Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 37
Nú varð þjóðsagan að veruleika eða næstum því: Hún hótaði krökkunum að skvetta á þá, ef þeir hypjuðu sig ekki hið snarasta. stóðu ljósir bólstrar út í hlýjan sumar- daginn. Hann stðkk ofan af beltinu og mitt á meðal sóleyjanna. Verkstjórinn gekk til hans og tók dósirnar úr vasan- um, tók í nefið og þeir töluðu margt og voru alvarlegir og gamansamir til skiptis. Skúli tók undir húfuna sína að aftan og ýtti henni fram á ennið til að klóra sér í kollinum. Stundum tók hanr. pípuna úr munninum og benti með henni ýmist hingað eða þangað. Verka- mennirnir voru lagstir í gula blóma- sæluna og farnir að láta sig dreyma um kroppa og kræsingar sem hlytu að bíða þeirra á föstudaginn þegar þeir fengju útborgað. Og fyrr en varði var komið að kveldi; hættutími. Börn höfðu verið kölluð heim að drekka mjólk og borða kex. Verkamenn-héldu heim á leið, verk- stjórinn gekk frá hjólaskúrnum og ýtu- stjórinn læsti húsinu á jarðýtunni. Daginn eftir mætti ýtustjórinn til vinnu sinnar klukkan sjö tutt- ugu eins og hann var vanur. Hann vippaði sér upp á belti, dró fram lykilinn og opnaði húsið; tók nestispakk- ann sinn og kom honum vel fyrir bak við sætið; skorðaði hann vandlega í verkfærakassanum. Maður var aldrei ör- uggur í þessum þungavinnuvélum með kafftbrúsann sinn. Þeir höfðu margir brotnað brúsarnir hjá honum gegnum tíðina. Þá var að ræsa vélina. Og gá til veðurs. Skúli skimaði í kringum sig. Aldrei að vita hvenær maður gæti kom- ið auga á beran konukropp inn um glugga svona snemma á morgnana. Hann kom sér vel fyrir í bældu leð- urklæddu sætinu, dró fram reykdótið sitt, pípuna margútskafna, troðara, eld- spýtustokk og reyktóbak. Eins og í leiðslu, óafvitandi, meira og minna blindandi hreinsaði hann og fyllti á ný 37

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.