Neisti - 01.05.1964, Side 4

Neisti - 01.05.1964, Side 4
yrðu tækin yfirfarin á hverjinn vetri og við það mundi fást mun betri end- ing á tækjunum, og þar af leiðandi mundi reksturskostnaður búanna lækka. Velastöðvarnar gætu haft þau tæki, sem talin voru upp hér að framan (imdir lið I), en auk þess einnig dráttarvélar, einkum stærri gerðir, til dæmis Fordson Major, Ferguson 65 og svipaðar vélar, þ. e.a.s. með 50 - 60 hestafla vélaorku, einnig ættu vélastöðvarnar að hafa öll tæki, sem hver bóndi mundi eiga, þannig að bændur gætu fengið þessar vélar leigðar, ef þeirra eigin vélar biluðu. Þá má og nefna steypuhrærivélar, loftpressur, hjólsagir og ýmis fleiri tæki, sem tengja má við heimilis- dráttarvélar. Eðlilegast væri, að búnaðarsam- böndin sæju um þennan rekstur og tengdu hann rekstrinum á jarðvinnu- vélimum. Búnaðarsamböndin þyrftu þá hvert að reka fleiri en eina stöð, þannig að allir bændur á svæði hvers búnaðarsambands gætu notið fyrir- greiðslu vélastöðvanna, bæði hvað snertir lán á vélum og viðgerðar- þjónustu. Samvinna um vélar og vinnu. Hér yrði um að ræða sameign á vél- um, sameiginleg útihús, sameigin- lega ræktun o g samvinnu um hey- skap og skepnuhirðingu. Slík samvinna kæmi fyrst og fremst til greina, þar sem þettbýlt er. Þá mundu nokkrir bændur sameinast um kaup á vélum, og f stað þess, að hver um sig færi að stækka eða byggja ný útihús, mundu þeir reisa sameiginleg útihús ( einkum fjós ) á stað, sem lægi heppilega fyrir þá, bæði með tilliti til vegalengdar og ræktunarmöguleika. Aukin ræktun hjá þessum mönnum mundi verða gerð f sameiningu við eða á næsta nágrenni við hin sameiginlegu úti- hús. Samvinna yrði að sjálfsögðu höfð við heyskapinn og hirðingu í sameiginlegum gripahúsum. Með þessu fæst í fyrsta lagi betri nýting á vélum og vinnuafli og einnig, að þessir bændur gætu skipu- lagt vinnudag sinn betur og öðlazt frfstundir, eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins, en það þjáir ein- yrkjabóndann hvað mest, að hann er bundinn við vinnu á búi sínu hvern dag ársins og hefir þar af leiðandi mjög lftinn tima til að sinna félags- lfEi f sveitinni, hann er orðinn " þræll einyrkjabúskaparins ". Með þvf til dæmis að losna við kýrnar f sameiginlegt fjós ætti hver bóndi, sem tekur þátt í slíku, að geta fengið einn frfdag f viku. Ctihús, sem við þetta losnuðu hjá bændum, gætu þeir nýtt á margan hátt, sem ekki er ástæða til að rekja hér. Þetta form krefst mikils félagslegs þroska þátttakenda, góðrar skipu- lagningar og öruggrar stjórnar. íslenzkir bændur hafa f samvinnu- félögum og kaupfélögum sýnt, að þeir hafa mikinn félagsþroska til að bera, og þvf ætti þeim að veitast auðvelt að stunda slíkan samvinnu- búskap. LOFTUR GUTTORMSSON ER LANGT KOMINN MEÐ SAGN- FRÆÐINÁM f FRAKKLANDI. HANN HEFUR VERIÐ FORMAÐ- UR H EIMSSAMBANDSINS HRÍM, EN BAÐST UNDAN ENDURKJÖRI í HAUST VEGNA NÁMSANNA. DEGAULLE || |1 EFTIR II h L°FT II M GUTTORMSSON WASHINGTON Utanríkisstefna de Gaulle hers- höfðingja hefur löngum valdið vest- rænum frelsissinnum þungum áhyggj- um. Öllum er enn f fersku minni ó- kvæðisorðin, sem þeir létu falla í hans garð fyrir rúmu ári, þegar hann setti stólinn fyrir inngöngudyr Bret- lands f EBE á ráðstefnunni f Briissel, enduróminn af þeim mátti jafnvel heyra meðal útvarða hins frjálsa heims, íslenzkra ðialdsmanna, sem gerðu sér vonir um að geta smogið innum dyrnar undir pilsfaldi Hennar hátignar. Nú hefur þessi samsöngur magnazt að nýju eftir að þau óvæntu tíðindi tóku að kvisast; út um heim að hershöfðinginn hyggðist viðurkenna stjórn kommúnista í "Rauða-Kína" ( eins og frelsisvinirnir kalla þetta fjölmennasta stórveldi veraldar). Við þessa fyrirætlun, sem varð að veruleika um mánaðamótin janúar- febrúar, bættist nú fyrir nokkru það, að Frákkland fylgdi sós- falisku rfkjunum að máli gegn öðrum Nató-ríkjum í atkvæðagreiðslu á Þingi SÞ um Kýpurdeiluna. Þá er og öllum kunnugt um andstöðu frönsku stjóm- arinnar við stefnu hinnar bandarísku í málum SA-Asíu, franska stjómin hefur oftar en einu sinni látið f ljós þá skoðun að hlutleysi, sem tryggt væri með ábyrgð stórveldanna, sé heppilegasta lausnin á ófriðarástand- inu f S-Vfetnam. Af þessu má sjá að í mörgum meginmálum alþjóðastjórn-

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.