonast til að nýr grunnskóli hefji störf í
húsinu í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ákærður fyrir árás með glasi
Rúmlega tvítugur maður hefur verið
ákærður fyrir sérstaklega hættulega
líkamsárás, en hann sló 26 ára konu
með glerglasi í andlitið á kaffihúsi
á Akureyri í maí. Konan hlaut fjölda
sára á höfði og í andliti og krefst
hálfrar milljóna króna í bætur.
DÓMSTÓLAR
Ætti frekar að setja fé í að
minnka skuldir hinna verst
stöddu en skuldir allra?
Já 34%
Nei 66%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú farið í leikhús á
árinu?
Segðu skoðun þína á visir.is.
142 svínaflensutilfelli
Alls hafa greinst 142 tilfelli með
staðfesta svínaflensu (inflúensu
A(H1N1) frá því í maí 2009 á Íslandi
samkvæmt upplýsingum frá veiru-
fræðideild Landspítalans. Þá hafa
samtals borist 577 tilkynningar um
inflúensuna frá heilsugæslustöðvum
og sjúkrahúsum landsins frá 29.júní.
HEILBRIGÐISMÁL
KJÖRKASSINN