Samvinnan - 01.10.1982, Side 30
Jötunefldur
afkasta-
maður
og engum
líkur
Á þroska og
uppgangsárum
Gránufélagsins
var ótrúlegt,
hverju hann fékk
komið í fram-
kvæmd.
• Harðir mótstöðumenn
Fleiri lofsamleg ummæli um Tryggva
liefur Matthías eftir þessum roskna
skipstjóra, en ástæðulaust er að tilfæra
þau, enda eru þau öll á eina bókina
lærð. Hér var einungis ætlunin að
minna á og vekja athygli á, að Tryggvi
var enginn meðalmaður á sinni líð. Má
reyndar segja, að rétt eins og lof og að-
dáun vina hans og samherja var há-
stemmt, þá átti hann sér löngum harða
og óvægna mótstöðumenn og gagnrýn-
endur, sem ekki vönduðu honum kveðj-
urnar.
Vitaskuld dettur engum í hug að líta
á Tryggva sem óhlutdrægan eða hlut-
lausan dómara í málum bændaverzlana
á 19. öld, hvorki hinna eldri né kaupfé-
laganna. En sjálfsagt hlýtur að teljast að
gefa gaum að málttutningi hans fyrir
dómstóli almennings samtíðarinnar.
Birtist hann m.a. í grein, sem Tryggvi
hefur skrifað í Kaupmannahöfn á út-
mánuðum 1886, en hana er að finna í
blaðinu Fróða á Akureyri, VII. árg. 6.
tbl., sem út kom þriðjudaginn 1. júní
1886. Fer hún hér á eftir, og er staf-
setningu og merkjasetningu blaðsins
fylgt.
• Verzlunarfjelögin íslenzku
Arið 1868 byrjuðu hreyfmgar við
Eyafjörð til að stofna með samskotum
innlent verzlunarfjelag. 1869 var þetta
eftir nokkur fundarhöld framkvæmt og
fjelagið nefnt Gránufjelag. Hver fjelags-
hlutur var í fyrstu 100 rd. sem margir
áttu sanian, en síðan var þeim skipt, svo
hver þeirra 'varð 50 krónur. Tilgangur
með stofnun fjelagsins var sá, að koma
á reglulegri innlendri verzlan, svo ágóð-
inn gengi til landsmanna sjálfra. Skuld-
laust skyldi verzla og útlendar vörur af-
hentar með lægra verði en áður var
venja. Þetta heppnaðist nokkurnveginn
tvö fyrstu árin, meðan nýa brumið var
á fjelagsmönnum, enda var þá við-
gangur fjelagsins furðu mikill; en því
miður leið eigi á löngu, þar til menn
gleymdu að fjel. var efnalítið og þurfti
að hafa eigur sínar til kaups fyrir út-
lendar vörur en átti óhægt með að setja
þær fastar í rentulausar skuldir hjá við-
skiptamönnum. Skuldirnar ukust ár frá
ári, miklu meira en að tiltölu við það,
sem verzlanin óx. Við árslok 1872 voru
verzl. skuldir 11,200 kr. 1876 73,800 kr.
1880 194,000 kr. og 1884 yfir 300,000
kr. Ymislegt var þó reynt, til að konta í
veg fyrir þessar miklu lántökur, bæði
með neitun um lán og með því, að taka
rentur af skuldum, þegar skuld hvers
einstaks var hærri að hlutföllum en árs-
verzlun hans var; en því undu menn
illa, svo aðalfundur varð að afnema þau
ákvæði. Rjettlaust, rentulaust, takmarka-
laust lán er það, sem landsntenn helzt
vilja hafa. Þannig snjerist allt við. Skuld-
laus verzlun hvarf því nær í byrjun fje-
lagsins. Það hlaut að taka lán erlendis
gegn hærri leigu í skarðið fyrir það sem
fast var hjá landsmönnum og vöruverð-
ið þar af leiðandi varð að hækka.
Skæðar tungur mótstöðumanna fjelags-
ins hafa ekki veikt krafta þess, heldur
einmitt sjálfir fjelagsmenn og viðskipta-
menn þess með sinni takmarkalausu
lántöku og óskilvísi.
Þegar saga Gránufjel. er sögð, þá er
sögð saga flestra hinna stærri innlendu
verzlunarfjelaga. Fyrir skuldir viðskipta-
manna, óskilsemi þeirra og otttátt verð
á innlendri vöru, hafa þau fyr eður
síðar orðið að hætta.
Um sama leyti og Gránufjel. byrjaði,
var stofnað fjelag í Húnavatnssýslu og
Skagafjarðarsýslu og nefnt „Fjelagsverzl-
unin við Húnaflóa". Það var byrjað með
talsverðum fjársamskotum, í sama
tilgangi og til sömu framkvæmda sem
Gránufjelagið, en eigi liðu árin mörg
þar til það, þrátt fyrir að „Húnrauður
Mársson"1) hafði kallað það fjelag móð-
ur allra innlendra verzlunarfjelaga, er
innan fárra ára „skyldi setjast í herbúðir
óvinanna", gat eigi haldið áfram sem
eitt fjelag og skiptist í tvö, Borðeyrarfjel.
og Grafarósfjel. Eigi urðu þau santt
langlíf; vegna verzlunarskulda og fjár-
skorts urðu þau að hætta 1878. Fjelags-
menn misstu lillög sín og talsvert af
skuld fjel. erlendis varð að falla niður.
Skömmu síðar en Gránufjelag og fje-
lagið við Húnaflóa var stofnað, voru
stofnuð tvö verzlunarfjelög vestanlands.
Hafði annað verzlunarstöðvar á Stykk-
ishólmi, hitt í FÍatey á Breiðafirði.2) Þau
voru einnig stofnuð með fjárfram-
lögum, en fjárstofn þeit ra var ekki nógtt
stór til að reka ntikla verzlun, einkum af
því að þau urðu að líða undir söntu
ókjörum og áðurnefnd fjelög, meiri
hluti eigna þeirra varð fastur í skuldum
viðskiptamanna, svo þau urðu að taka
mikið lán erlendis og gátu eftir fá ár
ekki staðið í skilum við lánveitanda sinn;
sent þar af leiðandi varð gjaldþrota og
fjelögin bæði urðu að hætta með mikl-
um skaða 1878.
Sunnanlands var 1874? [1873] stofnað
verzlunarfjelag með fjársamskotum,
nefnt ,,Veltan“,'i) og hafði verzlunar-
stöðvar sínar í Reykjavík. Eins og hin
fjelögin átti það að stríða við fjárskort
og verzlunarskuldir, svo það varð að
hætta 1884.
Nokkur tteiri fjelög voru stofnuð
sunnanlands, og enda vestanlands, en
án fasts höfuðstóls, svo þau áttu, sem
vænta mátti, stuttan aldur.
Að undantekinni „Veltunni" sem lifði
í Reykjavík við fjárskort og litla verzlun,
stóð Gránufjelag eitt eftir, frá árinu
1878; og mætti því ætla, að landsmenn
hefðu verið samhuga um að styrkja
þetta eina, nokkurn veginn öttuga verzl-
unarfjelag, sent þeir áttu eftir, svo verzl-
unin ekki alveg gengi úr höndum
bænda, og þeir gætu gegnum erindis-
reka sinn, átt þátt í atkvæði um vöru-
verð það, er kaupmenn árlega setja
30