Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 7
I hverju eru neytendamál fólgin? „Samvinnuhreyfingin er sameiginleg hreyfing fram- leiðenda og neytenda. Þó ber að hafa í huga, að allir félags- menn hennar eru neytendur. Hún leggur áherslu á neyt- endafræðslu og vöruvöndun, og á samleið á því sviði með hverjum þeim félagsskap sem gætir hagsmuna neytenda.“ Svo segir í stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar, sem samþykkt var á síðasta aðalfundi Sambandsins í tilefni af hundrað ára afmæli hreyfingarinnar - og kynnt rækilega í síðasta hefti Samvinnunnar. í þessari grein er lýst sérstöðu íslenskrar samvinnuhreyf- ingar umfram það sem gerist hjá erlendum starfsbræðrum okkar: að hreyfingin skuli rúma í senn framleiðendur og neytendur. En jafnframt er lögð áhersla á, að allir félags- menn kaupfélaga séu neytendur - og síðast en ekki síst hvatt til meiri afskipta á sviði neytendamála almennt. Ekki er ósennilegt, að síðastnefnda atriðið eigi eftir að verða ríkjandi þáttur í samvinnustarfinu í náinni framtíð. En í hverju eru neytendamál fólgin? Gott og ítarlegt svar við þeirri spurningu er að finna í grein eftir Sigríði Haraldsdóttur í 5. hefti Samvinnunnar 1980. Þar segir, að í bændaþjóðfélagi, eins og okkar hafi verið hér áður fyrr, hafi heimilismenn orðið að haga neyslunni eftir því sem búið gat framleitt. Því betur sem þau hráefni er til féllu nýttust - þeim mun auðveldara var að fullnægja þörfum heimilismanna. Það var í verkahring kvenna að breyta mjólk í mat og ull í fat, eins og sagt var, og annast ýmiss konar þjónustustörf í þágu heimilismanna. Þær skömmtuðu mat- inn í askana og sáu um að föt yrðu búin til við hæfi hvers og eins eftir því sem efni leyfðu. Því betur sem þessi störf voru af hendi leyst — þeim mun betur leið heimilisfólkinu. Þegar iðnvæðingin kom til sögunnar, tóku karlmenn að vinna í verksmiðjum fjarri heimilum sínum. Þeir fengu pen- inga greidda fyrir störf sín, sem þeir lögðu í búið og voru not- aðirtil vörukaupa. Framleiðsla á heimilum minnkaði smám saman eftir því sem iðnaðarframleiðslan varð fjölbreyttari. í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri og fyrstu árin þar á eftir var gert stórátak hér á landi til að styrkja stöðu heimilanna, svo að þau gætu aðlagast nýjum aðstæðum í þjóðfélagi vaxandi velmegunar. Húsmæðraskólum var komið á fót víða um landið í þeim tilgangi að búa stúlkur sem best undir það sem álitið var framtíðarstarf þeirra: að sjá um börn og heimili. Sumt af því sem kennt var í húsmæðraskólunum gat næstum talist listiðja: fíngerður útsaumur á barnafatnaði og borðdúkum-og stórfenglegarskreytingarátertum. Engum datt þá í hug, að neysluvenjur mundu gjörbreytast á næstu áratugum og verða á allt annan veg en kennslu- áætlun húsmæðraskólanna gerði ráð fyrir. Vélvæðingin hélt innreið sína á heimilin. Hvers kyns heimilistæki urðu fullkomnari með hverri nýrri gerð sem kom ámarkaðinn. Nú reið á að afla heimilinu tekna, því að bróðurpartinn af framleiðslu- og þjónustustörfunum þurfti að kaupa að. Því hærri sem tekjurnar væru - því betra. Konurnar tóku í æ ríkara mæli að taka þátt í tekjuöfluninni - og nú er svo komið, að 70% þeirra vinnur utan heimilisins einhvern hluta dagsins. Nú má það heita eingöngu í verkahring iðnaðarins að nýta sem best þau hráefni sem til falla, og nú taka stofnanir með sérhæfðu fólki að sér þjónustustörfin í vaxandi mæli. Þar með er kominn grundvöllur til að ræða um neytenda- mál og neytendapólitík. Hún er að því leyti frábrugðin hefð- bundinni pólitík, að hún metur þróunina í þjóðfélaginu frá sjónarhóli neytenda og reynir að hafa áhrif á hana frá þeirra bæjardyrumséð. í þessari ágætu grein sinni dregur Sigríður Haraldsdóttir saman í örfáa punkta helstu markmiðin í neytendamálum, og eru þeir á þessa leið: • Að betrumbæta gæði vara og notagildi, en taka sam- tímis tillit til auðlindaforða heimsins, umhverfisins og þjóð- félagsins. • Að koma í veg fyrir að á boðstólum séu skaðlegar og óheppilegarvörur. • Að tryggja neytendum aukin áhrif á þróun fram- leiðslunnar. • Að tryggja neytendum nægilega og haldgóða fræðslu um vöru- og þjónustuframboð og koma í veg fyrir óæski- legarsöluaðferðir. • Að styrkja stöðu neytenda á markaðnum og tryggja réttindi þeirra í samningum. • Að styðja samkeppni og samkeppnisaðferðir sem ekki brjóta í bága við hagsmuni neytenda. • Að tryggja að séð verði fyrir þörfum og óskum þeirra manna í þjóðfélaginu sem sérþarfir hafa. i enn styttra máli má segja, að til þess að ná þessum markmiðum þurfi að tryggja neytendum fræðslu, vernd og aukin áhrifá framleiðslu. Neytendamál eru nú meira rædd hér á landi en áður - og er það góðs viti. Flest nágrannalönd okkar eru mun lengra á veg komin í þessum efnum en við. Og nú hafa samvinnumenn sett ákvæði um neytendamál í stefnuskrá sína, og ef að líkum lætur láta þeir ekki sitja við orðintóm. G. Gr. 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.