Neisti - 01.05.1964, Side 9

Neisti - 01.05.1964, Side 9
SPRENGJAN Iiétt fyrir jólin kom lí’til hók á markaðinn. Bókin heitir AKTIV UNGDOM oíí fjallar um merka fjöfdahreyfingU, sem er skilgeti'ð barn okkar tfma, hreyfingu sem helgar sig baráttunni gegn kjarn- orkuvopnum. f bókinni eru 17 við- tiil við félagá í þessari hreyfingu sem blaðamaðurinn Mads Nissen Styrk hefur skráð. Hér á eftir fer kufli úr bókinni - samtal við skrif- stofustjóra hreyfingarinnar í Kaup- mannahöfn, Stefl'en Larsen. sem er tvftugur að aldri. Hvers vegna tengjast menn hreyfingunni? Margir segja , að það sé af en það á varla við um meiri hlutann. Við getum ímyndað okkur, hvað gerast kunni f framtfðinni, en að hugsa um það sf og æ er ómögu- legt. Maður verður brjálaður. Það voru ekki hinar neikvæðu til- finningar hruns og dauða, sem urðu þess valdandi að ég gerðist með- limur, heldur hinar jákvæðu. Ást min á lífihu og öllu, sem lifir. í margra augum er hreyfingin uppreisn gegn hinu hefðbundna og ég hefi ástæðu til að ætla að hún hefi kannski haft áhrif á stjórnmál- in. Sú vandlæting, senr er grund- völlur hreyfingarinnar er að mmu áliti ein af höfuðstoðum heilbrigðs lýðræðis. Ég álít ekki að hún eigi sér langa framtfð, en hún hefur sett spor sín vfða, og verið lýð- ræðinu til góðs. Hvernig er fólkið í þessari hreyfingu ? Við viljum samfélag, sem er laust við spillingu og orðhengilshátt og það semfélag viljum við skapa á lýðræðislegum grundvelli. Margir f hreyfingunni - einkum þeir eldri - bera í brjósti rómantfska drauma um að hún sé arftaki mótspyrnu- hreyfingar stríðsáranna. Þetta er hvorttveggja í senn rangt og hættu- legt. Grundvallarkenning okkar hreyfingar er sú, að það sé ekki aðeins rangt, heldur geti slíkt jafn- vel leitt til útrýmingar mannkyns- ins, að leysa vandann með valdi. Við berum ábyrgð á þvf, ajð hér á landi skapist ekki vesturþýzkt astand. f hreyfingunni er alls konar fólk - kennarar, sem hafa hætt störfum^ námsfólk, sem hefir hætt námi, folk, sem hefir slitið hjónabönd sfn o. s.frv. Þegar þetta fólk tengist hreyfingunm verður þvf oft ljóst, að það hefir ekki lent á réttri hiílu f lífinu. Afleiðingin er sú, að það fleygir brott þvf, sem tengir það við sitt fyrra líf. Þetta er bæði sláandi og uppörvandi. En þetta er ekki sök hreyfingarinnar. Hér er um að ræða mannleg viðbrögð, sem koma ef til vill betur f ljós hjá okkur, vegna þess að við erum næmari fyrir umhverfi okkar. Hugsaðu þér, það eru enn til fólk, sem getur sofið rólegt á nóttinni, þótt það viti, að 10.000 negrar séu myrtir með napolin- sprengjum f Angola. Þp hefir tengzt hreyfingunni m j ö g ungur ? Já, og þess vegna þroskaðist ég fyrr, vegna þess að ég verð ekki aðeins að fást við vandamál sjálfs mfn, heldur einnig annarra. Þetta hefir veitt mér mikið sjálfstraust og kjölfestu, allt það, sem ég hefi lært um manninn á þessum tfma hefur orðið mér góð kjölfesta. Nú mega menn ekki glápa sig blinda á sprengjuna. Nei, vissulega ekki. Sprengj- an hefir fengið marga til að hugsa: "Nú er nóg komið. " En aðalatriðið er, að það er ekki hægt að útrýma sprengjunni nema útrýma stríði - og það er ekki hægt að útrýma stríði nema útrýma hungri og fáfræði úr heiminum. í sjálfu sér er sprengjan ekki hættuleg, heldur sá maður, sem er reiðubúinn að ýta á hnappinn. Ertu óánægður með eldri kynslóðina ? Stundum. Þeir af eldri kyn- slóðinni, sem hugsa eins og við hafa, að mfnu viti ekki brugðizt. En æskan er sterkari en þeir eldri. Þegar menn ná vissum aldri geta þeir ekki barizt lengur, þess vegna er það óréttlátt, þegar við hin ungu sökum þá um að hafa brugðizt. Það er óréttlátt sökum þess, að við getum ekki unnið fleiri á okkar band en þeir gátu. Ég mundi segja, að forfeður okkar hafi átt við minni vanda að etja. Menningarbarátta fyrstu áratugi aldarinnar byggðist á þeirri vissu, að sigur næðist. Ég held líka, að við munum sigra, annars tæki ég ekki þátt f þessari baráttu. En aðstæðurnar eru breyttar. Áður gátu menn sagt: "Eftir okkur koma milljónir".' • í dag segjum við:"Ef illa fer kemur !enginn eftir okkar dag. " NBSIT Sem skrif stofust j óri hefur þú kynnst foreldravanda- málinu ? Já, uppreisn unglinganna gegn foreldrum súium er oft skortur á réttu uppeldi. Allt of fáir f dag megna að veita börnum sfnum heppi- legt uppeldi. Fólk eignast börn á þeim árum, þegar það stendur f harðri baráttu til þess að komast áfram f lffinu og lætur uppeldi barna sinna sigla sinn sjó. En menn losna ekki svo auðveldalega frá þeirri ábyrgð. Börn þarfnast foreldra sinna heilla og óskipta. Margir unglingar, sem ekki mæta skilningi heima fyrir koma á skrif- stofuna og við verðum að gegna hlutverki tómstundaheimilis og foreldra. Það versta við þetta er að við erum sjálfir ungir og eigum við okkar eigin vandamál að etja. Þannig höfum við komizt að raun um, að það er ekki nóg að útvega unglingunum sérherbergi og vasa- peninga, þegar skilninginn skortir. Við höfum lært hvernig ekki á að fara að. Mun tækniþróunin ekki smám saman að kæfa lýð- ræðið og hið mannlega ? Ég óttast ekki tækniþróunina og það er þróun sósíalismans, sem veldur því. Ég álft hana hættulega Bandaríkjunum og bandarfsku þjóð- félagskerfi. Ég hefi engar áhyggjur af þróuninni í sósíalísku löndimum og Skandínavfu, þar sem gæfa ein- staklingsins er fyrir öllu. The Brave New World er miklu lfklegri f Bandaríkjunum en Sovétríkjunjm. Hvaða áhrif hefur ástandið f alþjóðamálum á þig ? Það er örvandi, hefir þau á- hrif að maður neyðist til að rann- saka hlutina. Það er svo örvand^ að það nær ekki að vera ógnvekjandi Tíminn, sem við lifum á, allt sem gerist, er vandi sem krefst lausn- ar, áskorun sem verður ekki hunz- uð. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson þýddi. 9

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.