Samvinnan - 01.10.1982, Page 31

Samvinnan - 01.10.1982, Page 31
SEXTUGUR: Hjalti Pálsson fram k væ m d as tj ó r i Aaldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar leitaði ein spurning öðrum fremur á hugi manna: Hverjum er velgengni Sambandsins og kaupfélaganna að þakka? Svarið er margþætt, en þyngst á metaskálum vegur sú stað- reynd, að hreyfingin hefur bæði fyrr og síðar átt mikilhæfum forustumönnum á að skipa. Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri Innflutningsdeildar, er einn þeirra, en hann átti sextugsafmæli 1. nóvember síðastlið- inn. Hjalti hefur helgað samvinnuhreyfingunni starfskrafta sína alla ævi og verið í fremstu röð þeirra manna, sem með hugkvæmni, dirfsku og dugnaði tókst að gera Sambandið að stærsta fyrirtæki landsins. Hjalti Pálsson fæddist á Hólum í Hjaltadal hinn 1. nóvem- ber árið 1922. Foreldrar hans voru Guðrún Hannesdóttir frá Deildartungu og Páll Zóphóníasson, alþingismaður og búnað- armáiastjóri — og skólastjóri við búnaðarskólann að Hólum, þegar Hjalti fæddist. Að loknu gagnfræðaprófi í Reykjavík og búfræðiprófi á Hólum liggur leiðin til framhaldsnáms í Ameríku. Arið 1943 siglir Hjalti með Goðafossi í skipalest, sem var 21 dag í hafi - og 40 skip voru skotin niður. Hann stundaði fyrst nám í Fargo í Norður—Dakota, en flutti sig tveimur árum síðar sunnar á stærri skóla og lauk prófi í landbúnaðarverkfræði frá ríkisháskólanumí Amesí lowaríki vorið 1947. Starf Hjalta hjá Sambandinu hefst 2. janúar 1948, en hann kom heim frá námi á Þorláksmessu. Fyrsta verkefnið, sem hann hafði með höndum, var að teikna súgþurrkunarkerfi og ráðleggja bændum hvernig ætti að þurrka hey með þeim hætti. Árið eftir hefst Ferguson-ævinlýrið, og litlu síðar gerist Hjalti framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. aðeins 27 ára gamall. Svo ntiklar voru vinsældir Ferguson-vélanna, að eitt árið tókst að selja yfir níutíu prósent af þeim dráttarvélum, sem fluttar voru til landsins. Þrítugur að aldri er Hjalti gerður að framkvæmdastjóra Véladeildar og gegnir því starfi í fimmtán ár við sífellt vaxandi umsvif. Þegar Helgi Þorsteinsson lést árið 1967, verða þáttaskil í starfsævi Hjalta. Hann er ráðinn framkvæmdastjóri Innflutn- ingsdeildar í hans stað, en sú deild er sem kunnugt er ein mikilvægasta deild Sambandsins, og á henni veltur afkoma þess og kaupfélaganna hvað mest. Starfsferill Hjalta verður ekki rakinn nánar hér, en margt stórvirkið hefur hann unnið sem framkvæmdastjóri bæði Véladeildar og Innflutningsdeildar. Hann stóð fyrir byggingu á húsi Véladeildar að Ármúla 3; hann lét reisa kornturna við Sundahöfn, og síðast en ekki síst byggði hann stórhýsi Inn- flutningsdeildar, Holtagarða. Árið 1951 kvæntist Hjalti Ingigerði Karlsdóttur, sem lands- kunn varð í Geysisslysinu á Vatnajökli. Börn þeirra eru þrjú: Karl Oskar, sem starfar á skrifstofu ísbjarnarins í Reykjavík, Guðrún Þóra matavælafræðingur, og yngstur er Páll Hjalti, sem stundar nám í húsagerðarlist. „Eg hef alltaf verið sveitabarn," sagði Hjalti í viðtali við Sam- vinnuna eitt sinn — og taldi algera tilviljun hafa ráðið því, að viðskipti urðu hlutskipti hans í lífinu. Samvinnumenn mega veta forsjóninni þákklátir fyrir þá tilviljun. Og Hjalli hefur reynt að bæta sér upp borgarlífið með hestamennskunni, sem er helsta tómstundagaman hans. Á hestbaki unir hann sér best; reynir að fara um öræfin á hverju sumri til að komast í snertingu við landið og náttúru þess, fugla og stoina. Og ekki má gleyma fólkinu. „Eg hef alltaf verið forvitinn um fólk,“ sagði hann í áðurnefndu viðtali. „Líklega er það eins konar ástríða. Það líður varla sá dagur, að ég slái ekki upp ntanni í einhverri uppsláttarbók." Þessi áhugi hefur smátt og smátt gert Hjalta að ættfræðingi. Það sannaðist árið 1979, þegar hann gaf út tveggja binda rit um Deildartunguætt — í minningu móður sinnar. Með þessum fáu orðum sendir Samvinnan Hjalta Pálssyni og fjölskyldu hans hugheilar árnaðaróskir á sextugsafmælinu og lætur í ljós þá ósk og von, að samvinnumenn megi sem lengst njóta starfskrafta hans. G. Gr. 31

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.