Samvinnan - 01.10.1982, Qupperneq 35
Frá afhendingu íþróttastyrks Sam-
bandsins fyrir árið 1983.
Sambandið styður
íþróttahreyfinguna
Samvinnufélögin hafa ætíð leitast við að efla fjölþætt
menningarlíf í landinu. Einn þáttur þess hefur
verið að styðja félög og samtök íþróttamanna.
Fyrir tæpum þrem árum var sá liáttur tekinn upp af
Sambandinu að veita einu af sérsamböndum ISI, eða
öðrum iandssamböndum er starfa að íþróttamálum,
verulega fjárhæð árlega.
Fyrsti handhafi íþróttastyrks Sambandsins var Körfu-
knattleikssamband Islands.
í júlí s.l. var auglýst eftir umsóknum um íþróttastyrk-
inn á árinu 1983 og bárust 11 umsóknir. Iþróttastyrk-
urinn fyrir árið 1983 verður kr. 225.000 og hefur verið
ákveðið að skipta honum að þessu sinni milli tveggja
íþróttasambanda.
Iþróttastyrk Sambandsins 1983 hljóta:
• Handknattleikssamband íslands kr. 150.000,00
• Frjálsíþróttasamband Islands kr. 75.000,00
Samband ísl. samvinnufélaga væntir þess að íþrótta-
styrkurinn komi íþróttasamböndunum að góðum not
um í hinu mikla og fjárfreka menningarstarfi þeirra. ♦
og alþýða hefur lítinn áhuga sýnt í því
að gjöra vöruna með betri verkun meira
virði.
5. Að verzlunin hafi síðustu árin eigi
verið svo arðsöm verzlunarstjettinni,
sem alþýða álítur, og að álitið um „ok-
urverð og verzlunaráþján" sje meira
hugarburður en sannleiki.
6. Að í stað þess að skilvísi og skoðun
alþýðu, ætti að taka framförum, þá hef-
ir þessu talsvert hnignað á næstliðnu 15
ára tímabili.
7. Að það litla af verzlaninni, sem ver-
ið hefir í höndum landsmanna hverfur
frá þeim í hendur fárra útlendra
manna, í hið minnsta um tíma, ef ekki
er siglt fyrir þau skerin er áður hafa
reynzt hættuleg, og brunnurinn ekki
byrgður, áður en barnið er dottið ofan
í.
Tr. Gunnarsson
— o —
Hér gefur að líta mat Tryggva Gunn-
arssonar á Gránufélagi og þess líkum,
kaupfélögununt fyrstu ár þeirra og ís-
lenzku verzlunarsiðgæði þessara ára.
Myndin er ekki glæsileg, en tímarnir
voru líka svo sannarlega alvarlegir, og
var Tryggvi öldungis ekki einn um böl-
sýn viðhorf. ♦
1) Húnröður Másson var pennanaf’n eða dul-
nefni Bjarnar M. Olsen stúdents 1872, þegar
hann gaf út Sendibréf til Húnvetninga og Skag-
firðinga.
2) Þessum félögum stjórnuðu helzt Daníel
Thorladus verzlunarmaður í Stykkishólmi og
Hafliði Eyjólfsson bóndi í Svefneyjum.
3) Vrið Veltuna er Veltusund í Reykjavík
kennt.
4) Aðallega hefur Tryggvi hér í huga
nokkra fyrrum liðsodda Gránufélags á
Austurlandi, en hugsanlega einnig einhverja
við E)jafjörð.
5) Hér á Tryggvi ugglaust við Kaupfélag
Þingeyinga.
6) Fyrir þessuni samtökum beitti sér eink-
um Eggert Gunnarsson, bróðir 'Eryggva.
7) Átt er við ámæli sem Tryggvi hafði sætt
í blöðum og á fundum fyrir skuldir við F.
Holme stórkaupmann í Kaupmannahöfn, en
um 1880 hafði hann allar eigur Gránufélags
að þinglýstu veði og réði félaginu sem hans
eigin eign væri.
8) Átakanlegasta dæniið um þennan gang
mála voru ókunn örlög Eggerts Gunnars-
sonar, sem enginn veit hvað um varð, en
hann hvarf einmitt um þessar mundir á Eng-
landi.
35