Samvinnan - 01.10.1982, Side 34

Samvinnan - 01.10.1982, Side 34
Jötunefldur afkasta- maður og engum líkur Þetta þóttu fram- farir, að afhenda upp í skuld á haustin og vera búinn að eta út sauði sína, áður en þeim var slátr- að. vera búin í fjelagsskap að jeta þær upp, áður þær í fjelagsskap eru borgaðar. • Lán fengin erlendis I mörg ár hafa menn fært Gránufje- lagi það til ámælis, að það tæki lán er- lendis, þeir sögðu að fyrir það sama væri það eigi heldur innlent heldur út- lent verzlunarfjelag, þetta sögðu aukin- heldur margir þeirra, er sjálfir skulduðu og hjeldu fje ljelagsins föstu.7) Nú rís upp hvert fjelagið eftir annað, sem fá til láns erlendis hvert krónu virði sent þau fá af vörum, eigi síður eru þau að al- manna dónti svo innlend og háíslenzk, sem nokkurt fjelag framast getur verið, — ekki vantar samkvæmnina. Herra Slimon í Leith hefur mörg haust sent hingað til að kaupa sauði og borgað við móttöku, þar seldi hönd hendi, peningar komu inn í tugum þúsunda inn í landið. Verzlun sú var bæði eðlileg og landsmönnum mjög hagkvæm, en staðfestuleysi þeirra í verzlunarmálum gátu [sic] eigi unað þessu óbreyttu, þeir þurftu að gera sauðaverzlunina líka að lánsverzlun. Menn úr heilum sýslum báðu um fyrir fram borgun í kaffi, sykri og nrjöli, sem víða var að mestu upp gengið þegar sauðirnir á haustin voru afhendr upp í skuldina. Þetta þóttu framfarir og fjekk mikið lof í blöðunum, þetta að afhenda upp í skuld á haustin og vera búinn að jeta út sauði sína áður en þeim var slá- trað, það var svo hagfelt og í svo góðri samkvæmni við aðra verzlun í landinu. Að fyrir það sent fluttist svo skipti tugum þúsunda minna af gulli inn í landið, jafnaðist ekki við það, að úttaka sín gæði fyrir fram. Þótt sauðapening- arnir í mörg ár væru álitnir rnikið hag- ræði fyrir landið og bætti mikið úr þeint peningaskord er áður var svo mjög kvartað yfir. Er þetta framför? Er líklegt að pönt- unatfjelög sem engan fjelagssjóð eiga, geti þrifist til lengdar, eða getur Island, fremur en nokkurt annað land, verið án verzlunarstjettar? Er með þessum ný- móðins fjelögum fært í betra horf þau undirstöðuatriði, sem verzlun hvers lands hlýtur að byggjast á, ef í lagi á að vera? Nei, alls eigi! Hinar stórkostlegu verzlunarskuldir nálægt 2'/s milíón króna, sem lands- ntenn í vandræðum sínum hafa fengið hjá verzlunarstjettinni, og hið mikla tap er hver og einn hefttr liðið sem rekið hefur verzlun á íslandi næstl. 2-3 ár sýnir, að alþýða hefur ekki sætt hörðum kostum síðustu árin, og samtök gegn henni einmitt á þessu límabili eru ástæðu- laus og enda hættuleg. Þegar kaupmenn sjá, að viðskiptamenn þeirra, að meira eða minna leyti, flytja verzlun sína frá þeim, þá er hætt við, að þeir verði eftir- gangs frekari í skuldaheimtunum, og það sem verra er, að þeir munu ekki álíta sig eins siðferðilega skylda til, að hafa vörubyrgðir til vetrarins, þeir geta álitið sem svo: að fyrst bændur hafa tekið verzlunina að sjer með pönt- unarfjelögum að nokkrum parti, þá verða þeir í það minnsta í sömu hlutföll- um, að sjá um byrgðir af nauðsynjavör- um til vetrarins fyrir sjálfa sig og þá fá- tækari, á svæði því er pöntunarfjelögin ná yfir, en hætt er við að pöntunarfje- lagsmönnum verði það um efni fram. Oskandi er að einmitt þetta atriði ekki verði tilfínnanlegt næsta vor. Hjer hefur aðeins verið minnst á hin helztu verzlunarfjelög, sem landsmenn hafa stofnað síðustu 15 árin, en eigi á ýms smáfjelög nje einstaka innlenda menn, sem hafa ætlað að reka verzlun fyrir eigin reikning. Þó nokkrir þeirra reki verzlun enn þá og sjeu í allgóðum efnum, þá eru þeir margir sem hafa far- ið til útlanda tómhendr, lánað þar svo lengi sem þeir nokkuð gátu fengið og svo fallið úr sögunni með meiri og minni vanskilum við lánveitendur sína.8) Mjer fannst það ekki illa dlfallið, að draga saman í stutt ágrip hvernig lands- mönnum hefur tekizt að ná verzluninni í sínar hendur, svo þeir gætu fengið dá- lítið yfirlit yfir hve hönduglega þeim hefur tekizt, hve vel þeir hafa stutt þá menn sem hafa viljað hjálpa þeim til þess, hve staðfastir þeir hafa verið, og hver skerin eru, sem þeir hafa liðið skipbrot á. • Hvað segir reynslan? Hvað segir þá reynzlan um verzlunar ástandið eins og það nú stendur? Hún ætti þó með tímanum að gera nrenn hyggna. Hvað vill alþýða hafa mörg ár til að hlaupa af sjer hornin, og berja höfðinu við steininn? Fyrir mitt leyti get jeg ekki betur sjeð, en 15 ára reynzla hafi sannað mönnum: 1. Að bændur hafa ætlað sjer með fje- lagsskap að ná undir sig verzlun lands- ins að miklu leyti, eða í hið minnsta að geta haft talsverð áhrif á hana, en að þetta hafi farið óhönduglega og stað- festulítið, svo að þær stóru hugmyndir um yfirgripsmiki! verzlunarfjelög, eru sokknar niður í smá innstæðulaus láns- og pöntunarfjelög nokkurra efnabetri manna í nokkrum sveitum; að hvert fje- lagið á eftir öðru hefir stýrt beina leið upp á sömu skerin og strandað þar; og loks að skoðanir manna um mörg verzl- unar fyrirtæki, um löggildingar og sum tollamál, sjeu líkastar því að menn sjeu að þreifa fyrir sjer í myrkri. 2. Að verzlunarskuldir hafa á þessu tímabili verið mesta mein innlendra verzlunarfjelaga og einstakra manna, jafnframt því sem þær hafa einnig verið skaðlegar bændum. 3. Að því minna sem fjeð hefir verið til að byrja með og framhalda verzlan- inni, því fyr hefir fyrirtækið farið um koll. 4. Að vöruvöndun verður lítið ágengt 34

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.