Neisti - 01.05.1964, Blaðsíða 6

Neisti - 01.05.1964, Blaðsíða 6
Framferði unglinga er að jafnaði hneykslunarhella borgaranna. Sjaldan kemur þó fyrir að rætt sé um orsakir slæmrar hegðunar eða leiðir til úrbóta. Borgararnir láta sér nægja að hneykslast. Kerl- ingar bæjarins framfleyta tungu sinni á afglöpum æskunnar og kaffi- salinn græðir á hverju hneyksli. Æskulýðsmál eru einkum f höndum bæjaryfirvalda og bæjarfulltrúar daufheyrast við kvörtimum og eru úrræðalitlir. Ríkisstjórn íslands reynir nú í stóriðjumálunum, að benda fslend- ingum á að taka Noreg sér til fyrir- myndar. Samanburður við þá stenzt að vfsu ekki hvað erlent fjármagn snertir, en fslendingar mættu taka þá til fyrirmyndar á öðrum sviðum. f flestum borgum Noregs eru starf- andi svonefndar " bæjarstjórnir æskunnar " ( Ungdommens bystyre ) Öll hinpólitísku æskulýðsfélög f hverjum bæ hafa tekið sig saman og myndað bæjarstjórn. Hún er skipuð jafnmörgum fulltrúum frá hverju æskulýðsfélagi og samsvar- andi pólitískur flokkur hefur á að skipa f bæjarstjórn staðarins. Slík kosnar. Allir fundir eru opnir til áheyrnar. " Bæjarstjórn æskunnar " lætur sig einkum varða vandamál æskunnar og tekur afstöðu til allra slíkra mála er fram koma í hinni eiginlegu bæjarstjórn. Auk þess koma full- trúar með ýmsar nýjar tillögur til úrbóta f þessum málum auk ahnarra aðkallandi mála. Er málin eru af- greidd er álitið sent hinni eiginlegu bæjarstjóm. Fyrirkomulag þetta hefur gefið mjög góða raun. Æskulýðsfélögin hafa sýnt mikinn samstarfsvilja um hin sameiginlegu hagsmunamál. Unga fólkið hefur getað rætt vandamálin, lausir við vandlætingarsemi og af betri þekkingu og meiri skilningi. Það hefur sýnt að yandamál æskunn- ar verða ekki leyst an þess að leita samraðs við æskuna. Margir hafa öðlast þar innsýn f bæjarmálefni og þjálfun í félagslegu starfi. Þaðan kemur sfðan margur nýtur bæjarfulltrúi. Auk þess hlejT)- ir þetta af stað vfðtækari umræðum um bæjarmálefni utan félags og Taka hinir ráðsettu og launuðu bæjar- fulltrúar nokkúð mark á þessu „ barnahjali ” ? Reyndin er önnur. Öft má rekja upp- runa umræðna og ákvarðana aðalbæj- arstjórnarinnar, einkum f æskulýðs- málum, til samþykkta „ bæjarstjórn- ar æskunnar " . Þær hafa aflað sér álits og bæjarfulltrúar gefa umræð- um þar alvarlega gaum. Auk þess hefur komizt á gott samstarf milli þeirra. ókunnugt er mér hvort starfsemin nýtur nokkurs styrks úr bæjarsjóði nema láns á fundarhús- næði. En öll pólitfsk æskulýðsfélög f Noregi njóta styrks til fræðslu- starfsem'i úr sjóðum ríkis og bæja og er þar ekki við nögl skorið. Vanræksla á vandamálum æskunnar á fslandi sýnir, að æskan sjálf verð- ur að grípa f taumana. B. Æ.R og æskulýðsráð bæjanna hafa þar ekki fengið nema litlu áorkað. Samstarf pólitísku æskulýðsfélaganna t. d. innan Æ. S. f. hefur sýnt, að þau hafa nægllegan þroska til að mynda sam- starfshæfar og nýtar „ bæjarstjóm- ir æskunnar ” . Vandamálin krefjast skjótrar úrlausnar. BÆJARSTJðRNIR ÆSKUNNAR EFTIR ÓLAF EINARSSON bæjarstjóm kepiur saman, þegar nauðsyn krefur og minnst einu sinni f mánuði eða þegar ákveðin tala fulltrúa æskir þess. Félögin kjósa yfirleitt fulltrúa sfna á félagsfundi. Sfðan starfa þessar bæjarstjómir á sama hátt og hin eiginlega bæjar- stjóm. Forseti bæjarstjórnar, bæj- arráð og nauðsynlegar nefndir eru innan. Almennum pólitfskum mál- um er yfirleitt reynt að sneiða hjá, þó misjafnt sé það eftir borgum. „ Ungdommens bystyre ” • í Osló hefur þó náð samstarfi um slfk mál- efnit.d. um fordæmingu á stefnu stjómar Suður-Afríku. Eru ekki slfkar bæjarstjórnir þarfa- þing f þvf skyni ? PÓlitfsku æskulýðs- félögin f Reykjavík, kaupstöðum og kauptúnum landsins ættu þegar að taka þessa hugmynd til alvarlegrar athugunar. En undir þeirra skilningi og vilja er árangur „ æskulýðsbæj- arstjórna ” kominn. 6

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.