Samvinnan - 01.10.1982, Page 36
Gœludýr
Smásaga
eftir
Hrafn
Harðarson.
Eg hafði heyrt og lesið um mörg
skrýtin gæludýr. Algengustu
gæludýrin eru auðvitað páfa-
gaukar, hamstrar, kettir og hundar og
svoleiðis. En ég hafði þó lieyrt um fólk
vestur í henni Ameríku, sem hafði
slöngur og jafnvel krókódíla fyrir gælu-
dýr. Og ljón og úlfa.
Nágranni minn, sem hefur andstyggð
á öllum hundunum í bænum, sagði ntér
eitt sinn, að hann dreyntdi um að fá sér
kú, sem hann gæti teymt um göturnar
og látið gera sín stykki á gangstéttina,
svona til mótvægis við allan hunda-
skítinn. Og það glaðnaði yfír honum við
tilhugsunina. „Hugsaðu þér,“ sagði
hann, „klukkan hálftíu á sunnudags-
morgni, ég í fínustu kúrekafötunum
mínum með hatt og allt á rölti um
götuna með kúna í bandi. Svo nemur
kýrin staðar, lyftir hala og . . “ Og loks
myndi hún Búkolla ntín baula af öllum
kröftum beint fyrir utan svefnherbergis-
gluggann bjá tannlækninum, sem er
alltaf að trufla mig á kvöldin þegar ég
er að hlusta á plöturnar mínar. Þá er
hann úti að ganga nteð þennan matad-
or- eða labrador-hund sinn fyrir utan."
„En,“ maldaði ég í móinn, „getur þú
sett þér fyrir sjónir kúna liggjandi á fall-
ega rýjateppinu þínu fyrir framan arin-
inn og þig í heimspekilegum þönkum
með pípuna í öðru og sælubros í hinu;
hana rymjandi af jórtrandi sælu og þig
dæsandi af gleði?“
En þetta var útúrdúr. Ég ætlaði að
segja sögu af gæludýri, en þó er ekki
hægt að kalla hana dýrasögu.
Hún hét Stefanía. Krakkarnir í
götunni kölluð hana Stefaníu
hlandkopp vegna þess, að sagt
var að einu sinni hefði hún hellt úr næt-
urgagninu sínu yfir krakkahóp, sem var
að gera at í henni. Síðan hafði enginn
vogað sér að gera at í henni. Hún var
eiginlega heilög kýr.
Þegar sagan gerðist var Stefnaía um
fimmtugt. Ja, eða sextugt. Og þó er
sennilegast að hún hafi verið aðeins um
40 ára, því hún var hálf aldurslaus eins
og svo margar piparmeyjar. Alltaf eins.
Síðan maður man eftir sér. Grönn, slétt-
hærð og dökk, alvörugefin en brá fyrir
glettni í augum, sérstaklega þegar mað-
ur sá hana úti í búð og bún mætti
augnaráði kaupmannsins.
Nema hvað. Stefanía átti heima í hvít-
máluðu steinhúsi með stórri lóð, sent
var í algerri órækt að undanskilinni lítilli
spildu næst húsinu, þar sem uxu liljur.
Annars var lóðin öll þakin gulum blóm-
um. Aðeins gulum blómum, fíflum og
sóleyjum. Sóleyjum og fíflum. Þau þrif-
ust vel, blómin á lóðinni. Sumir héldu
því fram að Stefanía vökvaði þau reglu-
lega meö koppnum sínum.
Jæja. Einn góðviðrisdag árla í júní
birtist í götunni bæjarvinnuflokkur með
grænmálaðan vinnuskúr á hjólum, fyrr-
verandi strætisvagn, hálfgerðan Ikarus
eftir fallið. Ejórir verkamenn og einn
verkstjóri. Mælingamaður með röndótt-
ar mælistikur eins og risasleikibrjóstsyk-
ur. Og þeir hófust handa við að stika út
svæðið umhverfis lóðina lrjá henni
Stefaníu. Og fóru inn á lóðina. Tróðu
jafnvel niður grunlausa fífla og sóleyjar.
Settu niður rauða hæla hér og þar.
Fyrr en varði voru korrinir krakkar á
kreik að glápa og spyrja. „H\að ertu að
gera? A að byggja sundlaug fyrir hana
Stefaníu? Ha?“
Þeir sem af rælni gutu augum í
gluggaátt að húsi Stefaníu gátu greint
skuggamynd hennar bak við glugga-
tjald. Þar stóð hún og fylgdist með að-
gerðum. reið og móðguð. Ekki þurfti að
sjá framan í hana til að geta sér þess til.
Staða hennar þarna bak við gluggatjöld-
in bar það með sér. Hún minnti á norn,
aðalborna norn. Hún naut nokkurrar
virðingar, þrátt fyrir allt. Síðan hvarf
hún frá glugganum.
Um miðjan dag kom jarðýtan, gamla
bæjarjarðýtan, Caterpillar. Skyggnið á
stýrishúsinu var eins og derið á húfu
ýtustjórans - stutt og bratt. Satt best að
segja voru ýtan og ýtustjórinn hann
Skúli skalli orðin svo samofin í vitund
krakkanna í bænum, - þessi jarðýta
hafði alltaf haft þennan stjóra - að þeir
álitn þetta tvennt tilheyra hvort öðru,
eins og dagur og nótt. Skúli var pipr-
aður eins og Stefanía, álíka aldurslaus,
með ákveðinn staðfestusvip þess manns,
sem kann sitt fag.
Þennan sumardag stýrði hann jarðýtu
sinni inn á lóðina hennar Stefaníu, yfir
niðurnídda gaddavírsgirðinguna og inn
í ntiðja fíflabreiðuna. Þar setti hann
niður tönnina sem grófst um fet í jörð
og lyfti mold og gijóti í smábing áður
en hún nam staðar og vélargnýrinn
þagnaði og nokktir reykjarbólstrar
sluppu út í blátt sólskinið. Stuttu síðar
birtist höfuðið á Skúla út úr stýrishúsinu
með pípuna í munninum nýkynta og
36