Samvinnan - 01.10.1982, Page 22

Samvinnan - 01.10.1982, Page 22
Sigling í Grœnlandsís Eftir Kristin Snæland Greinarhöfundur að veiða Uak, sem er fiskur af þorskætt. A hinum mynd- unum sést Mælifellið i Grænlandsís og til vinstri er einn skipverja úti á ísnum Eins og ýmsum mun kunnugt hefur Skipadeild Sambands- ins tekið að sér verulega grjótflutninga (kríolit) frá Ivigtut á Grænlandi til Kaupmannahafnar. Um 12000 tonn voru flutt í 5 ferðum síðastliðið ár og eitthvað svipað mun á döfinni í ár. • Festist margsinnis í ísnum Ivigtut er á vesturströnd Græn- lands, þannig að sigll er fyrir Hvarf á leið þangað. A þessari leið er oftast bæði rekís, (lagnaðarís) og borgar- ísjakar. Siglingarnar síðastliðið ár gengu allvel, þótt rekís ylli lítilsháttar töf- um. Það sem hér segir frá er hins vegar fyrsta ferð Mælifellsins í ár, en þá brá svo við, að skipið marg festist í ísnum, þannig að ferðin til Ivigtut tók 7 sólarhringa í stað 3'/>, sem er hinn venjulegi tími. Sveinþór Pétursson er skipstjóri í þessari ferð, sem og oftast á Mæli- fellinu, en nú mæddi meira á honum en oflast áður. í blíðskaparveðri sigldum við allt undir Hvarf, en þótt farið væri djúpt undan landi, lentum við í ísnum á þriðja degi siglingarinnar. laugardag- inn 26. júní. Þennan dag var stöðugt siglt og stundum gekk hægt, enda rekísinn 1 til 6 metra þykkur og oft í firnastór- um flekum. Hann gefur lítt eftir og þólt stefni skipsins lendi beint á stór- an jaka, gengur það jafnvel aðeins eitt eða tvö fet inn í ísröndina. Harka íssins er ótrúlega mikil, og þegar þar við bætist að neðan sjávar- máls standa allskonar spjót, tangar horn og nes út úr ísflekunúm, gera menn sér fljótt grein fyrir, að hyggi- legast er að rekasl á þessa jötna með hægð. • Högg og skruðningar Sveinþór skipstjóri er í brúnni all- an tímann sem sigll er í ísnum og rennir skipinu með gætni og hægð á jakana sem eftir smá nöldur mjaka sér undan - og áfram sígur skipið. Við sjáum örmjóa ístanga rekast utan í síður skipsins með miklum þunga, en aðeins nuddast af þeim sárasti oddttrinn. Stundum festist sæmilegur jaki á stefni skipsins, og hann er notaður sem ýtutönn svo lengi sem hann toll- ir. Til þess að gera sér gleggri grein fyrir afii jakanna má geta þess að margir þeirra eru 100 til 300 fer- metrar og þaðan af stærri. Sé reikn- að með meðalþykkt um 3 metrar, er þyngdin frá um 300 tonnum upp í 900 tonn og þyngri. Við höfum eins og áður sagði séð mjóa tanga út úr þessum jötnum, rekast í síðu skipsins, og þó höggið sé þungt kemur aðeins örlítill sléttur flötur fremst á tangann. Hve margra tonna þungi kemur á fersentimetra fer vitanlega eftir hraða skips og jaka, stefnu skips og jaka, svo og þunga beggja auk fleiri flókinna eðlisfræðilegra atriða. Ljóst er þó, að höggin frá ísnum eru þung, svo þung og hávaðasöm að ekki varð alltaf svefnsamt, þótt látið væri reka. Ein nóttin var sérlega ónæðissöm. Þá rak okkur undan vindi, en ísinn barst með straumi móti okkur. Af þessu urðu högg mikil og skruðning- ar. • Ekkert gertgur Næstu þijá daga í ísnum gengur nær ekkert. Þoka skellur yfir, og við stöðvumst algerlega öðru hvoru. Isinn hrannast upp og hvergi sér í auða rennu. A þriðja degi komum við í auðan sjó og siglt er við mikla ánægju á fullu, en aðeins í um 5 stundir. Þá er allt fullt af ís, og látið er reka yfir nóttina. Það háir okkur nokkuð í barátt- unni við ísinn, að skipið er með skiptiskrúfu, en það þýðir að skrúfan stöðvast ekki nema drepið sé á vélinni. Þegar ís fer í skrúfuna er skurður hlaðanna settur á hlutlaust, en skrúfan heggur engu að síður í ísinn og skipið nötrar stafna á milli undan átökunum. í svona barningi er það skrúfan og stýrið, sem er í mestri hættu, auk þess að með þung- um skriði geta hnýflar jakanna auðveldlega sett gat á skipið. Við höfðum frá upphafi fengið ákaflega óljósar ísfregnir, og þó að við sjáum togara í fjarlægð, svarar hann ekki kalli okkar. Við vitum lítið annað en að Arsuk- fjörður inn lil Ivigtut sé íslaus. Á fimmta degi í ísnum fer að 22

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.