Samvinnan - 01.10.1982, Qupperneq 15
Fyrir framan Jaðar á Húsavík nær aldamótum 1900.
Standandi í efstu tröppu: F.v. Jakob Hálfdanarson,
Pétur Jónsson á Gautlöndum og Benedikt Jónsson á
AuSnum. I annarri tröppu aS ofan: F.v. SigurSur
Jónsson í Ystafelli og Bjarni Bjarnarson, sölustjóri. I
þriSju tröppu: F.v. Arni Jónsson frá Þverá og Sigurjón
FriSjónsson, síSar á Litlu-Laugum. NeSst f.v. er Julius
J. Ólafsson, búfræSingur (Júlli búi).
að taka það út á Oddeyri, og ekki um
að gjöra stundum það, sem helst var
óskað eftir. Sjálfur þóttist ég sæta mis-
rétti og þvergirðingi af kaupstjóra, er lá
við að svella í mér.
• Bændur bjóða Slimon sauði
Á sýslunefndarfundi vorið 1881 var
það, að sú tillaga var borin fram að
bændur færu að bjóða Slimon sauði, er
ltans menn svo sæktu á markaði á hent-
ugum stððum og yrði síðan skipað út á
Húsavík. Það duldist nú engum, að gott
væri að fá þessu framgengl, einkum
með tilliti til þess að fá sjálfir í höndur
allt sauðaverðið, ef vera vildi í pening-
um.
En einhvern þurfti nú að fá til fram-
kvæmdanna í þessu fyrirtæki og var
ekki lengi um það vafist að snúa sér þá
þegar að mér, og tóksl ég það undanfœrslu-
laust á höndur, með því ég gat ekki með
einlægu trausti snúið mér að neinum
sýslunefndarmanninum eða vísað á
nokkurn lil þess. Kristján Jónasarson,
sem nú er ferðakaupmaður, lofaði mér
aðstoð sinni við bréfaskriftir til Eng-
lands og jafnvel meira.
Eftir sýslunefndarfund þennan
skrifaði ég þegar í allar sveitir að lýsa
áforminu og panta sauði, einnig þá
uppástungu að panta eitthvað lítið af
vörum á móti sauðunum, svo sem hveiti,
maís malaðan og ómalaðan o.fl. Til
Englands skrifaði ég jafnharðan - eða
Kristján Jónasarson undir mínu nafni.
Umboðsmaður Slimons, James Bridges,
skrifaði mér aftur og tók máli mínu vel,
en mælti mót með okkur á Akureyri til
nánari samninga í ágúst.
Úr öllum sveitum höfðu nú bændur
sent mér sauðaloforð og vörupantanir,
er ég síðan sameinaði og var til staðar
með á Akureyri hinn tiltekna dag (5.
ág.(?)). Tókst það vel, að fundum okkar
bæri saman, þessa J. Bridges og mín, og
gátum við með túlk (sem ég man ekki
hver var - máske Sigfús Magnússon)
samið um markaðsdaga og markaðsstaði
um haustið. Þessi sami maður hafði haft
fjárkaupin fyrir Slimon á hendi við
Tryggva Gunnarsson á undan og reynst
mjög áreiðanlegur, svo ekki var ástæða
til að óttast nokkuð í því efni af hans
hendi. Vörur hafði hann í skipi sínu til
mín frá O. Fischer, þeim er ég hefi áður
nefnt, en var ófáanlegur til að fara með
þær til Húsavíkur, heldur annað hvort
setja þær þá þegar upp við Eyjafjörð
eða geyma þær í skipinu til þess um
haustið, og varð ég að sæta því síðra.
Gekk þó amtmaður Júlíus Havsteen
harðlega í það fyrir mig við Bridges að
fá hann norður. Vörur þær hafði ég,
svo sem áður er sagt, pantað fyrir Mý-
vetninga.
Eftir þessa samfundi varð það nú
fyrst að gjöra að skrifa ágrip af samn-
ingum í allar sveitir vestan Jökulsár að
Fljótsheiði. Var þar einkum að vinna
Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga
Ein fyrsla bókin sem
kom á markaðinn á
þessu hausti var
Sjálfsævisaga Jakobs Hálf-
dánarsonar, sem var frum-
kvöðull að stofnun fyrsta ís-
lenska kaupfélagsins, Kaup-
félags Þingeyinga, fyrir
hundrað árum og nefndur
hefur verið faðir samvinnu-
hreyfingarinnar hér á
landi. Ættingjar Jakobs hafa
nú í samvinnu við ísafold
gefið út hluta þeirra
ritverka, sent Jakob átti í
fórum sínum, en ekkert af
þeim hefur verið gefið út
fyrr. Bókin hefur að geyma
sjálfsævisögu Jakobs, sögu
fyrstu ára Kaupfélags Þing-
eyinga og tvær ritgerðir
hans um verslunarmál auk
niðjatals.
Undirbúning handrits
fyrir prentun annaðist Pét-
ur Sumarliðason, og naut
liann aðstoðar Einars Lax-
ness, sem sinnti undir-
búningi einn eftir fráfall
Péturs. Einar Laxness ritar
einnig formála. Sonardóttir
Jakobs, Petrína Jakobsson,
hefur gert mynd á bókar-
kápu
Samvinnunni þykir
ástæða til að kynna þessa
athyglisverðu bók lesendum
sínum og birtir á þessum
síðum kafia úr henni. Þar
segir Jakob frá aðdragand-
anum að stofnun Krupfé-
lags Þingeyinga og hvernig
það atvikaðist, að störf í
sambandi við kaupskap
þóttu best komin í styrkum
höndum hans. +