Samvinnan - 01.10.1982, Síða 14
^Samvinnan
kynnir
Sjálfsævisögu
Jakobs
Hálfdanarsonar
Almenningur
var þungaður
þessu fóstri
Fyrstu tildrög til Kaupfélags Þing-
eyinga hafa margar rætur framan
frá að rekja, bæði að því er snert-
ir aðstöðu mína til þess og svo hin al-
mennu atvik og skilyrði. Hvað mig
snertir hafði ég við og við allt frá því að
ég fór að teljast með bændum í Mý-
vatnssveit, þótt í smá stíl ntætti kallast
bóndi, verið kvaddur til, ýmist einn eða
með öðrum, að gangast fyrir fram-
kvæmdum í verslunarefnum, þegar um
einhvern félagsskap eða samtök var að
ræða um það. Ég var af þeint vana orð-
inn í allt að 20 ár skyldur að taka eftir
öllum þeint táknum tímanna, er bend-
ing gáfu í hagfelldari stefnu.
Eins og kunnugt er komust sam-
göngur milli landa í reglubundnara
fornt með gufuskipaferðunum eftir
1874 en áður þekktist meðan engu, lif-
andi né dauðu, var hægt að koma milli
landa nema upp á kaupmanna náð, á
seglskipum þeirra. Með gufuskipaferð-
unum opnaðist svo greinilega vegurinn,
sem áður hafði verið gjörsamlega lokað-
ur — vegur til að fá heim nauðsynjar
sínar á annan hátt en úr búðum kaup-
manna. Á þessum árum fóru einstöku
fróðir menn að skjóta í blöðin brotum
úr verðlistum erlendis. Minnist ég, að
sr. Arnljótur Ólafsson setti einn slíkan
lista um þær mundir í „Norðling". Þar
hjá varð einnig kunnugt, að innanlands
var líka mun betra verðlag annars staðar
en hér, einkum í Reykjavík.
Það varð einn vetur að venju að halda
samkomur á hverju sunnudagskvöldi að
Haganesi við Mývatn; gjörðu menn ým-
ist að skemmta sér. segja til unglingum
eða tala saman um alvarleg ntál. Þá var
til í sveit þeirri einhleypra manna versl-
unarfélag, er mun hafa haft einkum að
markmiði að koma vöru sinni í peninga.
Ætla ég, að út úr umræðu um þennan
félagsskap vekti ég fyrst á einum þess-
um Haganesfundi máls á, að rétt væri
að reyna að panta, annað hvort frá Eng-
landi eða Kaupmannahöfn, dálítið af
nauðsynjum og senda verð fyrir. Þetta
var skjótt samþykkt, og þó varð eigi af
í fyrstu, að pantað væri nema frá
Reykjavík iijá kaupmanni H. Th. A.
Thomsen, því alþingismaður Jón Sig-
urðsson hafði af nijög mikið betra verði
að segja hjá honum.
Þessi fyrsta pöntun mun hafa fram
farið árið 1878, en mjög lítið, og Jón
alþm. Sigurðsson komið mér á framfæri
við kaupmann Thomsen. Því fyrir aðal-
reikningnum mun ég hafa verið skrifað-
ur, svo ég þurfti að svara til viðskipt-
anna við Thomsen. Var það og
auðveldara fyrir það, að ég sömu árin
hafði með höndum vegabólastörf á
austurfjöllum, og þar fyrir ráð á pen-
ingum úr Landsjóði. Fóru því saman
reikningar til sveitamanna, vegabóta-
vinna og vörur hinar pöntuðu, og
reikningshald þella hafði ég með hjálp
Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum.
• Skrifað eftir vörum til útlanda
Til útlanda mun ég fyrst hafa skrifað
eftir vörum 1880, - að tilvísan hr. Jóns
A. Hjaltalíns á Möðruvöllum, er benti
mér á norskan kaupmann í Leith, O.
Fischer að nafni. Fékk ég frá honum
mjög ódýrar og þóknanlegar vefnaðar-
vörur og leirtau það ár og árið eftir, en
þá varð hann gjaldþrota og niissti ég hjá
honum nál. kr. 150,00, því ekki reyndi
ég enn að tryggja mér nokkra ábyrgð
hjá þeint, sem ég pantaði vörurnar fyrir.
Jafnframt þessum viðskiptum hafði ég
einnig nokkur stórkaup hjá L.G. Pred-
björn, bornhólmska, þessi sömu ár, —
reikningana við hann munu flestir fé-
lagsmenn hafa haft sjálfír, þó ég væri
milliliður í samningum við hann.
Samhliða sauðasölunni til Gránufé-
lagsins fór þessi pöntunarverzlun Mý-
vetninga fram árin 1879-1880. Um
sama tíma fékkst Sigfús Magnússon í
Múla dálítið við að panta frá
Kaupmannahöfn, smávarning fyrir sig
og sína kunningja fáeina, og fékk það
fólk. sem þessa naut, þegar að reyna, að
ólíku lægra verð fékkst á flestu þessu en
hjá kaupmönnum. Svo fór og, að
mönnum þótti ekki hverfandi frá þessu
aftur, og óánægja með verslun kaup-
manna fór að aukast, og engu síður við
Gránufélagið, þegar hér var komið. Eink-
um olli það óánægju við sauðasöluna,
að menn fengu ekki nema sumt af
verðinu í peningum, en voru neyddir til
14