Fréttablaðið - 21.08.2009, Side 8
8 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
MADAGASKAR Fimmtán hafa verið
handteknir á eyjunni Madagaskar
grunaðir um að hafa slátrað fjölda
lemúra.
Talið er að veiðiþjófarnir hafi
selt dýrin á veitingastaði sem gera
út á að hafa sjaldgæfar dýrateg-
undir á matseðlinum.
Litið er á lemúradráp sem alvar-
legan glæp á Madagaskar enda
dýrin talin í útrýmingarhættu og
friðuð.
Veiðiþjófar á eyjunni hafa nýtt
sér þær brotalamir sem orðið
hafa í löggæslu landsins í kjölfar
valdaránsins fyrr á árinu.
Myndir, sem umhverfisverndar-
samtökin Conservation Inter-
national birtu af dýrum sem búið
var að slátra, hafa vakið heims-
athygli. Lemúrarnir höfðu annað-
hvort verið veiddir í gildrur eða
drepnir með teygjubyssum. - th
1 Hverjar voru metnar hæfast-
ar til að gegna stöðu Þjóðleik-
hússtjóra?
2 Hver stendur fyrir tónleik-
um til heiðurs John Lennon á
Nasa?
3 Hvaða Íslendingur leikur með
Burnley sem lagði Manchester
United á miðvikudag?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42
Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á síðustu flugsætunum til Costa del Sol 25. ágúst í 11 nætur. Þú kaupir 2
flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu, m.a. góð íbúðahótel á meðan á dvölinni stend-
ur. Þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Ath. aðeins örfá sæti og íbúðir á þessum kjörum!
ALÞINGI Höskuldur Þórhallsson,
fulltrúi Framsóknarflokksins í
fjárlaganefnd, lagði til að frum-
varpi um ríkisábyrgð vegna Ice-
save yrði vísað frá þingi og tekn-
ir yrðu upp samningar að nýju við
Breta og Hollendinga. Höskuldur
sagði marga galla vera á málinu
og samningarnir væru ekki í sam-
ræmi við það umboð sem Alþingi
gaf framkvæmdavaldinu til samn-
inga 5. desember 2008. Þess vegna
væri nær að semja upp á nýtt.
Frumvarpið var tekið til annarr-
ar umræðu á þingi í gær og mælti
Guðbjartur Hannesson, formaður
fjárlaganefndar, fyrir áliti meiri-
hluta nefndarinnar. Í umræðum
um málið sakaði Pétur H. Blön-
dal stjórnarflokkana um að hafa
komið Alþingi í klípu með því að
samþykkja samningana óséða.
Alþingi væri í þeirri stöðu að geta
hvorki samþykkt né fellt samn-
inginn þar sem fjármálaráðherra
hefði skrifað undir hann.
Guðbjartur hafnaði því að
samningurinn hefði hlotið óeðli-
lega málsmeðferð. Þingflokkar
stjórnarflokkanna hefðu fengið
kynningu á samningnum og í sam-
ræmi við umboð Alþingis frá 5.
desember hefðu þeir veitt ráðherra
heimild til að undirrita hann.
Stjórnarliðar sögðu að mikill
árangur hefði náðst í samningun-
um og fögnuðu þeirri samstöðu
sem þó hefði náðst í fjárlaganefnd.
Árni Þór Sigurðsson, Vinstri græn-
um, sagði hagsmunum þjóðarinnar
best borgið með því að samþykkja
ríkisábyrgðina með þeim fyrirvör-
um sem settir voru.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi
niðurstöðu samninganna og sagð-
ist efast um að Bretar og Hollend-
ingar hefðu ekki náð öllum ýtrustu
kröfum sínum fram. Bjarni sagði
Sjálfstæðisflokkinn sýna ábyrgð
með því að taka þátt í afgreiðslu
málsins. Bjarni sagði skynsam-
legast að aðilar málsins kæmu sér
saman um að endurgera lánssamn-
ingana og ríkisábyrgðin stæði ein-
faldlega að baki þeim.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagðist hafa rætt við-
brögð Breta gagnvart Íslendingum
við Anders Fogh Rasmussen, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins. Hún sagðist hafa lagt
áherslu á að slæmt fordæmi hefði
verið sett í samskiptum bandalags-
ríkja með beitingu Breta á hryðju-
verkalögum.
Málið var til umræðu á þingi
langt fram á kvöld í gær. Að lok-
inni annarri umræðu verður því
vísað á ný til nefndar og að lokum
til þriðju umræðu. Reiknað er
með því að málið verði samþykkt
á Alþingi um helgina.
kolbeinn@frettabladid.is
Framsókn vill
semja á ný
um Icesave
Framsóknarflokkurinn vill vísa frumvarpi um ríkis-
ábyrgð vegna Icesave frá og semja upp á nýtt við
Hollendinga og Breta. Ríkisstjórnin var enn gagn-
rýnd af stjórnarandstöðunni fyrir leynd í málinu.
ALÞINGI Miklar umræður urðu um ríkisábyrgð vegna Icesave á Alþingi í gær. Vonast
er til að hægt verði að afgreiða málið um helgina. Að því loknu verður þingi slitið og
ekki sett aftur fyrr en í október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNSÝSLA Már Guðmundsson
tók í gær við starfi Seðlabanka-
stjóra af hinum norska Svein Har-
ald Øygard, sem gegnt hefur emb-
ættinu síðan í lok febrúar.
Már hefur verið aðstoðarfram-
kvæmdastjóri peningamála- og
hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslu-
bankans í Basel í Sviss frá árinu
2004. Hann starfaði áður í Seðla-
banka Íslands í tæpa tvo áratugi,
þar af í um áratug sem aðalhag-
fræðingur bankans.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra skipaði Má bankastjóra
til fimm ára frá og með gærdeg-
inum. Sérstök matsnefnd um hæfi
umsækjenda mat Má mjög vel
hæfan í stöðuna, líkt og Arnór
Sighvatsson, fyrrverandi aðal-
hagfræðing bankans, sem skipað-
ur var aðstoðarseðlabankastjóri til
fjögurra ára.
Í tilkynningu frá Seðlabankan-
um segir Már að á upphafsdög-
um sínum í starfi muni hann fara
vandlega yfir þau verkefni sem
unnið hafi verið að í Seðlabankan-
um að undanförnu. Starfsmenn og
forysta bankans hafi á undanförn-
um misserum unnið mikið starf við
erfiðar aðstæður, sem haldið verði
áfram. Jafnframt muni hann beina
sjónum sínum að framtíð fjármála-
kerfisins og hlutverki Seðlabank-
ans. - sh
Svein Harald Øygard hættur sem Seðlabankastjóri:
Már tekinn við Seðlabanka Íslands
SVEIN HARALD
ØYGARD
MÁR
GUÐMUNDSSON
LEMÚR Veiðiþjófar hafa veitt dýrin í
gildrur og drepið með teygjubyssum.
Veiðiþjófar á Madagaskar:
Lemúrar hafðir á
matseðlinum
FRAKKLAND, AP Um fimmtíu reið-
ir verkamenn franska flutninga-
fyrirtækisins SERTA hóta því að
valda alvarlegri mengun í ánni
Signu, sem liggur í gegnum Par-
ísarborg. Mönnunum var sagt
upp störfum og krefjast þess að
fá fimmtán þúsund evrur hver í
bætur frá fyrirtækinu, að öðrum
kosti muni þeir hella eldsneyti
út í ána. Fyrirtækið er á barmi
gjaldþrots og bíður dómsúr-
skurðar. Verkamenn víðs vegar
um Frakkland hafa undanfarna
mánuði gripið til margvíslegra
aðgerða, meðal annars rænt
yfirmönnum sínum og hótað að
sprengja upp verksmiðjur. - gb
Reiðir verkamenn í París:
Hóta að hella
olíu út í Signu
EFNAHAGSMÁL Auka á samstarf
efnahagsbrotadeilda á Norður-
löndunum í tengslum við rann-
sókn á hruninu. Þetta var niður-
staða á árlegum fundi deildanna
sem var haldinn hér á landi.
Sérstakur saksóknari, Ólafur
Þór Hauksson, var gestur á fund-
inum og kynnti rannsóknina sem
fer fram á vegum embættisins.
Helgi Magnús Gunnarsson sak-
sóknari efnahagsbrotadeildar
Ríkislögreglustjóra segir að
skipulag rannsóknarinnar á
hruninu hafi vakið athygli á
fundinum, ekki síst embætti sér-
staks saksóknara. „Það er fyrir-
komulag sem kom þeim nokkuð
á óvart,“ segir Helgi. Deildirnar
funda á ný í nóvember.
Efnahagsbrotadeild fær hjálp:
Norrænt sam-
starf við rann-
sókn á hruninu
VEISTU SVARIÐ?