Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 26
Sigurður Gunnarsson
segir frá alþýðuskáldinu
Guðmundi Guðmundssyni yngra,
Nýjabæ, Kelduhverfi
Einn því skrefar auðnuleið
annar refilstigu...
Vorþrá
Kreppt er land í klakaböndum,
kólnað fjör og þróttur frýs.
Sæli er nú í syðri löndum
sólin blessuð hærra rís.
Veklu líf með vængjum þöndum,
vorgyðja, þú góða dís.
Nóg er veitt af sviða og svala,
sollnum undum, þungum kross,
sjónhverfingum, kvíða, kala,
koma í drauma svikin linoss.
Allt af vondum vetrardvala
vek þú, sól, með hlýjum koss.
Leiddu að eyrum hörpuhljóminn,
hundrað radda ástamál.
Ljúfa fugla unaðsóminn
aldrei láttu verða tál.
Leystu, ó, leystu dauðadóminn,
er dæmdi vetur minni sál.
Um er liðið hret og hríðar,
heiftarnorna brotin völd.
Vordísir sér vagga fríðar
á vængjum sólargeisla í kvöld,
boða komu belri tíðar,
böndin leysa vetrarköld.
Guðmundur Guðmundsson yngri
í Nýjabæ í Kelduhverfi er fædd-
ur í Nýjabæ 12. maí 1879. For-
eldrar hans voru Guðmundur Guð-
undsson bóndi þar, Sveinssonar á Hall-
bjarnarstöðum á Tjörnesi og kona hans,
Guðrún Einarsdóttir bónda á Banga-
stöðum í Kelduht erfi, jóhannessonar.
Guðmundur ólst upp í Nýjabæ hjá
foreldrum sínum og varð fljótt liðlækur
við öll bústörf, sem vinna þurfti á heimil-
inu. Skólaskylda var þá engin og nutu
börn því mjög lítillar fræðslu á þeini
árum, — heimiliskennslu ef til vill nokkr-
ar vikur á uppvaxtarárunum, þegar best
horfði. Guðmundur í Nýjabæ var þar
engin undantekning. Hann naut sem
barn aðeins nokkurra \ikna kennslu.
• Settur til mennta
Snemma bar á því að drengurinn væri
einkar athugull og gáfaður. Kont það
fram í mörgu, en þó ekki síst því, að
hann tók fijótt að kasta frant vel gerðum
stökum, sem vöktu athygli. Þetta varð til
þess, að ýmsir höfðu orð á því við for-
eldrana, að drengurinn þyrfti að fá að
fara í skóla. Og þótt efni væru lítil, eins
og algengast var meðal bænda á þessum
tímum, var þetta ákveðið. Sautján ára
gamall var hann sendur í Möðruvalla-
skóla, sem þá var eini norðlenski skól-
inn, og hafði þegar getið sér gott orð.
Þar var Guðnntndur síðan nemandi í
tvo vetur, útskrifaðist þaðan vorið 1898.
Enginn vafi er á því, að nántsdvölin á
Möðruvöllum hafði mikil og góð áhrif á
Guðmund og þroskaði hæfileika hans.
Atti það ekki síst við um skáldskapar-
gáfu hans, sem tók þar örum framtör-
um og varð nú brátt víða kunn. Vel má
minnast í þessu sambandi, að nemendur
frá Möðruvöllum, — Möðruvellingar, —
eins og þeir voru gjarnan nefndir, urðu
flestir oddamenn og merkisberar í
heimabyggðum sínum. Svo sterk og
örvandi áhrif hafði þessi norðlenski
skóli á nemendur sína. Guðmundur í
Nýjabæ var þar engin undantekning.
Þegar Guðmundur hafði lokið námi,
varð hann kennari næsta áratug í Keldu-
hverfi, Öxarfirði, Presthólahreppi og
einn vetur í Grenivík í Höfðahverfi, en
heimili átti liann alltaf í Nýjabæ og var
þar á sumrum við bústörf. Hann var oft-
ar en einu sinni heimiliskennari hjá
foreldrum mínum og voru eldri systkini
mín nemendur hans. Hann var ein-
lægur heimilisvinur foreldra minna og
okkar allra, meðan hans naut við, og á
ég urn hann margar heillandi minning-
ar.
• í hópi góðskálda
Árið 1906 kvæntist Guðmundur heit-
konu sinni, Guðbjörgu Ingimundardótt-
ur, lneppstjóra á Brekku í Núpasveit,
Rafnssonar og konu hans, Hólmfríðar
Jónsdóttur. Hún var dugmikil mann-
kostakona. Þau reistu bú í Nýjabæ og
bjuggu þar síðan samfelll í 27 ár, eða til
1933, en það ár andaðist Guðmundur
26