Neisti - 01.05.1964, Page 11

Neisti - 01.05.1964, Page 11
^Wt- "Mér er kalt. Ég vil fara heim". "Faraheim? Ertu snar- vitlaus, drengur. Farðu heldur úr þessu léreftspilsi þfnu og klæddu þig almennilega. " Þeir standa í stiganum, tveir Afríkustúdentar f Moskvu. "Ég vil fara heim. Núna er sumar þar, skilurðu. Sumar og sól. " "Bráðum verður .sumar hér líka". "Nei það verður ekkert sumar ". Og með það gengur hann í burtu, lítill og svartur f rósóttu léreftspilsi og vill ekki viðurkenna, að sumarið komi nokkum tíma til Moskvu. Hinn hristir höfuðið, enda er hann f peysu. Um þennan stiga fer allskonar fólk. Svart, hvftt og gult fólk, Arabar, Mongólar, Kúbanir, Afrík- anar - já og meira að segja ís- lendingar. Þetta er merkilegur stigi. Hann er staðsettur f rauðu húsi við Blómvallagötu f Moskvu. Hér eigum við heima, 300 erlendir stúdentar, sem stundum nám við undirbúningsdeild Moskvuháskóla. { þessu húsi er ekki erfitt að eignast vini og kunningja, sem fróð- legt er að tala við. í gær átti ég langt samtal við stúdent frá Suðvestur-Afríku. Hann flúði heimaland sitt af pólitískum ástæðum og á ekki afturkvæmt þang- að nema breyting verði á stjórnar- farinu. "Landið mitt - sagði hann með tregasvip - það er fallegasta land f heimi. " Ég sá enga ástæðu til að rengja mannlnn, heldur spurði hann hvemig alþýðumenntun væri háttað f þessu fegursta landi heims. 'Olæsi er varla til, þótt undarlegt kunni að virðast. Það er trúboðunum að þakka, finnskum trúboðum, þeir eru um allt landið. En þess er vel gætt, að fólk læri ekki meira en til þarf til að stauta sig fram úr biblí- unni og skrifa nafnið sitt. Hinir innfæddu stunda ekki æðri skóla. Þannig er það. Margt Evrópubúa býr í SV-Afríku, landið var áður nýlenda INGIBJÖRG HA RA LDSDÓTTI! um bætt mannlíf, frelsi og sósíalisma. •Svo varð hann að yfirgefa fegursta land í heimi. óvinir draumsins voru famir að gefa honum homauga. ,r£n ég gefst ekki upp", segir hann, og ég sé á andliti hans, að draum- urinn er honum allt lífið. Eitt kvöldið kem ég inn f herbergi mitt og sé, að eitthvað mikið er á seyði. Masamé, her- bergisfélagi minn er að bera á borð undarlega rétti fyrir gesti sfna. Gestirnir em frá Burma, eins og hún, lítið fólk, gult og brosmilt. Mér er holað niður við borðið og svo er farið að gæða sér á krásun- um, þjóðlegum burmönskum réttum. Þau borða með guðsgöfflunum, þannig er farið að í heimalandi þeirra. Ég geri mitt bezta til að ljúka af diskinum og hrósa matnum á hvert reipi, þótt tárin standi f augunum á mér og mig logsvíði f kokið. Að loknum kvöldverði klæðir Masamé sig í þjóðbúning, ævintýra- lega fagra fl£k úr hýjalíni, perlu- saumuðu og svo er farið að taka myndir. Það er mikið hlegið, allt verður þessu fólki til hláturs. Þeg- ar gestirnir eru famir, segir Masa- mé mér frá landi síhu. Hún leiðir mig ixm f dularheima Asfu, þar sem Búdda situr á trónu sinni og heitir mönnum eilífri sælu, hagi þeir sér vel í þessu lffi, þar sem andi liðinna árþúsunda leikur um klaustur og pagóður og fólkið er þolinmótt og brosmilt því að það hefur öðlazt hlutdeild í eilffðinni. Masamé er fulltrúi hins nýja tíma, hún ætlar að læra hér læhnisfræði. Hvað hefði hún amma hennar sagt við þvf ? En nýi tíminn í Burma er öðruvísi en okkar tíini, Masamé gengur f síðum pilsum að sið for- mæðra sinna, hún dansar þjóðdansa en kann ekki að tvista. Hún er þolinmæðin holdi klædd og bros hennar færir okkur hluta af eiliíðinni. í húsinu við Blómvallagötu birtist okkur heimur f hnotskum. Margar skemmtilegar sögur eru til af þvf, hvernig erlendum stúd- entum gengur að laga sig að um- hverfinu. BLQMAVALLAGATA18 Þjóðverja. Nú eru það Kaninn og Bretinn, sem halda um stjómar- taumana - óbeint, auðvitað, á pappfrunum erum við sjálfstæð'þjóð. " Þessi vinur minn á sér háleitan draum um frjálsa Afriku. Hann hefur starfað f leynisamtökum og predikað yfir löndum sfnum boðskap Eitt sinn kom hingað stúdent frá Eþíópíu og hafðl með sér þjón, sumir segja þræl. Hann heimtaði sérherbergi fyrir sig og annað fyrir þrælinn. Rússar tóku þessu rólega, settu höfðingjann í herbergi með 3 öðrum, kenndu þrælnum að lesa og sendu hann f skóla. Ekki ->

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.