Samvinnan - 01.10.1982, Page 16

Samvinnan - 01.10.1982, Page 16
in O 44 o3 >—-5 03 bo 03 C/3 > M á ar Á Húsavík um 1903. Fyrir miðju sitja Jakob Hálfdanarson og kona hans, Petrína K. Pétursdóttir. F.v. hjónin Aðal- björg Jakobsdóttir og Gísli Pétursson, læknir. F.h. hjónin Jón Ármann Jakobsson og Valgerður Pétursdóttir. Standandi f.v. Herdís Jakobsdóttir, Laufey Friðriksdóttir (síðar Oberman), dóttir Guðrúnar Jakobsdóttur, og Jakob- ína Jakobsdóttir. (Ljósm. Eiríkur Þorbergsson). samþykki sveitastjórnanna til gangna- færslu, því eigi var hægt annað í samn- ingum okkar Bridges en binda við þá daga, að færa þurfti réttir og fjallskil til baka um 3 daga. Það er nærri furða hve allir brugðust vel við þessu, og gekk það mótmælalaust fyrir sér. Markaðsstaðir voru nú ákveðnir á Húsavík, Skógum fram, Hraunsrétt, og að Þverá og Hól- um. • Engin þóknun fyrir pöntunarum- stang Um sumarið mun ég ltafa fengið frá Reykjavík eitthvað af smávöru fyrir Mý- vetninga, og eins og áður er ávikið haft einhver félagsleg stærri kaup með af- slætti hjá Predbirni lausakaupmanni. Minnist ég þess, að ég fékk hjá gamla Stefáni, sem var hér í Naustum, lánaðan skemmuræfil, er stóð út við gilið - og ég heft nýlega rifið - til þess að geyma í dót frá Predbirni, og að við Pétur á Gautlöndum, sem af Mývelningum var þá að verða einna liprastur til þess kon- ar vika, vorum að skipta varningi rnilli Mývetninga. Höfðum við til þess (kvarða?) vogarræfil gamla Stefáns. Gleggst rekur mig minni til skipta á hellulit, því það var okkur efni til óþolin- mæði. í öðru lagi man ég eftir því saina sumar, að ég fékk inni að vera í pakkhúsi hjá Þór&i Guðjohnsen við skipting og upptöku á álnavöru frá A. Thomsen. Yfirhöfuð var nú svo komið kjörum mínum í þessu umstangi öllu, að ég gat verið að búi mínu á Grímsstöðum ein- ungis 3-4 vikur af heyskapartímanum; og fann ég glögglega, að það hentaði ekki við ábúð á svo vandgæfri og um- fangsmikilli jörð sem Grímsstaðir eru; og á hina síðuna ntan ég ekki eftir, að ég hefði nokkra þóknun fyrir þöntunar- umstang eða reikningshald, því það hafði aldrei verið venja, að þeir, sem gengust fyrir verslunarsamtökum í sveit- um, hefðu nokkurn eyri fyrir það, og mundi því ennú, þegar þarna var kom- ið, ekki hafa verið vel tekið, ef ég hefði komið upp með það. En af sauðaútveg- unum hafði ég nú þetta ár 1% eða 1'/>% kaupverðsins hjá Slimon, og í verð-mun á heimilis- og búsnauðsynjum mínutn hafði ég töluverðan hag. • Vörur í fangahúsi Eins og til ltafði verið stofnað og skýrt er frá að fratnan, kom sauðatökuskipið „Cumberland" hér á höfn ákveðinn dag í september. Markaðir voru haldnir á hinum ákveðnu stöðum og útskipun varð á bátum, sem allt gekk lieldur vel. Mig henti sú mæða, að ég varð hand- lama af ftngurmeini um sama bil, - gat ég aðeins fyrsta og annan markaðsdag- inn haldið bókina, en síðan gjörði Bene- dikt Jónsson á Auðnum það fyrir mig og gjörðist upp frá því mín önnur hönd að öðru hverju, annars staðar en hér, þetta haust. En Sigfús Magnússon í Múla, sá sem áður er getið, og seinna er bóndi í Bandaríkjunum, var túlkur hjá okkur á mörkuðunum og við reiknings- skilin hjá Bridges, sem fram fóru um borð í skipinu hér á höfninni, þegar all- ir sauðirnir voru komnir um borð. Ég var þá í því skipi yftr nóttina og sá ekki annað en fénu liði þolanlega. I land fór ég svo, þá er skipið skyldi létta akker- um, og með 32.000,00 í gulli og silfri. Þótti mér vandi nteð að fara, fyrst ofan af borði í bát og svo, er í land kom, þar sem ég hafði ekkert hús og enga skrá- læsta hirslu. Fékk ég lánaðan skrifpúlts- laup hjá Sveini Víking til þess að geyma í peningana. Meðan á mörkuðum og fjárkaupum stóð varð að skipa upp hinni pöntuðu vöru. Þá var ónotað fangahús hér á bakkanum, það sem stendur norðan við lækinn gegnt veitingahúsi Sveins \'ík- ings, og nú er eign Jónasar Sigurðs- sonar. Þetta hús leyfði sýslumaður mér til þess að láta vörurnar inn í, og faktor Þórður Guðjohnsen léði bæði bryggju og báta til þess að skipa vörunum upp í, - og það án alls endurgjalds, eins og allt, sem hann að þessu hafði hjálpað upp á í þessu umstangi. Kristján Jónas- arson stóð mín vegna fyrir upp- skipuninni. Nú lá fyrir að klára viðskipti við hvern einasta mann, sem um þessar sveitir höfðu selt sauði, sumpart að borga með peningum og sumpart að auki með núkomnum pöntuðum vörum, og suma þar að auki með sumarfengn- um vörum. Þetta gekk nú allt greiðlega, en eitthvað af vörunni lá þó óafltent nokkuð fram á vetur. Hafði, að mig minnir, Sveinn Víkingur afltending á henni í fjarveru minni. 16

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.