Samvinnan - 01.10.1982, Page 41
Sigríður
Haraldsdóttir-i
skrifar um
NEYTENDAMÁL
Sá tími sem menn verja til heimilisstarfa er æði misjafn.
Hann fer að sjálfsögðu eftir aðstæðum og ekki síst eftir
því, hvort börn eru á heimilinu og á hvaða aldri þau
eru. En líklega gera fáir sér grein fyrir, hve mikinn
tíma heimilisstörfin taka og hve mikilvæg þau eru.
Vanmetum við heimilisstörfin
Þau störf sem unnin eru í þjóðfé-
laginu hafa það markmið að
fullnægja þörfum og óskum sem
flestra. Kapp er lagt á, að öllum geti lið-
ið sem best. í iðnvæddum þjóðfélögum
er talið hagkvæmast að hafa víðtæka
verkaskiptingu á milli þegnanna. Menn
sérhæfa sig fyrir það starf, sem þeir
hafa í hyggju að stunda sér og sínum til
framfæris.
• Iðnvæðingin breytti
Áður fyrr var verkaskiptingunni
þannig háttað, að það féll í hlut kvenna
að sjá unt heimilisreksturinn þ.e.a.s. þau
störf, sem unnin voru innan veggja
heimilisins. Á þessari öld hefur verka-
skipting manna breyst til mikilla muna.
Enda fer nú fram annars staðar mikill
hluti af þeim störfum, sem áður voru
unnin innan veggja heimilisins. Sem
dæmi má nefna matvælaframleiðslu af
ýmsu tagi og framleiðslu á fatnaði, en
einnig ýmis störf, sem snerta félags-
heilbrigðis- og menntamál eins og um-
önnun sjúkra og gamalmenna, kennsla
barna o.fl. En slík störf eru ekki síður
mikilvæg til að ná markmiðinu að öllum
líði sem best.
Enda þótt ýmis störf hafi flust út fyrir
veggi heimilisins og séu unnin aí sér-
fræðingum, sent með því móti hafa lífs-
viðurværi sitt, eru margvísleg störf enn
unnin á heimilinu. Sennilega eru allir
sammála um, að það veldur miklu
um afkomu og vellíðan fjölskyldunnar,
hvernig heimilisstörfin eru af hendi
leyst. En hins vegar eru þau ekki metin
á sama hátt og þau störf, sem menn
vinna utan heimilis og laun eru greidd
fyrir. En á hvern hátt á að meta heimil-
isstörfin?
• Könnun í Svíþjóð
Ein leið er að athuga hve löngum
tíma menn verja til heimilisstarfa. Ef lil
vill gæti það gefið mönnum einhverja
vísbendingu. Lítið er vitað um það at-
riði. Fyrir nokkru var gerð könnun í
Svíþjóð þar að lútandi á vegum Kons-
umverkel, en það er stofnun sem starfar
að neytendamálum þar í landi. Á þessu
ári kom út skýrsla um þá könnun, sem
á íslensku gæti heitið: „Tímanotkun Svía
á árinu 1981“, sem sérstaklega Ijallar
urn heimilisstörfin. (Sv. f. tids. 1981).
Verður hér í mjög stuttu máli sagt frá
könnuninni og helstu niðurstöðum
hennar.
Haustið 1981 voru sendir spurninga-
listar til fólks á aldrinum 16-74 ára, sem
búsett var alls staðar á landinu. Bæði
konur og karlar fengu listann. Rúmlega
600 útfylltir listar voru endursendir, en
83% af þeim sem fengu listann, svöruðu
spurningunum.
Sá, sem listann fékk, var beðinn að
svara 15 spurningum varðandi þau störf
og þá tómstundaiðju, sem hann eða hún
hafði lagt stund á deginum áður. Hjá
hverri spurningu voru 8 reitir, og átti
sá, sem spurður var að merkja með
?
41