Samvinnan - 01.10.1982, Síða 27
Guðmundur Guðmundsson yngri.
Skáldskapargáfan gekk eins og
rauður þráður í gegnum ætt hans.
Af nánum ættingjum ber þar hæst
Jón Sveinsson, Nonna, Kristján
Jónsson Fjallaskáld og Kristján
frá Djúpalæk.
úr lungnabólgu, langt um aldur fram,
og varð ölluni kunnugum harmdauði.
Þau bjuggu ávallt myndarbúi í
Nýjabæ, enda sambúð þeirra einkar
náin og farsæl. Þau eignuðust sex efni-
legar dætur, sem eru þessar í aldursröð
og allar enn á lífi: Anna, fædd 10. maí
1907, Jóhanna, fædd 29. maí 1909,
Hólmfríður, fædd 11. apríl 1911, Guð-
rún, fædd 5. september 1912, Birna,
fædd 15. október 1914, Helga, fædd 26.
september 1916.
Svo sem geta má næri komst Guð-
mundur ekki hjá því að tuka nð sér marg-
vísleg opinber störf fyrir i\eit sína og
hérað. I'lest búskaparár sn var hann
t.d. bæði í hreppsnefnd og skólanefnd,
og einnig næstum jafnlengi í sýslunefnd.
Sýnir þetta glöggt, hve mikið traust hef-
ur verið borið til hans.
Auk þessa var oft leitað til hans með
kvæða- og erindaflutning á fundum og
skemmtisamkomum, og einnig á hátíða-
og sorgarstundum. Er mér kunnugt um,
að hann brást jafnan vel við slíkum ósk-
um og urðu þjónustustörf hans á þessu
sviði mikil að vöxtum. Ræður lians ýms-
ar og kvæði geymast enn í minni margra
þeirra, sem á hlýddu. Þó hygg ég, að
Guðntundur hafi risið hæst í þessari
þjónustu við almenning í sumum erfi-
Ijóðum sínum. Þau sýna svo að ekki
verðúr um villst, ásamt ýmsum Ijóðum
hans öðrunt, að hann var ekki aðeins
snjall hagyrðingur, heldur einn í hópi
okkar góðu alþýðuskálda.
• Eins og rauður þráður
Ástæða er til að vekja hér aðeins
athygli á, að það er oft gaman að fylgj-
ast með því, hve skáldskapargáfa er al-
geng í vissum ættum. Hún gengur þar
bókstaflega í gegn eins og rauður
þráður. Ætt Guðmundar í Nýjabæ, Hall-
bjarnarstaðaættin, er einmitt ágætt dæmi
um þetta. Af nánum ættingjum ber þar
hæst Jón Sveinsson, — Nonna, Kristján
Jónsson Fjallaskáld og Krislján frá
Djúpalæk, - en faðir Guðmundar og
Kristján Fjallaskáld voru systkinasynir.
Af öðrum nánum ættingjum, þjóðkunn-
um hagyrðingum og gáfumönnum, má
t.d. nefna: séra Svein Víking, Karl Kristj-
ánsson alþingismann, Þórarin Sveins-
son í Kílakoti og Gísla Guðmundsson al-
þingismann.
Ymsir kunnugir hafa lengi rætt um
það sín á milli, að fyllsta ástæða væri til
að gefa almenningi kost á að sjá sýnis-
horn af ljóðum Guðmundar í Nýjabæ.
Þrált fyrir það hefur ekkert orðið um
framkvæmdir allt til þessa. En á síðast
liðnu ári komu nokkrir áhugamenn og
vinir af stað nýrri umræðu um þetta mál
með þeim árangri, að dætur Guðmund-
ar hafa fallist á að gefa úl sýnishorn af
Ijóðum hans.
Þetta sýnishorn liggur nú fyrir, — að-
eins nokkur lduti af ljóðum þeim, sem
geymsl hafa. Er þess vænst, að það verði
kunnugum til upprifjunar og yndisauka
og ljóðavinum öllum til umhugsunar og
ánægju. ♦
Eldons-
minni
Hörpu þá sem hnigin lá
hreyfa náir engi,
enda fáir Eldons slá
óðar háu strengi.
Dís er gengin hróðrarhlý,
háð er engum vafa.
Brostnum strengjum stirðnað í
styr og drenglund hafa.
Auðnan gefur nægt og neyð,
nóg þar bréf að hnigu.
Einn því skrefar auðnuleið,
annar refilstigu.
Gróður kæfa kuldahót,
kvöl er ævi veikum.
Löngum gæfa gengur mót
góðum hæfileikum.
Þó að engin þróttlaus tár
þaggað fengi róminn,
grátklökk þrengist gremja sár
gegnum strengjahljóminn.
27