Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 10
Þokast jafnt og þétt
í rétta átt
Örn Ingólfsson: - Ég held að
öllum sem ég ráðfærði mig
við hafi litist illa á þetta starf.
En mig langaði samt til að
spreyta mig á því.
Kjörbúð Kaupfélags Hafnfirðinga í Garðabæ hefur nýlega verið endurnýjuð.
tilliti til innréttinga og annars. Úlkoman
varð sú, að við völdum innréttingar frá
Danmörku og kælitæki frá Svíþjóð og
Finnlandi. Síðan nutum við aðstoðar
arkítekts frá Danska samvinnusamband-
inu, sent vinnur við skipulagningu slíkra
stórmarkaða, Villy Petersens að nafni.
Hann kom hingað til lands og veitti okk-
ur ómetanlega hjálp við niðurröðun á
innréttingum og fyrirkontulagi öllu.
Sölurýmið í Miðvangi er tæpir 1100
fermetrar, og þar á að vera mjög gott
vöruúrval; allar nýlenduvörur fáan-
legar, sent á boðstólum eru hér á landi.
Einnig er þar kjötafgreiðsla, sem yfir-
leitt er ekki í stórmörkuðum. Tveir kjöt-
iðnaðarmenn starfa við hana, og kjöt-
vörur þeirra jafnast að margra dómi á
við það sem best gerist á höfuðborgar-
svæðinu.
Kaupfélag Hafnfirðinga starfrækti
áður kjörbúð í 400 fermetra húsnæði á
fyrstu hæð háhýsisins á Miðvangi. Þegar
vörumarkaðurinn var opnaður var það
húsnæði innréttað upp á nýtt og leigt
undir sérverslanir og ýmiss konar
þjónustu. Þarna er hárgreiðslustofa,
hannyrðaverslun, ritfangaverslun,
snyrtivöruverslun, fataverslunin Herra-
ríki og fiskbúð. Fyrir var í eigin húsnæði
þarna bakarí og apótek - svo segja ntá, að
í Miðvangi sé alhliða verslunarmiðstöð,
þar sem reynt er að uppfylla sem flestar
óskir viðskiptavina.
Eg vil að lokum ítreka, að því aðeins
var Kaupfélagi Hafnfirðinga kleift
að koma á fót þessum glæsilega stór-
markaði, að til kont stuðningur frá sam-
vinnuhreyfingunni. Ég vil nota þetta
tækifæri til að þakka Erlendi Einarssyni
forstjóra og Kjartani P. Kjartanssyni
framkvæmdastjóra Skipulags- og
fræðsludeildar hina miklu hlutdeild sem
þeir eiga í því, að draumur okkar um stór-
markað rættist.
• Sem ný verslun í Garðabæ
Hvað rekur félagið margar verslamr?
Árið 1967 var stofnuð kjörbúð í
Garðabæ. Segja má, að lítið hafi verið
gert fyrir þá búð í áratug. En árið 1981
var lokið við að malbika allt svæðið um-
hverfts luisið, og nú í haust var versl-
uninni breytt, svo segja má, að hún
sé sem ný orðin. Byrjað var á breyting-
unum eftir lokun á föstudegi 25. sept-
ember síðastliðinn — og verslunin var
síðan opnuð á mánudagsmorgni. Þá
hafði allt verið rifið út úr henni, skipt
um gólfdúk, málað, ný kassaborð sett
upp og nýtt frystitæki tekið í notkun.
Næstu helgi á eftir var öll aðstaða á bak
við endurnýjuð, kaffistofa og snyrting
starfsfólksins og fleira. Að lokum var
húsið málað að utan — og þá hafði
búðinni í Garðabæ verið breytt í hólf og
gólf á tæpum þremur vikum, og ekki
hafði þurft að loka hentii nema einn
laugatdag.
Allt hefur sem sagt lagst á eitt til þess
að framkvæmdir okkar gengju bæði
tljólt og vel. Við höfum haft röska og
ábyggilega iðnaðarmenn í okkar
þjónustu, og starfsfólkið hefur heldur
ekki látið sitt eftir liggja.
Þá er aðeins ónefnd elsta verslun
Kaupfélags Hafnfirðinga hér á Strand-
götunni, þar sem skrifstofa félagsins er.
Hér er Vefnaðar- og fatadeild á annarri
hæð, og á fyrstu hæð er kjörbúð og
verslun nteð búsáhöld, gjafavörur og
leikföng. Breytingar og endurbætur á
þessu húsnæði standa einmitt yfir um
þessar mundir, og hér verður innan
skamms opnuð hljómtækjaverslun.
• Félagsmenn fá hagnaðinn
Hvermg er hagur félagsins?
Á síðasta ári náðum við því langþráða
takmarki, að félagið skilaði hagnaði eftir
margra ára taprekstur.
Okkur tókst sem sagl að vera réttu
megin við strikin eins og sagt er á árinu
1981 og það sem af er þessu ári lofareinn-
ig góðu. Og við látunt tekjuafganginn
renna beint til félagsmanna eins og vera
ber, því að þeir eigajú kaupfélagið. 10%
afsláttarkort voru gefm út 1. október síð-
astliðinn til allra félagsmanna og þau gilda
til 18. desember, sent ersíðasti laugardag-
ur fyrirjól. Félagsmenn eru um 1400 tals-
ins og bátt á fjórða hundrað hafa bæst við,
síðan afsláttarkortin tóku gildi.
Taka félagsmenn þéill í slarfsemi
kauþfélagsins? Er lil dœmis vel mcelt á
deildarfundurn ?
Kaupfélag Hafnfirðing er ekki
deildaskipt. Það hefur verið ein deild
hingað til, svo að við verðum að halda
10