Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 46
34 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
Alls bárust fimmtíu umsóknir frá
íslensku kvikmyndagerðarfólki til
Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í
Reykjavík sem verður haldin 17.
til 27. september. Af þeim verða
vel á annan tug mynda sýnd-
ar, bæði myndir í fullri lengd og
stuttmyndir. Á meðal þeirra er
Louise Michel eftir Sólveigu Ans-
pach, stuttmyndin Flæktar sálir
og fáein símanúmer eftir Ísold
Uggadóttur og heimildarmyndin
Edie & Thea: A Very Long Engage-
ment sem Gréta Ólafsdóttir fram-
leiðir. Susan Muska leikstýrir síð-
astnefndu myndinni, sem hlaut
áhorfendaverðlaun sem besta
heimildarmyndin á Outfest-hátíð-
inni fyrr á árinu.
Einnig verður sýnd stuttmynd-
in The Gentlemen í leikstjórn Jan-
usar Braga Jakobssonar, sem er
nýútskrifaður úr heimildarmynda-
deild Danska kvikmyndaskólans.
Myndin fjallar um þrjá unga menn
sem hittast á bryggju og leggja
drög að nýrri hljómsveit.
Önnur áhugaverð mynd á hátíð-
inni nefnist Hús fullnægjunnar og
er eftir bandaríska leikarann og
tónlistar- og kvikmyndagerðar-
manninn Jesse Hartman. Myndin
verður heimsfrumsýnd á hátíðinni
og verður Hartman viðstadd-
ur frumsýninguna. Hann ætlar
einnig að halda tónleika meðan
á dvöl hans hér á landi stendur.
Þeir munu tilheyra tónleikaröð-
inni Réttum.
-fb
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 564 0000
14
16
16
12
16
L
L
THE GOODS: LIVE HARD, SELL HARD kl. 3.20 - 8 - 10.10
TAKING OF PELHAM 123 kl. 5.30 - 8 - 10.30
TAKING OF PELHAM 123 LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30
G.I. JOE kl. 5.30 - 8 - 10.30
KARLAR SEM HATA KONUR kl. 5 - 8 - 11
ÍSÖLD 3 3D ÍSLENSKT TAL kl. 3.30 D
ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 3.30
SÍMI 462 3500
TAKING OF PELHAM 123 kl. 8 - 10
G.I. JOE kl. 5.45 - 8 - 10.10
KARLAR SEM HATA KONUR kl. 5.20 -
16
12
16
12
L
12
18
16
THE TIME TRAVELER’S WIFE kl. 5.30 - 8 - 10.30
STELPURNAR OKKAR kl. 6 - 8
G.I. JOE kl. 6.30 - 9
FUNNY GAMES kl. 10
KARLAR SEM HATA KONUR kl. 6 - 9
SÍMI 530 1919
12
16
12
16
16
THE TIME TRAVELER’S WIFE kl. 5.30 - 8 - 10.30
TAKING OF PELHAM 123 kl. 5.30 - 8 - 10.30
MY SISTERS KEEPER kl. 8 - 10.20
CROSSING OVER kl. 5.30
KARLAR SEM HATA KONUR kl. 7 - 10
SÍMI 551 9000
S.V. MBLÓ.H.T., Rás 2Heimir og Gulli
Bítið á Bylgjunni.
35.000 MANNS!
- E.E., DV
Frá Tony Scott, leikstjóra
Deja Vu og Man on Fire
kemur magnaður
spennutryllir.
Washington upplifir sína
verstu martröð þegar hann
þarf að takast á við Travolta
höfuðpaur glæpamannanna.
Einstök
kvikmyndaperla
sem engin má
missa af!
Byggð á
metsölubókinni
„Kona
Tímaflakkarans“
SJÁÐU NÝJA AVATAR TRAILERINN
Á UNDAN SÝNINGUM DAGSINS - AÐEINS Í DAG
FRÁ JERRY BRUCKHEIMER
ÞEIR ERU NÝJUSTU NJÓSNARAR FBI OG ÞEIR ÞURFA
AÐ TAKA HÖNDUM SAMAN TIL AÐ BJARGA HEIMINUM
SANDRA BULLOCK RYAN REYNOLDS
BÓNORÐIÐ
„
“
HERE COMES THE BRIBE...
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
KRINGLUNNI
550 Á MERKTAR APPELSÍNUGULU OG 850 Á GRÆNAR
SPARBÍÓ
DRAG ME TO HELL kl. 5:40 - 8 - 10:20 16
DRAG ME TO HELL kl. 8 - 10:20 VIP
PUBLIC ENEMIES kl. 5 - 8 - 10:50 16
G-FORCE - 3D M/ ísl. Tali kl. 4(3D) - 6(3D) L
G-FORCE - 3D M/ ísl. Tali kl. 3:40 L
THE PROPOSAL kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 L
HARRY POTTER kl. 5 - 8 - 10:20 10
HARRY POTTER kl. 5 síðustu sýningar VIP
BRUNO kl. 11 síðustu sýningar 14
THE HANGOVER kl. 8 12
DRAG ME TO HELL kl. 8:20 - 10:30 16
PUBLIC ENEMIES kl. 8:20 - 11 16
G-FORCE - 3D M/ ísl. Tali kl. 4(3D) L
G-FORCE - 3D M/ Ensk. Tali kl. 6(3D) L
THE PROPOSAL kl. 3:40D - 6D - 8:20D - 10:40D L
HARRY POTTER 6 kl. 5 10
LEIKSTJÓRA EVIL DEAD OG SPIDER MAN MYNDANNA
SEM ER Í TOPPFORMI Í SINNI BESTU KVIKMYND TIL ÞESSA!
Gagnrýnendur
eru á einu máli;
Entertainment Weekly
- 100/100
Los Angeles Times
- 100/100
Wall Street Journal
- 100/100
Washington Post
– 100/100
Film Threat
– 100/100
FRÁ SAM RAIMI
DRAG ME TO HELL kl. 8 - 10 16
THE PROPOSAL kl. 8 L
G-FORCE M/ ísl. Tali kl. 6 L
HARRY POTTER kl. 5 7
PUBLIC ENEMIES kl. 10 12
- bara lúxus
Sími: 553 2075
THE GOODS kl. 6, 8 og 10 12
THE TAKING OF PELHAM 123 kl. 5.50, 8 og 10.10 16
G.I.JOE: THE RISE OF COBRA kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.20 12
ÍSÖLD 3 - Íslenskt tal kl. 3.50 L
ÍSÖLD 3 - 3D - Íslenskt tal kl. 4 L
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
„Í fyrra voru um 5.000 hlauparar
og um 12.000 manns á svæðinu,
en við búumst við heldur fleirum
í ár,“ segir Gunnar Helgason, leik-
ari og umsjónarmaður skemmti-
dagskrár, um Latabæjarhlaupið.
Hlaupið fer fram í fjórða sinn á
morgun klukkan 13, en upphitun
hefst í Hljómskálagarðinum um
20 mínútum fyrr.
„Núna ætlar Magnús Scheving
að vera með sérstaka upphit-
un fyrir alla krakkana, sem um
15.000 manns munu líklega taka
þátt í. Krakkarnir fara svo í sitt
rásmark og er skipt í þrjá aldurs-
hópa með litum. Maggi hleypur svo
fyrstu metrana með hverjum hóp,
en Sniglarnir ætla að vera fremst-
ir og leiða hlauparana rétta leið,“
útskýrir Gunnar og segir meiri
stemningu í kringum hlaupið sjálft
í ár en áður.
„Eftir hlaupið verða svo Lata-
bæjartónleikar í Hljómskálagarð-
inum, á sama sviði og Rásar 2
tónleikarnir verða um kvöldið og
það verður risaskjár á staðnum
svo allir eiga að geta séð hvað fer
fram. Solla stirða ætlar að bjóða
vinum sínum að koma og syngja
Latabæjarlög ásamt sínum eigin
lögum, en fram koma Jónsi, sem
syngur upphafslagið í þáttunum,
Jóhanna Guðrún, Magni Ásgeirs-
son og Ingó Veðurguð,“ segir hann.
„Í ár ætlum við að reyna að stytta
tímann sem fólk þarf að vera á
staðnum, en í heildina verður þetta
um eins og hálfs tíma dagskrá með
upphitun, hlaupinu og skemmti-
atriðum,“ bætir hann við. - ag
Latibær býður upp á tónleika
JANUS BRAGI JAKOBSSON Stuttmyndin
The Gentlemen eftir Janus Braga Jakobs-
son verður sýnd á hátíðinni.
MÚGUR OG MARGMENNI
Í fyrra voru um 5.000 hlauparar í Lata-
bæjarhlaupinu og um 12.000 manns á
svæðinu, en Gunnar Helgason býst við
um 15.000 manns á morgun.
Iceland Airwaves-hátíðin hefur
staðfest átta hljómsveitir til við-
bótar við þær fjörutíu sem nú
þegar hafa verið bókaðar. Sjö
hljómsveitanna eru frá Skandin-
avíu og ein frá Íslandi. Juvelen,
The Field og Christine Owman
koma frá Svíþjóð; Oh Land, Dar-
ling Don´t Dance og When the
Saints Go Machine koma frá
Danmörku; Kakkamaddafakka
kemur frá Noregi og loks stígur
á svið söngkonan Hafdís Huld.
Miðasala á hátíðina, sem verður
haldin 14. til 18. október, hefst í
næstu viku.
Átta bætast
við Airwaves
GESTIR Norska hljómsveitin
Kakkamaddafakka spilar á Airwaves.
Fimmtíu íslenskar
umsóknir á RIFF
Tveir af meðlimum bar-
dagafélagsins Einherja í
Reykjavík fengu höfðing-
legar móttökur þegar þeir
sóttu stærstu víkingahátíð
í heimi sem haldin er ár
hvert í bænum Wolin.
„Já, við vorum hálfgerðar stór-
stjörnur, fólkið þarna hafði aldrei
séð alvöru íslenska víkinga og
menn þögðu þegar við töluðum
saman. Okkur var sagt að við
værum þarna að tala alvöru vík-
ingamál,“ segir jarlinn Gunnar
Ólason en hann sótti hátíðina ásamt
Sveini Hirti goða. Þeir Gunnar og
Sveinn mættu vopnlausir til leiks
enda segir Gunnar að þeir hafi
komið þarna í friði, ekki til að
höggva mann og annan. Fjölmiðl-
ar sýndu þessari heimsókn mik-
inn áhuga og voru þeir Sveinn og
Gunnar á forsíðu þriggja pólskra
dagblaða. „Og þegar skrúðgang-
an var farin um bæinn þá heyrð-
um við hvíslað að þarna væru nú
komnir hinir frægu íslensku vík-
ingar. Það var bara komið fram
við okkur eins og kónga.“ Talið er
að hátíðin dragi að sér sextíu þús-
und gesti en alls koma um fimm-
tán hundruð manns að henni með
einum eða öðrum hætti.
Hápunktur hátíðarinnar er
umfangsmikill bardagi sem sex
hundruð víkingar taka þátt í. Og
þeim Gunnari og Sveini var boðið
að taka stöðu dómara sem þykir
mikill heiður. „Maður stendur þá
með tréprik, ber að ofan og það gat
stundum verið nokkuð skelfilegt að
standa þarna berskjaldaður innan
um alvopnaða víkinga sem lömdu
hver á öðrum með sverði.“ Gunnar
segir að bardagar nútímavíkinga
í Austur-Evrópu séu nokkuð frá-
brugðnir bardögum sem sjá má á
víkingahátíðum í Vestur-Evrópu.
„Þetta er mun harkalegra, menn
lemja virkilega hver á öðrum.
Þessi svokallaða austurleið krefst
þess að menn séu vel varðir, með
hjálma, leðurhanska og brynjur.
Þar leyfist mönnum að slá í höfuð,
en það er stranglega bannað fyrir
vestan.“ Bardagar af þessu tagi
standa yfirleitt ekki yfir í langan
tíma, vara ekki í nema sex til átta
mínútur. „Menn eru yfirleitt alveg
búnir eftir þetta enda reynir svona
orrusta mikið á þol manna.“
Og Gunnar og Sveinn ætla að
sækja þessa hátíð aftur og eru að
safna liði svo að íslensku víkingarn-
ir geti nú sýnt og sannað að þeir séu
hin einu og sönnu hreystimenni frá
hinni glæstu fornöld. Áhugasömum
er bent á heimasíðu Einherja, ein-
herji.is, vilji þeir fara utan í vík-
ing. „Þetta er mikil þolraun,“ segir
Gunnar. „Við vorum einu sinni með
sérsveitarmann frá lögreglunni og
hann gafst upp eftir klukkutíma.
Hafði þá á orði hversu erfitt þetta
væri.“ freyrgigja@frettabladid.is
Íslenskir víkingar í Póllandi
Í DÓMARASÆTINU Gunnar í hlutverki dómarans í bardaganum mikla þar sem sex
hundruð manns lemja hver á öðrum með sverðum.