Samvinnan - 01.10.1982, Page 29
Bergsteinn Jónsson
sagnfræðingur
Hann var jötunefldur afkasta-
maður og engum líkur
Mat Tryggva Gunnarssonar á Gránufélagi
og öðrum verslunarsamtökum bænda
1885-86
Flestir sem nokkra nasasjón hafa af
íslensku fólki og málefnum
nítjándu aldar, þeirra vakningar-
tíma í sögu lands og þjóðar, kunna
meiri eða minni deili á Tryggva Gunn-
arssyni og Gránufélagi. Þeir vita að um
ríflega tveggja áratuga skeið var félagið
og framkvæmdastjóri þess, - kaupstjór-
inn eins og sagt var, tengt órjúfandi
böndum í hugum flestra landsmanna.
• Jötunefldur afkastamaður
En Tryggvi var líka riðinn við stjórn-
mál á Alþingi og utan þess; stjórn Hins
íslenzka þjóðvinafélags og útgáfustarf-
semi á vegum þess; verklegar frani-
kvæmdir eins og húsabyggingar, vega-
lagningar og brúargerð, en kórónan á
þeim athöfnum hans var ugglaust
forstaða hans fyrir smíði Olfusárbrúar.
Eftir að hann hvarf frá Gránufélagi var
hann ekki einungis þjóðkunnur sem
bankastjóri, heldur og sem alþingismað-
ur (hann sat á þingi 1869, 1875-85 og
1894-1907), frumkvöðull íshúsfélaga,
síldarútvegs, skútuútgerðar, skipa-
tryggingarfélaga, dýraverndunarfélaga
og ótal framkvæmda á vegum Reykja-
víkurbæjar. Loks má ekki gleyma Al-
þingishússgarðinum, sem var hans verk
í upphafi, en þar undi hann sér löngum
síðustu sumrin sent hann lifði.
Gamall samstarfsmaður Tryggva,
Lauritz Petersen skipstjóri, einn af
nokkrum sonum gamla Gránu-Peters-
ens, sem um lengri eða skemmri tíma
fetuðu í fótspor föður síns og stýrðu
kaupskipum Gránufélagsins, hældi
Tryggva á hvert reipi við Matthías Þórð-
arson frá Móum, fiskkaupmann. Þeir
kynntust að sögn Matthíasar í
Kaupmannahöfn á árunum 1924-30.
Fer hann svofelldum orðum um þetta í
endurminningum sínum, LiliÖ lil baka,
sem út komu í tveim bindum í
Kaupmannahöfn árin 1946 og 1947
(stafsetning og merkjasetning er hér
eins og þar):
„ . . . Hann sagði „Tryggvi" eða „Hr.
Gunnarsson" hefði verið ágætur
húsbóndi, öðlingsmaður og starfsmaður
hefði hann verið öðrum meiri og fáir í
Danmörku, sem hann hefði þekkt eða
haft afspurn af, hefðu getað jafnast við
hann og enginn maður á Islandi.
Petersen skipstjóri ljel oft í Ijós við
mig undrun sína yfir þeim viljakrafti og
þreki sem „Hr. Gunnarsson" var gædd-
ur og því erfiði sem hann hefði lagt á
sig og virtist aldrei þreytast. „Á þroska
og uppgangsárum Gránufjelagsins frá
1870-80, var ótrúlegt hverju Hr. Gunn-
arsson fjekk komið í framkvæmd," sagði
Petersen eitt sinn við mig, enda hafði
hann þá verið á besta skeiði 35-45 ára.
Og á árunum 1880-90, þegar hag fje-
lagsins fór hnignandi, minkaði ekki
atorka og dugnaður hans heldur þvert
á móti sýndist hann vaxa við mótlætið.
Jafnaðargeðið og prúðmennskan í allri
framgöngu var ávalt hin sama, hvort
heldur gekk betur eða ver og missti ekki
móðinn, þótt óvinnandi örðugleikar
virtust gjöra framkvæmdir hjerumbil
ómögulegar. „Hann var jötunefldur af-
kaslamaður og engum manni líkur, IwaÖ
snerti skyldurœkni og ósjerplagni.“ . .
Tryggvi Gunnarsson.
29