Neisti - 01.05.1964, Side 7
MAMIRINN
OG FlLLINN
kftir jomo kenyatta
forsætisráðherra kenya
Fíllinn hafði stofnað til vináttu við Mann-
inn.
Dag nokkuin gerði ofsaveður og FíLlinn
hélt að litlum kofa 1 útjaðri skðgarins þar
sem vinur hans, Maðurinn, bjó.
Maðurinn kenndi samúðar með Fílnum.
" Kofinn minn er litill, " sagði hann, "en
mér er ljðst að hér er nægilega stðrt her-
bergi fyrir þinn dýrmæta rana unz veðrinu
slotar. En vertu svo vænn að fara gætilega.., "
" Þú ert afbragðsmaður, " sagði Fíllinn,
djúpt snortinn; " Það sem vel er gert mun
endurgoldið, og sá dagur rennur upp að mér
verður kleift að launa þér. "
Og hvað skeði svo -
Fíllinn var ekki fyrr kominn innfyrir með
ranann en hausinn allur kom á eftir, og loks
bægði hann Manninum úti ausandi rigninguna,
" Vinur minn, " sagði hann við Manninn,
" húð þin er þykkari en mfn. Ég sá nú að
kofinn þinn er raunar alltof Iftill fyrir okkur
báða, og þig mun ekki saka að standa ofur-
lítla stund úti f rigningunni. "
Að sjálfsögðu var þetta manninum sfður
en svo að skapi. Hann harmaði sáran hlut-
skipti sitt og nú komu öll dýr skðgarins á
vettváng til að vera vitni að erjum Fflsins
og Mannsins.
Ljðnið kom og öskraði: " Hver dirfist að
raska rð fyrir konúngi skðgarins?"
Fíllinn, sem var mikils virtur f skðginum,
reyndi að ffiða ofsareiðan konúng sinn.
" Yðar hátign”, mælti hann auðmjúkur,
"þetta er aðeins lftilsháttar skoðanamunur
vinar mfns og múi útaf eignarréttindum á
þessum kofa."
En Ljðnið vildi að lög og reglur yrðu virt
og mælti:
" Embættismenn mfnir skulu umsvifalaust
skipa rannsðknarnefnd til að varpa ljðsi á
þetta mál og skila, niðurstöðum sfnum til
mfn innan átta daga. "
Þá sneri hann sér að manninum. " Það er
öruggast að lifa'f sátt við þegna mfna, "sagði
hann með lftillæti. " Fíllinn er eins og þér
vitið einn hinna áhrifamestu embættismanna
minna. Verið ekki áhyggjufullur; þér munuð
ekki missa kofann. Bfðið eftir nefndarfund-
inum þar sem þér verðið kallaður til vitnis,
og niðurstaðan mun verða yður að skapi. "
Maðurinn var hinn ánægðasti, þvfhann
áleit sjálfsagt að kofinn yrði úrskurðaður
hans lögmæt eign.
Rannsóknarnefndin var skipuð á staðnum;
f henni sáru hr. Nashyrningur, hr. Buffall,
fr. Krókódíll og hr. Refur, og ritarinn var
hr. Hlébarði.
Maðurinn hafði uppi mótmæli og krafðist
þess að maður sæti f nefndinni. En honum var
tjáð að menn hefðu engin tök á að þekkja öll
hin flðknu lög frumskógarins. Hann þyrfti samt
ekkert að óttast. Allir meðlimir nefndarinnar
væru til þess kjörnir af kónúnginum að vernda
þær skepnur er veikari hefðu klærnar og tenn-
urnar, og þeir væru þekktir lángt útfyrir frum-
skóginn að heiðarleika og réttvfsi. Þeir myndu
þessvegna rannsaka mál hans af ýtrasta hlut-
leysi og komast að hinni einu réttu niðurstöðu.
Nefndin hafði komið saman og hóf nú að
viða að sér staðreyndum málsins.
Ffllinn talaði fyrstur. " Ég mun ekki verða
langorður, " mælti hann þúnglega. " Þið vitið
að ég hef alltaf verið vinur vina minna. Ein-
mitt af þvf stafar þessi hörmulegi misskiln-
fngur. Sannleikurinn f málinu er sá að vinur
minn bað mig að gæta kofa &fns, svo illviðrin
ekki veltu honum um. Nokkru sfðar brauzt
stormurinn innf ónotað herbergi f kofanum;
hugðistiég þá hagnýta þetta vanþróaða svæði
og tók það einfaldlega f notkun. Þetta er
ekki annað en vinargreiði sem þér, herrar
mfnir og frúr f nefndinni, hefðuð vafalaust
gert vinum yðar undir slíkum krfngumstæðum. "
Nefndin hlýddi á mál hans og leitaði sfðan
álits hr. Hýenu og annarra sérftæðinga. Þegar
sérfræðingarnir höfðu látið uppi skoðun sfna,
var nefndinni ljóst að þeir voru allir sammála
Fílnum.
Þá var komið að Manninum, og lét hann
f ljós álit sitt á upptökum þrætunnar. En nefnd-
in greip fram f fyrir honum: " Haldið yður við
efnið dreingur minn. Vér höfum þegar heyrt
ýmsa óhlutdræga aðila lýsa staðreyndunum.
Vér viljum aðeins að þér upplýsið hvort her-
bergið var notað af nokkrum áður en Fíllinn
kom til sögunnar."
Maðurinn reyndi að útskýra. " Nei, en .. "
En þá sagði nefndin að málsatvik beggja aðila
lægju ljós fyrir og dró sig sfðan f hlé til að
koma sér saman um dóminn. Eftir að hafa
neytt dýrindis máltfðar sem Fíllinn kostaði,
kvað nefndin upp úrskurð sinn, kallaði Mann-
inn íyrir sig og kunngjörði honum: " Að
okkar áliti stafaði þræta þessi af hörmulegum
misskilnfngi sem var gamaldags hugmyndum
yðar að kenna. Vér teljum að Fíllinn hafi
uppfyllt heilaga skyldu með þvf að vernda
hagsmuni yðar. Það var yður sjálfum fyrir
beztu að þetta herbergi væri notað á sem
hagkvæmastan hátt, og fyrst þér enn hafið
ekki náð þvf þroskastigi að yður sé kleift að
gera hið sama, álftum vér nauðsynlegt að
komast að samkomulagi sem hæfi báðum
aðilum. Fíllinn hafi þvf not af kofa yðar
frarhvegis, en yður bendum vér á að fá yður
annan stað að búa á og byggja þar annað
hús sem yður er betur við hæfi. Vér munum
verða yður hliðhollir."
Maðurinn hafði ekki um annað að velja
en að samþykkja þetta, þvf hann sá að ef
hann neitaði, myndi hann lenda f klóm og
kjöftum nefndarmeðlima. En varla var
hann setztur að á nýja staðnum, þegar hr.
Nashyrnfngur rak þar inn stærra hornið og
skipaði honum út. Ný konúngleg nefnd var
sett á laggirnar og kvað hún upp sama dóm
og hin fyrri. Þessu fór ftam þángað tii Buff-
allinn, Hlébarðinn og Hýenan og allir hinir
höfðu komizt yfir nýja kofa. Þá ákvað Mað-
urinn að finna einhverja þá lausn er að gagni
mætti koma, þar sem álit nefndarinnar var
honum ætfð f óhag. Hann settist niður og
mælti: " Slíkt og þvflikt má öllum gera;
leingi er hægt að leika á hann, - svo má
brýna deigt járn að bfti. "
Einn morgun snemma, þegar kofar herr-
anna voru farnir að iáta á sjá byggði Maður-
inn nýtt rúmgott hús skammt frá. Strax og
Nashyrnfngurinn sá hvað skeð hafði, hrað-
aði hann sér til FfLsins sem þegar var kom-
inn þángað inn og lá f fastasvefni; Hlébarð-
inn kom á gluggann, Ljónið, Refurinn og
Buffallinn ruddust innúr dyrunum, meðan
Hýenan heimtaði hástöfum stað handa sér.
Krókódíllinn lagðist niður á þakið. Þessu
næst byrjuðu þeir að þrefa sfn f milli um
það, hver réttinn ætti tiL að búa f húsinu,
og loks töluðu allir f einu. Mitt f þessum
hávaða kveikti Maðurinn f húsinu, en það
brann til ösku ásamt öilum herrum frum-
skógarins. En Maðurinn sneri heimleiðis og
sagði; " Friðurinn var mér dýr, en hann
var þess virði"; og liann lifði við hamfngju
ætfð sfðan.
Þorsteinn frá Hamri þýddi úr
World student news "
7