Samvinnan - 01.10.1982, Qupperneq 44
t
Hafþór
Helgason
kaupfélagsstjóri
Hafþór Helgason kaupfélagsstjóri fórst af slysförum með
einkaflugvél sinni, TF-MAO, út af Bjargtöngum að morgni
þriðjudags 26. október s.l.
MeS Hafþóri er góSur drengur genginn, langt um aldur fram
— aðeins 37 ára gamall — vinur og samherji, sem ég vildi minnast
nokkrum orSum.
Hafþór var fæddur í Reykjavík þann 12. janúar árið 1945 og
var næstyngstur sjö systkina. Foreldrar hans voru þau Helgi J.
HafliSason bifvélavirki, sem látinn er fyrir allmörgum árum, og
eftirlifandi kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir, Halldórssonar,
bónda að Framnesi í Rangárvallasýslu.
Hafþór lauk gagnfræðaprófi frá verknámsdeild í Reykjavík
árið 1962, og það sama ár hlaut hann skipstjórnarréttindi til aS
fara með stjórn á allt að 30 tonna fiskibátum. Þremur árum
seinna, eða árið 1965, lauk hann einkaflugmannsprófi í Reykja-
vík, en atvinnuflugmannsprófi með blindflugsréttindum árið
1976.
Átti flugið ávallt hug hans meir en hálfan, og skilaði það hon-
um að síðustu á drottins fund.
Árið 1963 steig Hafþór mikið gæfuspor og trúlofaðist þá eftir-
lifandi eiginkonu sinni og jafnaldra, Guðnýju Kristjánsdóttur,
en þau giftust 1968 og eignuðust þau þrjá syni, Alexander, 16
ára, fæddan á afmælisdag móður sinnar, 7. mars 1966, Erling
Friðrik, 9 ára, fæddan 8. október 1973 og Véstein, fæddan í
Reykjavík þann 26. maí 1980. Sjá þau nú öll á bak elskuðum
eiginmanni og föður — stórvirkum ágætismanni, sem vænst var
að ætti eftir aS leggja áfram gjörva hönd á svo margt sem til
framfara horfði.
Hafþór dvaldist við nám og störf í bifvélavirkjun í Þýskalandi
árið 1967, en á vettvangi véla- og vélfræðslu stóS hugur hans
löngum opinn. Árið 1969 starfaði Hafþór að gæðamati á rann-
sóknarstofu Isals hf. og síðar við eignaumsýslu hjá Þórisósi hf.
á árunum 1970—73, en á árinu 1973 tók hann við framkvæmda-
stjórn í flugfélaginu Vængir hf. og rak þaS af mikilli ósérplægni
og dugnaði til ársins 1976, þegar eigendaskipti urðu þar og hann
seldi eignarhluta sinn í félaginu.
ÞaS var laust eftir þessi tímamót, sem leiðir okkar Hafþórs
lágu fyrst saman, því að árið 1977 var hann ráðinn kaupfélags-
stjóri að Kaupfélagi Saurbæinga að Skriðulándi. Því starfi
gegndi hann til miðs árs 1980.
Á árunum þeim, eins og raunar enn, steðjaði mikill vandi að
dreifbýlisversluninni og vandséð með hvaða hætti smærri rekst-
urseiningar gætu séð sér farborða, þar sem eftirtekjan stóð ekki
undir dreifingarkostnaðinum. ViS þær aðstæður ráðlagði ég ýms-
um góSum forystumönnum smærri kaupfélaganna að skoða
möguleikana á að efna til samstarfs við stærri nábúa, því að
undan afleiðingunum yrði vart vikist með öðrum hætti. En hér
réði sem áður sterkur vilji til sjálfræðis, og fengu bændur hinn
32 ára gamla Reykvíking til kaupfélagsstjórastarfs — og hófst
hann þegar handa.
Gamalt íslenskt orðtak segir að „veldur hver á heldur" og sú
varð raunin á í þessu tilviki. Með atorku sinni, útsjónarsemi og
ráðdeild grundvallaði Hafþór enn betur en áður þau félags- og
verslunarlegu tengsl sem kaupfélagiS átti í héraði. Fyrr en varði
voru þeir Saurbæingar búnir að endurbæta verslunarreksturinn
og jafnframt byggja nýtt sláturhús; en um þá framkvæmd höfSu
menn ekki þoraS að hugsa sem mögulegan valkost nokkrum
mánuSum fyrr.
ÞaS sem olli straumhvörfunum í Saurbæ var sleitulaus vinnu-
semi kaupfélagsstjórans að hagsmunamálum félagsmanna sem
allir urðu vitni að í hinni fámennu byggð. ViS þá atorku leysist
úr læSingi vilji margra til að verða að gagni og með vinnufram-
lagi margra sveitunganna reis sláturhúsið, sem um mörg ókomin
ár kemur til með aS bera bændum þar, og dugmiklum kaupfé-
lagsstjóra þessara ára, órækt vitni
I Sambandinu var fylgst með þessum þróttmikla nýliða í sam-
vinnustarfinu, og enn betur eftir að hann fór að sækja ráðstefnur
samvinnumanna, taka þar þátt í umræðum og leggja gagnlegt til
mála.
Því var það, þegar ísfirðinga vantaði kaupfélagsstjóra snemma
árs 1980 og ég var beðinn um að aðstoða við þá ráðningu, að
Hafþór varð mér strax ofarlega í sinni. Ég vissi reyndar að bæði
hann og fjölskyldan kunnu vel við sig vestur í Dölum og að þar
var margt enn ógert, en á ísafirði biðu samt miklu stærri
verkefni úrlausnar, sem ekki var allra að leysa.
Á Isafirði hefur Hafþór unnið hvert þrekvirkið af öðru, og nú
röskum tveim árum síðar er hagur kaupfélagsins og álit með allt
öðrum hætti en um fjöldamörg undangengin ár. I rauninni
finnst mér að gamla álitið á kaupfélaginu okkar, sem ég man
eftir síðan ég var lítill drengur á Isafirði, sé nú fyrst endurvakið
og að mikill þróttur sé að færast í alla starfsemina.
Á sínum skamma starfstíma á ísafirði megnaði Hafþór að
jafna langvinnan lóðaágreining við bæjaryfirvöld, endurskipu-
leggja að verulegu leyti verslunarrekstur og mannahald kaupfé-
agsins, leggja fram áætlun um byggingu sláturhúss á Isafirði,
kaupa Steiniðjuna hf. á IsafirSi, sem er viðamikið fyrirtæki á
sviði steinsteypu - og byggingarvörusölu. Og loks tæpum
mánuði fyrir sviplegt fráfall hans undirskrifaði hann samning
um kaup kaupfélagsins á vörumarkaðinum Ljóninu, sem er önn-
ur stærsta smásöluverslunin í kaupstaðnum. Ef honum hefSi
enst líf og hcilsa er ekki aS efa að stórvirkni hans hefði gætt
víðar í atvinnusögu Isfirðinga, bæði félagi og byggð til heilla.
Auk starfa sinna á Isafirði vann hann með Sambandinu við
kaup á Fiskiðjunni Freyju hf. og útgerðarfélaginu Hlaðsvík hf.
á Suðureyri. Sat hann fyrir hönd Sambandsins í stjórnum beggja
félaganna, þar af fyrstu mánuðina sem stjórnarformaður þeirra.
Lagði hann sig í framkróka við að sinna þeim störfum af sömu
alúð og ábyrgð og öllum öðrum störfum, en eins og mörgum
mun kunnugt gerðist kaupfélagið einnig samkaupandi að félög-
unum að fjórða hluta og átti fulltrúa úr Suðureyrardeild sinni
í stjórnum beggja félaganna.
ÞaS var aðalsmcrki þessa kæra látna vinar míns að hann sinnti
öllum störfum sem til féllu í kaupfélaginu, hvort heldur þau
voru talin til óþrifalegri verkanna eða skrifstofustarfans. Því
gátu samstarfsmenn hans eins átt von á honum við kjöttilfærslu
í frystiklefa eldsnemma að morgni í sláturtíðinni, við dæluvið-
gerðir í kyndiklefanum eða við akstur á steypubílnum. Eins og
foringja er siður fór hann fyrir liði sínu í öllum störfum, og það
kunnu samverkamenn hans að meta.
Mér er minnisstætt lítið atvik fyrir allmörgum mánuðum, þeg-
ar kaup á Steiniðjunni voru afstaðin og starfsfólkið var að halda
hátíð í tilefni þess aS sláturtíð var nýlokið. Þegar Guðný og Haf-
þór gengu þá í veislusalinn klöppuðu viðstaddir þeim hjónum
til heiðurs. Slíkt sýna Isfirðingar aðeins sínum bestu mönnum.
Þótt ég hafi hér tiundað nokkuð af starfsferli Hafþórs og
atorku, skal ekki svo við skiljast að Iáta þess ógetið að hann átti
góða konu og sonu sem stóðu með honum í öllum hans störfum.
Þess þarf og með í annasömu embætti, og það brást ekki að kon-
an og elsti sonurinn stóðu eins og eikur og gerðu honum kleift
að vinna svo langan dag sem raunin varð á. Á því heimili heyrði
ég aldrei möglað þótt seint væri komið heim frá dagsverki, né
um rætt þótt árla væri úr rekkju risið.
Á heimili þeirra var ávallt gott að koma, svo gott að þá fannst
mér ég vera kominn fyrst heim á æskuslóðir, þegar ég hafði
gengið að leiði föður míns og siðan til stofu þeirra Guðnýjar og
Hafþórs. I þeirri stofu var kæst með góðum á glaðri stundu.
En skjótt hefur sól brugðið sumri, og miklu fyrr en ég hafði
vonað og beðið. Komið er að leiðarlokum og kvaðst aS sinni.
Hafþóri, eiginkonu hans og sonum flyt ég alúðarþakkir Sam-
bandsins fyrir stórmikil og heilladrjúg störf hans í þágu sam-
vinnuhreyfingarinnar, en sjálfur drúpi ég höfði í minningu góðs
vinar.
Eftirlifandi eiginkonu og sonunum ungu, sem misst hafa svo
mikið, móður hans, systkinum, ættingjum og venslafólki öllu
flyt ég dýpstu samúðarkveðjur á þessum sorgartíma og bið þeim
öllum Guðs blessunar.
Drottinn minn, gefi dánum ró, en hinum líkn er lifa.
Kjartan P. Kjartansson
44